Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2024 11:57 Fjölmiðlakonurnar Birta Björnsdóttir, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir, Urður Örlygsdóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir (undirrituð). Glöggir sjá að dömurnar eru allar íklæddar sömu blússu. Vísir/bjarni Sérstakt dálæti íslenskra fjölmiðlakvenna á tiltekinni blárri blússu var afhjúpað í fyrsta annál fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem birtist í vikunni og horfa má á hér fyrir neðan. Blússan er úr smiðju Stine Goya, dansks fatahönnuðar, sem íslenskir tískulaukar ættu margir að kannast við. Og innreið blússunar inn í íslenskan fjölmiðlaheim er eftirtektarverð. Hvorki meira né minna en sex fjölmiðlakonur, þar á meðal undirrituð, fjárfestu í blússunni nú í vetur og hafa flestar skartað henni á skjánum að auki. Á mínútu 5:20 í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar blússurnar sex voru leiddar saman í fyrsta, og líklega eina, skiptið. Sjón er sögu ríkari. Rétt er að taka fram að ekki er um að ræða samantekin ráð heldur einskæra tilviljun. Líklegt má teljast að aldrei hafi ein flík notið viðlíka vinsælda meðal fréttamanna, ef frá er talið gula vestið sem stéttin skartar gjarnan á vettvangi náttúruhamfara. Ja, eða hreinlega í fréttasettinu eins og Kristján Már Unnarsson forðum. Tíska og hönnun Fjölmiðlar Tengdar fréttir Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland „Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga Sæland, sigurreifur formaður Flokks fólksins, á nýliðna kosninganótt þegar tölur tóku að birtast. Þarna kvað við kunnuglegan tón í Ingu, sem ítrekað vitnar í hið ástsæla Stuðmannalag þegar andinn kemur yfir hana. 12. desember 2024 13:00 Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. 11. desember 2024 07:02 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Blússan er úr smiðju Stine Goya, dansks fatahönnuðar, sem íslenskir tískulaukar ættu margir að kannast við. Og innreið blússunar inn í íslenskan fjölmiðlaheim er eftirtektarverð. Hvorki meira né minna en sex fjölmiðlakonur, þar á meðal undirrituð, fjárfestu í blússunni nú í vetur og hafa flestar skartað henni á skjánum að auki. Á mínútu 5:20 í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar blússurnar sex voru leiddar saman í fyrsta, og líklega eina, skiptið. Sjón er sögu ríkari. Rétt er að taka fram að ekki er um að ræða samantekin ráð heldur einskæra tilviljun. Líklegt má teljast að aldrei hafi ein flík notið viðlíka vinsælda meðal fréttamanna, ef frá er talið gula vestið sem stéttin skartar gjarnan á vettvangi náttúruhamfara. Ja, eða hreinlega í fréttasettinu eins og Kristján Már Unnarsson forðum.
Tíska og hönnun Fjölmiðlar Tengdar fréttir Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland „Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga Sæland, sigurreifur formaður Flokks fólksins, á nýliðna kosninganótt þegar tölur tóku að birtast. Þarna kvað við kunnuglegan tón í Ingu, sem ítrekað vitnar í hið ástsæla Stuðmannalag þegar andinn kemur yfir hana. 12. desember 2024 13:00 Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. 11. desember 2024 07:02 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland „Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga Sæland, sigurreifur formaður Flokks fólksins, á nýliðna kosninganótt þegar tölur tóku að birtast. Þarna kvað við kunnuglegan tón í Ingu, sem ítrekað vitnar í hið ástsæla Stuðmannalag þegar andinn kemur yfir hana. 12. desember 2024 13:00
Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. 11. desember 2024 07:02