Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 09:04 Frá því að Amelíu Rose stefndi úr höfn og þar til hún byrjaði að beygja liðu um 45 sekúndur. Þá fór stýrið yfir í stjórnborða og var ásigling þá óumflýjanleg, að sögn rannsóknarnefndar samgönguslysa. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áreksturinn átti sér stað þegar skipstjórinn sigldi hvalaskoðunarskipinu Amelíu Rose á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seatrips frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík við upphaf skoðunarferðar 16. júní. Skipið var á leið út úr hafnarmynninu þegar það tók skyndilega krappa stjórnborðsbeygju og sigldi á enda Faxagarðs. Mikið högg kom á skipið sem var á um þriggja hnúta ferð. Skipstjórinn kannaði strax hvort að skemmdir hefðu komið á skipið og hvort farþegar hefðu slasast. Ekki er vitað til þess að farþegar eða skipverjar hafi slasast við áreksturinn. Nokkrir farþegar þáðu þó boð skipstjórans um að fara frá borði eftir höggið. Skýringar skipstjórans á hvernig áreksturinn kom til var að hann hefði hyggst hafa stýrið miðskipa þegar hann sigldi út hafnarmynnið og hann hefði stillt það þannig. Hann hefði síðan brugðið sér frá til að sinna öðrum verkum. Taldi hann sig hafa rekist í rafmagnsstýri skipsins sem hafi sett það yfir til stjórnborða og beygt skipinu á hafnarkantinn. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að þrátt fyrir að skipstjórinn hefði verið í brúnni hefði hann ekki verið með athyglina við siglingu skipsins. Við siglingu inn og út úr höfn þyrfti að gæta sérstakrar árverkni til að geta brugðist við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum. Skipstjórann hefði skort þá áverkni þegar hann sigldi Amelíu Rose úr höfn og það hefði verið ástæða ásiglingarinnar. Samgönguslys Reykjavík Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48 Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Áreksturinn átti sér stað þegar skipstjórinn sigldi hvalaskoðunarskipinu Amelíu Rose á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seatrips frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík við upphaf skoðunarferðar 16. júní. Skipið var á leið út úr hafnarmynninu þegar það tók skyndilega krappa stjórnborðsbeygju og sigldi á enda Faxagarðs. Mikið högg kom á skipið sem var á um þriggja hnúta ferð. Skipstjórinn kannaði strax hvort að skemmdir hefðu komið á skipið og hvort farþegar hefðu slasast. Ekki er vitað til þess að farþegar eða skipverjar hafi slasast við áreksturinn. Nokkrir farþegar þáðu þó boð skipstjórans um að fara frá borði eftir höggið. Skýringar skipstjórans á hvernig áreksturinn kom til var að hann hefði hyggst hafa stýrið miðskipa þegar hann sigldi út hafnarmynnið og hann hefði stillt það þannig. Hann hefði síðan brugðið sér frá til að sinna öðrum verkum. Taldi hann sig hafa rekist í rafmagnsstýri skipsins sem hafi sett það yfir til stjórnborða og beygt skipinu á hafnarkantinn. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að þrátt fyrir að skipstjórinn hefði verið í brúnni hefði hann ekki verið með athyglina við siglingu skipsins. Við siglingu inn og út úr höfn þyrfti að gæta sérstakrar árverkni til að geta brugðist við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum. Skipstjórann hefði skort þá áverkni þegar hann sigldi Amelíu Rose úr höfn og það hefði verið ástæða ásiglingarinnar.
Samgönguslys Reykjavík Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48 Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48
Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50
Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00