Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2024 08:00 Lúðvík Pétursson lést þann 10. janúar síðastliðinn í vinnuslysi þegar hann var við sprungufyllingar í Grindavík. Vísir „Við höfum alveg frá fyrsta degi talað fyrir því að þessi atburður sé þannig að það þurfi að fara yfir í rauninni alla atburðarásina og ná sýn á stóru myndina,“ segir Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar, sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í janúar síðastliðnum. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem mun fara með ytri rýni á aðgerðir og aðgerðaleysi viðbragðsaðila tengdum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í þessari rýni verður tímabilið frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 25. október í fyrra og til dagsins þegar starfshópurinn var skipaður skoðað. Starfshópurinn mun vera skipaður sérfræðingum og á hann að skila skýrslu til ráðherra um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir rannsókn á andláti hans, en hann var við vinnu við íbúðarhús þegar slysið átti sér stað. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Elías segir að fjölskyldan sé ánægð með ákvörðun ráðherra um skipun starfshópsins. Þau telji ljóst að þáttur slyssins muni vera veigamikill. „En við teljum algjörlega einsýnt að þetta muni umhverfast mjög um þetta atvik, enda er þetta gríðarlega stórt og breytti í raun eðli þessara hamfara. Ég tel víst að þessi starfshópur sérfræðinga muni fara mjög vel ofan í þetta mál sem snýr að slysinu, bæði aðdraganda þess, slysið sjálft og eftirleikinn,“ segir Elías. Vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um málið, og þá er lögreglan á Suðurnesjum með það til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi mögulega átt sér stað í tengslum við málið. „Við lítum ekki svo á að þetta sé einhver leit að sökudólgum, heldur snúist þetta um að ná einhverri óvilhallri mynd sem getur orðið grundvöllur að umræðu og vonandi komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar á því að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Fjölskyldan hefur einnig óskað eftir því að líkamsleifar Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann var kallaður, verði grafnar upp. „Við teljum með öllu óásættanlegt að hann sé þarna í einhverjum malarhaug undir húsi í Grindavík.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem mun fara með ytri rýni á aðgerðir og aðgerðaleysi viðbragðsaðila tengdum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í þessari rýni verður tímabilið frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 25. október í fyrra og til dagsins þegar starfshópurinn var skipaður skoðað. Starfshópurinn mun vera skipaður sérfræðingum og á hann að skila skýrslu til ráðherra um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir rannsókn á andláti hans, en hann var við vinnu við íbúðarhús þegar slysið átti sér stað. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Elías segir að fjölskyldan sé ánægð með ákvörðun ráðherra um skipun starfshópsins. Þau telji ljóst að þáttur slyssins muni vera veigamikill. „En við teljum algjörlega einsýnt að þetta muni umhverfast mjög um þetta atvik, enda er þetta gríðarlega stórt og breytti í raun eðli þessara hamfara. Ég tel víst að þessi starfshópur sérfræðinga muni fara mjög vel ofan í þetta mál sem snýr að slysinu, bæði aðdraganda þess, slysið sjálft og eftirleikinn,“ segir Elías. Vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um málið, og þá er lögreglan á Suðurnesjum með það til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi mögulega átt sér stað í tengslum við málið. „Við lítum ekki svo á að þetta sé einhver leit að sökudólgum, heldur snúist þetta um að ná einhverri óvilhallri mynd sem getur orðið grundvöllur að umræðu og vonandi komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar á því að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Fjölskyldan hefur einnig óskað eftir því að líkamsleifar Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann var kallaður, verði grafnar upp. „Við teljum með öllu óásættanlegt að hann sé þarna í einhverjum malarhaug undir húsi í Grindavík.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira