Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 10:57 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra, í það minnsta þessa stundina. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að sér þætti skemmtilegt að sitja í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur flokkum“. Þar vísar hann til Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem funda nú stíft um myndun ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til fundar á Hverfisgötu í morgun en ekki er loku fyrir það skotið að fundurinn verði sá síðasti hjá stjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur látið hafa eftir sér að hún sé vongóð og stjórnarmyndun fyrir áramót. Verði af því verður Bjarni áfram eini forsætisráðherrann í sem flytur ekki áramótaávarp í Ríkisútvarpinu, síðan forsætisráðherrar hófu að gera það. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Bjarna að loknum fundi. Það kom frétt í gær um að stjórn yrði jafnvel mynduð um helgina, heldur þú að þetta verði síðasti fundur þessarar starfsstjórnar? „Ég veit ekkert um það. Sagan geymir alls konar dæmi um það hvernig svona hlutir geta þróast. Við skulum bara sjá til, við fundum bara þegar þörf krefur og höfum verið að funda einu sinni í viku núna,“ segir Bjarni glaður í bragði. Tekur því rólega á næstunni Bjarni segist munu taka því rólega á næstunni, jólafrí sé framundan og framhaldið ráðist af því hvernig úr stjórnarmyndunarviðræðunum spilast. „Ef fram heldur sem horfir, að það verði mynduð hérna ný ríkisstjórn, þá fer ég bara inn í jólin eins og aðrir Íslendingar og ætla að koma síðan ferskur inn í nýtt ár.“ Tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu Bjarni segist tilbúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu ef til þess kemur. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í febrúar og því hefur verið velt upp að líklega taki nýr formaður við, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn. Þannig að þú ert tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu, allavega fyrstu mánuðina í það minnsta? „Ég held að það væri mjög gaman að gera það. Það væri mjög gaman að sitja í stjórnarandstöðu gegn þessum þremur flokkum og halda þeim við efnið á næstu árum. Það væri mjög skemmtilegt verkefni.“ Væri það krefjandi verkefni? „Ég held að það væri fyrst og fremst gaman. Það er auðvitað krefjandi að standa sig í vinnunni fyrir landsmenn sem hafa veitt manni stuðning. Það er alltaf krefjandi en mikil sóknarfæri líka. Ef það verður okkar hlutskipti núna á þessu kjörtímabili sem er nýhafið, að vera í stjórnarandstöðu, þá munum við gera það allra besta úr því.“ Landsmenn verði miður sín Þá segir Bjarni að hann geri ráð fyrir því að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokksins verði af myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. „Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til fundar á Hverfisgötu í morgun en ekki er loku fyrir það skotið að fundurinn verði sá síðasti hjá stjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur látið hafa eftir sér að hún sé vongóð og stjórnarmyndun fyrir áramót. Verði af því verður Bjarni áfram eini forsætisráðherrann í sem flytur ekki áramótaávarp í Ríkisútvarpinu, síðan forsætisráðherrar hófu að gera það. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Bjarna að loknum fundi. Það kom frétt í gær um að stjórn yrði jafnvel mynduð um helgina, heldur þú að þetta verði síðasti fundur þessarar starfsstjórnar? „Ég veit ekkert um það. Sagan geymir alls konar dæmi um það hvernig svona hlutir geta þróast. Við skulum bara sjá til, við fundum bara þegar þörf krefur og höfum verið að funda einu sinni í viku núna,“ segir Bjarni glaður í bragði. Tekur því rólega á næstunni Bjarni segist munu taka því rólega á næstunni, jólafrí sé framundan og framhaldið ráðist af því hvernig úr stjórnarmyndunarviðræðunum spilast. „Ef fram heldur sem horfir, að það verði mynduð hérna ný ríkisstjórn, þá fer ég bara inn í jólin eins og aðrir Íslendingar og ætla að koma síðan ferskur inn í nýtt ár.“ Tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu Bjarni segist tilbúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu ef til þess kemur. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í febrúar og því hefur verið velt upp að líklega taki nýr formaður við, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn. Þannig að þú ert tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu, allavega fyrstu mánuðina í það minnsta? „Ég held að það væri mjög gaman að gera það. Það væri mjög gaman að sitja í stjórnarandstöðu gegn þessum þremur flokkum og halda þeim við efnið á næstu árum. Það væri mjög skemmtilegt verkefni.“ Væri það krefjandi verkefni? „Ég held að það væri fyrst og fremst gaman. Það er auðvitað krefjandi að standa sig í vinnunni fyrir landsmenn sem hafa veitt manni stuðning. Það er alltaf krefjandi en mikil sóknarfæri líka. Ef það verður okkar hlutskipti núna á þessu kjörtímabili sem er nýhafið, að vera í stjórnarandstöðu, þá munum við gera það allra besta úr því.“ Landsmenn verði miður sín Þá segir Bjarni að hann geri ráð fyrir því að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokksins verði af myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. „Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira