Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 09:04 Frá því að Amelíu Rose stefndi úr höfn og þar til hún byrjaði að beygja liðu um 45 sekúndur. Þá fór stýrið yfir í stjórnborða og var ásigling þá óumflýjanleg, að sögn rannsóknarnefndar samgönguslysa. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áreksturinn átti sér stað þegar skipstjórinn sigldi hvalaskoðunarskipinu Amelíu Rose á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seatrips frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík við upphaf skoðunarferðar 16. júní. Skipið var á leið út úr hafnarmynninu þegar það tók skyndilega krappa stjórnborðsbeygju og sigldi á enda Faxagarðs. Mikið högg kom á skipið sem var á um þriggja hnúta ferð. Skipstjórinn kannaði strax hvort að skemmdir hefðu komið á skipið og hvort farþegar hefðu slasast. Ekki er vitað til þess að farþegar eða skipverjar hafi slasast við áreksturinn. Nokkrir farþegar þáðu þó boð skipstjórans um að fara frá borði eftir höggið. Skýringar skipstjórans á hvernig áreksturinn kom til var að hann hefði hyggst hafa stýrið miðskipa þegar hann sigldi út hafnarmynnið og hann hefði stillt það þannig. Hann hefði síðan brugðið sér frá til að sinna öðrum verkum. Taldi hann sig hafa rekist í rafmagnsstýri skipsins sem hafi sett það yfir til stjórnborða og beygt skipinu á hafnarkantinn. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að þrátt fyrir að skipstjórinn hefði verið í brúnni hefði hann ekki verið með athyglina við siglingu skipsins. Við siglingu inn og út úr höfn þyrfti að gæta sérstakrar árverkni til að geta brugðist við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum. Skipstjórann hefði skort þá áverkni þegar hann sigldi Amelíu Rose úr höfn og það hefði verið ástæða ásiglingarinnar. Samgönguslys Reykjavík Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48 Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Áreksturinn átti sér stað þegar skipstjórinn sigldi hvalaskoðunarskipinu Amelíu Rose á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seatrips frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík við upphaf skoðunarferðar 16. júní. Skipið var á leið út úr hafnarmynninu þegar það tók skyndilega krappa stjórnborðsbeygju og sigldi á enda Faxagarðs. Mikið högg kom á skipið sem var á um þriggja hnúta ferð. Skipstjórinn kannaði strax hvort að skemmdir hefðu komið á skipið og hvort farþegar hefðu slasast. Ekki er vitað til þess að farþegar eða skipverjar hafi slasast við áreksturinn. Nokkrir farþegar þáðu þó boð skipstjórans um að fara frá borði eftir höggið. Skýringar skipstjórans á hvernig áreksturinn kom til var að hann hefði hyggst hafa stýrið miðskipa þegar hann sigldi út hafnarmynnið og hann hefði stillt það þannig. Hann hefði síðan brugðið sér frá til að sinna öðrum verkum. Taldi hann sig hafa rekist í rafmagnsstýri skipsins sem hafi sett það yfir til stjórnborða og beygt skipinu á hafnarkantinn. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að þrátt fyrir að skipstjórinn hefði verið í brúnni hefði hann ekki verið með athyglina við siglingu skipsins. Við siglingu inn og út úr höfn þyrfti að gæta sérstakrar árverkni til að geta brugðist við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum. Skipstjórann hefði skort þá áverkni þegar hann sigldi Amelíu Rose úr höfn og það hefði verið ástæða ásiglingarinnar.
Samgönguslys Reykjavík Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48 Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48
Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50
Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00