Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 11:35 Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. Vísir/Vilhelm Formaður Bandalags Háskólamanna gefur lítið fyrir nýja úttekt Viðskiptaráðs Íslands á kjörum opinberra starfsmanna. Viðskiptaráð segir opinbera starfsmenn njóta að jafnaði nítján prósent betri kjara en starfsmenn á almennum markaði. Að mati Viðskiptaráðs eru það helst styttri vinnuvika, ríkari veikindaréttur, aukið starfsöryggi og lengra orlof sem stuðla að betri kjörum opinberra starfsmann. Þetta kom fram á vef Viðskiptaráðs í vikunni. Þar segir að sérréttindin séu metin til fjár með því að bera saman áhrif starfstengdra réttinda á eiginlegt tímakaup opinberra starfsmanna annars vegar og starfsfólks í einkageiranum hins vegar. Vægast sagt villandi Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur svarað Viðskiptaráði með pistli á vef bandalagsins. Þar segir hún að framsetning Viðskiptaráðs sé vægast sagt villandi. Því sé nauðsynlegt að skoða hvernig staðið er að samanburði Viðskiptaráðs og hvaða forsendur liggja að baki. „Eins er rétt að hugleiða hvað Viðskiptaráði gengur til með ítrekuðum tilraunum sínum til að etja saman starfsfólki á almennum og opinberum vinnumarkaði, svo jaðrar við þráhyggju.“ Öll störf undir hjá ráðinu Kolbrún segir að í úttekt Viðskiptaráðs sé meðalfjöldi vinnustunda opinberra starfsmanna sagður 32,3 klukkustundir á viku, samanborið við 35,7 klukkustundir í einkageiranum. Í samanburðinum velji Viðskiptaráð að láta þess hvergi getið að umrætt meðaltal taki til allra starfa, bæði þeirra sem eru í fullu starfi og þeirra sem gegna hlutastörfum. „Í ljósi þess að hlutastörf og vaktavinnustörf eru mun algengari hjá hinu opinbera en í einkageiranum hlýtur þessi samanburður að teljast ómarktækur.“ Í skýrslu kjaratölfræðinefndar vorið 2024 sé þessi mismunur rakinn til umfangs hlutastarfa. Einnig sé mikilvægt að hafa í huga að þau störf sem um ræðir séu að stórum hluta unnin af fjölmennum kvennastéttum. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar séu 73 prósent þeirra sem starfa í opinbera geiranum konur. Öfug niðurstaða í útreikningi kjaratölfræðinefndar Kolbrún segir að samkvæmt gögnum kjaratölfræðinefndar fái fullvinnandi hjá hinu opinbera greiddar 177 klukkustundir að meðaltali á mánuði en á almenna markaðnum séu þær að meðaltali 175,1. Þetta sýni að starfsfólk hjá hinu opinbera vinni að jafnaði fleiri vinnustundir en fólk á almennum vinnumarkaði. „Viðskiptaráð velur hins vegar að sýna meðaltal vinnustunda fyrir alla, bæði fullvinnandi og hlutastörf. Þessi skekkja í útreikningum veldur því að vinnuvikan virðist styttri hjá opinberum starfsmönnum. Hún er hins vegar sambærileg ef einungis er borið saman starfsfólk í fullu starfi. Það er því eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“ Karlar vinni lengur Þá segir Kolbrún að hlutfall karla sé marktækt hærra í einkageiranum en þeim opinbera. Af þeim sem starfa í einkageiranum séu 65 prósent karlar en 35 prósent konur. Karlar vinni að jafnaði fleiri vinnustundir á viku, eða 38 klukkustundir samanborið við 31 klukkustund hjá konum. Þar að auki vinni karlar frekar yfirvinnu, sem hækki heildarfjölda vinnustunda í einkageiranum enn frekar. Þessi mismunur á hlutföllum kynjanna skekki því samanburðinn umtalsvert þegar lagt er mat á tímakaup og lengd vinnuvikunnar. Þó vaktavinna geti vissulega boðið upp á aukavaktir, sé rýmið fyrir yfirvinnu í opinbera geiranum iðulega takmarkaðra en í einkageiranum. Úttektin gerð í áróðursskyni Loks segir Kolbrún að samanburður Viðskiptaráðs á launakjörum opinberra starfsmanna og starfsfólks í einkageiranum sé villandi og byggi á forsendum sem skekkja myndina. Úttektin og framsetning hennar virðist því einungis gerð í „áróðursskyni“. Þá sé rétt að spyrja um hvað „áróðurinn“ sé og hverjum hann sé ætlaður. Það sé ekki langsótt að draga þær ályktanir að skilaboðin séu ætluð stjórnmálafólki, mögulega þeim sem nú freista þess að mynda nýja ríkisstjórn, og séu liður í síendurteknu „suði“ Viðskiptaráðs um að einkamarkaðurinn sé betur til þess fallinn að reka skóla, heilbrigðis- og velferðarþjónustu en hið opinbera. „Vilji Viðskiptaráð hins vegar vitræna umræðu um launamun í samfélaginu er ekki úr vegi að ráðleggja þeim, sem þar ráða ríkjum, að byggja hana á staðreyndum og framsetningu sem stenst skoðun. Rangfærslur eru til þess eins fallnar að villa um fyrir fólki og torvelda sanngjarna greiningu á vinnumarkaðnum. BHM hvetur til þess að umræða um vinnumarkaðsmál sé fagleg og byggð á réttum forsendum. Einungis þannig má tryggja upplýsta, sanngjarna og traustvekjandi umræðu um launakjör og vinnumarkað.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sjá meira
