Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2024 10:52 Sem hlutfall af heildarmannfjölda búa langflestir innflytjendur á Íslandi á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Hátt í sjötíu þúsund íbúa á Íslandi voru innflytjendur samkvæmt gögnum Hagstofunnar sé miðað við 1. janúar á þessu ári. Það gera 18,2% allra íbúa landsins. Innflytjendum hefur þannig haldið áfram að fjölga á milli ára en í fyrra voru innflytjendur rétt tæplega 63 þúsund, eða 16,7% íbúa. Ljóst er að innflytjendum hefur fjölgað verulega á Íslandi undanfarin áratug en sé litið til ársins 2012 var hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda ekki nema 7,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands í dag. „Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.855 í byrjun árs 2023 en 7.351 á þessu ári. Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 20,1% af mannfjöldanum og hafði það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega á milli ára og voru 7,3% mannfjöldans,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar eru innflytjendur þeir einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem fædd eru erlendis. Önnur kynslóð innflytjenda vísar hins vegar til þeirra sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem sjálfir eru báðir innflytjendur. Að hafa erlendan bakgrunn á við um þá sem ýmist eiga eitt erlent foreldri eða sem fæddust erlendis en eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi. Langflestir frá Póllandi og hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum Líkt og undanfarin ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi en 32,1 prósent allra innflytjenda á Íslandi við upphaf þessa árs voru Pólverjar. Næst stærstu hóparnir eru innflytjendur frá Úkraínu, 5,3 prósent, og Litháen, 5,1 prósent. „Pólskir karlar voru 33,8% allra karlkyns innflytjenda eða 12.737 af 37.691. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (5,9%) og síðan komu karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,5%). Pólskar konur voru 30,2% kvenkyns innflytjenda, næst á eftir þeim komu konur frá Úkraínu (6,6%) og þá konur frá Filippseyjum (5,1%),“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur einnig að um 64 prósent allra innflytjenda á Íslandi voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sem hlutfall af mannfjölda búa flestir þeirra á Suðurnesjum. Þannig voru 31,5 prósent allra íbúa á Suðurnesjum innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.“ Grafið hér að neðan sem fengið er af vef Hagstofunnar sýnir hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi í ár eftir landshlutum. Í fyrra fengu 649 einstaklingar íslnskt ríkisfang sem er nokkuð sambærilegur fjöldi og árið á undan þegar 706 fengu Íslenskan ríkisborgararétt. Langflestir í þeim hópi voru áður með pólskt ríkisfang og næstflestir með taílenskt ríkisfang. Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands í dag. „Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.855 í byrjun árs 2023 en 7.351 á þessu ári. Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 20,1% af mannfjöldanum og hafði það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega á milli ára og voru 7,3% mannfjöldans,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar eru innflytjendur þeir einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem fædd eru erlendis. Önnur kynslóð innflytjenda vísar hins vegar til þeirra sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem sjálfir eru báðir innflytjendur. Að hafa erlendan bakgrunn á við um þá sem ýmist eiga eitt erlent foreldri eða sem fæddust erlendis en eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi. Langflestir frá Póllandi og hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum Líkt og undanfarin ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi en 32,1 prósent allra innflytjenda á Íslandi við upphaf þessa árs voru Pólverjar. Næst stærstu hóparnir eru innflytjendur frá Úkraínu, 5,3 prósent, og Litháen, 5,1 prósent. „Pólskir karlar voru 33,8% allra karlkyns innflytjenda eða 12.737 af 37.691. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (5,9%) og síðan komu karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,5%). Pólskar konur voru 30,2% kvenkyns innflytjenda, næst á eftir þeim komu konur frá Úkraínu (6,6%) og þá konur frá Filippseyjum (5,1%),“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur einnig að um 64 prósent allra innflytjenda á Íslandi voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sem hlutfall af mannfjölda búa flestir þeirra á Suðurnesjum. Þannig voru 31,5 prósent allra íbúa á Suðurnesjum innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.“ Grafið hér að neðan sem fengið er af vef Hagstofunnar sýnir hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi í ár eftir landshlutum. Í fyrra fengu 649 einstaklingar íslnskt ríkisfang sem er nokkuð sambærilegur fjöldi og árið á undan þegar 706 fengu Íslenskan ríkisborgararétt. Langflestir í þeim hópi voru áður með pólskt ríkisfang og næstflestir með taílenskt ríkisfang.
Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira