Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 09:04 Frá því að Amelíu Rose stefndi úr höfn og þar til hún byrjaði að beygja liðu um 45 sekúndur. Þá fór stýrið yfir í stjórnborða og var ásigling þá óumflýjanleg, að sögn rannsóknarnefndar samgönguslysa. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áreksturinn átti sér stað þegar skipstjórinn sigldi hvalaskoðunarskipinu Amelíu Rose á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seatrips frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík við upphaf skoðunarferðar 16. júní. Skipið var á leið út úr hafnarmynninu þegar það tók skyndilega krappa stjórnborðsbeygju og sigldi á enda Faxagarðs. Mikið högg kom á skipið sem var á um þriggja hnúta ferð. Skipstjórinn kannaði strax hvort að skemmdir hefðu komið á skipið og hvort farþegar hefðu slasast. Ekki er vitað til þess að farþegar eða skipverjar hafi slasast við áreksturinn. Nokkrir farþegar þáðu þó boð skipstjórans um að fara frá borði eftir höggið. Skýringar skipstjórans á hvernig áreksturinn kom til var að hann hefði hyggst hafa stýrið miðskipa þegar hann sigldi út hafnarmynnið og hann hefði stillt það þannig. Hann hefði síðan brugðið sér frá til að sinna öðrum verkum. Taldi hann sig hafa rekist í rafmagnsstýri skipsins sem hafi sett það yfir til stjórnborða og beygt skipinu á hafnarkantinn. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að þrátt fyrir að skipstjórinn hefði verið í brúnni hefði hann ekki verið með athyglina við siglingu skipsins. Við siglingu inn og út úr höfn þyrfti að gæta sérstakrar árverkni til að geta brugðist við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum. Skipstjórann hefði skort þá áverkni þegar hann sigldi Amelíu Rose úr höfn og það hefði verið ástæða ásiglingarinnar. Samgönguslys Reykjavík Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48 Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Áreksturinn átti sér stað þegar skipstjórinn sigldi hvalaskoðunarskipinu Amelíu Rose á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seatrips frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík við upphaf skoðunarferðar 16. júní. Skipið var á leið út úr hafnarmynninu þegar það tók skyndilega krappa stjórnborðsbeygju og sigldi á enda Faxagarðs. Mikið högg kom á skipið sem var á um þriggja hnúta ferð. Skipstjórinn kannaði strax hvort að skemmdir hefðu komið á skipið og hvort farþegar hefðu slasast. Ekki er vitað til þess að farþegar eða skipverjar hafi slasast við áreksturinn. Nokkrir farþegar þáðu þó boð skipstjórans um að fara frá borði eftir höggið. Skýringar skipstjórans á hvernig áreksturinn kom til var að hann hefði hyggst hafa stýrið miðskipa þegar hann sigldi út hafnarmynnið og hann hefði stillt það þannig. Hann hefði síðan brugðið sér frá til að sinna öðrum verkum. Taldi hann sig hafa rekist í rafmagnsstýri skipsins sem hafi sett það yfir til stjórnborða og beygt skipinu á hafnarkantinn. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að þrátt fyrir að skipstjórinn hefði verið í brúnni hefði hann ekki verið með athyglina við siglingu skipsins. Við siglingu inn og út úr höfn þyrfti að gæta sérstakrar árverkni til að geta brugðist við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum. Skipstjórann hefði skort þá áverkni þegar hann sigldi Amelíu Rose úr höfn og það hefði verið ástæða ásiglingarinnar.
Samgönguslys Reykjavík Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48 Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48
Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50
Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00