Að mati Viðskiptaráðs eru það helst styttri vinnuvika, ríkari veikindaréttur, aukið starfsöryggi og lengra orlof sem stuðla að betri kjörum opinberra starfsmann. Þetta kom fram á vef Viðskiptaráðs í vikunni. Þar segir að sérréttindin séu metin til fjár með því að bera saman áhrif starfstengdra réttinda á eiginlegt tímakaup opinberra starfsmanna annars vegar og starfsfólks í einkageiranum hins vegar. Vægast sagt villandi Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur svarað Viðskiptaráði með pistli á vef bandalagsins. Þar segir hún að framsetning Viðskiptaráðs sé vægast sagt villandi. Því sé nauðsynlegt að skoða hvernig staðið er að samanburði Viðskiptaráðs og hvaða forsendur liggja að baki. „Eins er rétt að hugleiða hvað Viðskiptaráði gengur til með ítrekuðum tilraunum sínum til að etja saman starfsfólki á almennum og opinberum vinnumarkaði, svo jaðrar við þráhyggju.“ Öll störf undir hjá ráðinu Kolbrún segir að í úttekt Viðskiptaráðs sé meðalfjöldi vinnustunda opinberra starfsmanna sagður 32,3 klukkustundir á viku, samanborið við 35,7 klukkustundir í einkageiranum. Í samanburðinum velji Viðskiptaráð að láta þess hvergi getið að umrætt meðaltal taki til allra starfa, bæði þeirra sem eru í fullu starfi og þeirra sem gegna hlutastörfum. „Í ljósi þess að hlutastörf og vaktavinnustörf eru mun algengari hjá hinu opinbera en í einkageiranum hlýtur þessi samanburður að teljast ómarktækur.“ Í skýrslu kjaratölfræðinefndar vorið 2024 sé þessi mismunur rakinn til umfangs hlutastarfa. Einnig sé mikilvægt að hafa í huga að þau störf sem um ræðir séu að stórum hluta unnin af fjölmennum kvennastéttum. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar séu 73 prósent þeirra sem starfa í opinbera geiranum konur. Öfug niðurstaða í útreikningi kjaratölfræðinefndar Kolbrún segir að samkvæmt gögnum kjaratölfræðinefndar fái fullvinnandi hjá hinu opinbera greiddar 177 klukkustundir að meðaltali á mánuði en á almenna markaðnum séu þær að meðaltali 175,1. Þetta sýni að starfsfólk hjá hinu opinbera vinni að jafnaði fleiri vinnustundir en fólk á almennum vinnumarkaði. „Viðskiptaráð velur hins vegar að sýna meðaltal vinnustunda fyrir alla, bæði fullvinnandi og hlutastörf. Þessi skekkja í útreikningum veldur því að vinnuvikan virðist styttri hjá opinberum starfsmönnum. Hún er hins vegar sambærileg ef einungis er borið saman starfsfólk í fullu starfi. Það er því eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“ Karlar vinni lengur Þá segir Kolbrún að hlutfall karla sé marktækt hærra í einkageiranum en þeim opinbera. Af þeim sem starfa í einkageiranum séu 65 prósent karlar en 35 prósent konur. Karlar vinni að jafnaði fleiri vinnustundir á viku, eða 38 klukkustundir samanborið við 31 klukkustund hjá konum. Þar að auki vinni karlar frekar yfirvinnu, sem hækki heildarfjölda vinnustunda í einkageiranum enn frekar. Þessi mismunur á hlutföllum kynjanna skekki því samanburðinn umtalsvert þegar lagt er mat á tímakaup og lengd vinnuvikunnar. Þó vaktavinna geti vissulega boðið upp á aukavaktir, sé rýmið fyrir yfirvinnu í opinbera geiranum iðulega takmarkaðra en í einkageiranum. Úttektin gerð í áróðursskyni Loks segir Kolbrún að samanburður Viðskiptaráðs á launakjörum opinberra starfsmanna og starfsfólks í einkageiranum sé villandi og byggi á forsendum sem skekkja myndina. Úttektin og framsetning hennar virðist því einungis gerð í „áróðursskyni“. Þá sé rétt að spyrja um hvað „áróðurinn“ sé og hverjum hann sé ætlaður. Það sé ekki langsótt að draga þær ályktanir að skilaboðin séu ætluð stjórnmálafólki, mögulega þeim sem nú freista þess að mynda nýja ríkisstjórn, og séu liður í síendurteknu „suði“ Viðskiptaráðs um að einkamarkaðurinn sé betur til þess fallinn að reka skóla, heilbrigðis- og velferðarþjónustu en hið opinbera. „Vilji Viðskiptaráð hins vegar vitræna umræðu um launamun í samfélaginu er ekki úr vegi að ráðleggja þeim, sem þar ráða ríkjum, að byggja hana á staðreyndum og framsetningu sem stenst skoðun. Rangfærslur eru til þess eins fallnar að villa um fyrir fólki og torvelda sanngjarna greiningu á vinnumarkaðnum. BHM hvetur til þess að umræða um vinnumarkaðsmál sé fagleg og byggð á réttum forsendum. Einungis þannig má tryggja upplýsta, sanngjarna og traustvekjandi umræðu um launakjör og vinnumarkað.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sjá meira