Skanderborg vann leikinn 33-30 eftir að hafa verið 17-15 yfir í hálfleik.
Kristján Örn var með tíu mörk í leiknum og gaf að auki þrjár stoðsendingar. Hann nýtti 71 prósent skota sinna í leiknum. Ekkert marka hans kom úr vítum.
Kristján var líka bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í sínu liði. Frábær frammistaða í spennandi leik.
Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum hjá Bjerringbro/Silkeborg en hann klikkaði á vítakastinu sínu.
Guðmundur Guðmundsson stýrði Fredericia til fjögurra marka útisigurs á móti Skjern, 31-27, en íslensku leikmennirnir skoruðu ekki fyrir Fredericia í leiknum.