Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 14:59 Ari Hermóður Jafetsson var framkvæmdastjóri SVFR í fimm ár. SVFR Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018. DV greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins en hann hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ari Hermóður var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna og viðhaft bókhaldsbrellur til að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað. Ari Hermóður var framkvæmdastjóri SVFR frá árinu 2014 til 2019. Ara var meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 900 þúsund krónur með því að gefa út kreditreikning vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Þannig greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu. Þá dró hann sér rúmlega 100 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars 2020 til að skoða málið. Í skýrslu teymisins var Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Vísir fjallaði ítarlega um stöðu mála hjá SVFR í desember 2020 þar sem voru uppi voru ólík sjónarmið um hvernig ætti að bregðast við og sömuleiðis hvernig brugðist hefði verið við eldri ábendingum um mögulegt misferli. Ari Hermóður hafði ekki heyrt af niðurstöðu skýrslunnar þegar Vísir ræddi við hann í desember 2020. Það kom honum í opna skjöldu að hafa ekki verið kallaður til og gefinn kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. Hann þyrfti að ráðfæra sig við lögfræðing því ásakanirnar kæmu honnm mjög á óvart. Hann kannaðist ekki við að hafa farið frjálslega með veiðileyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“ Dómsmál Stangveiði Reykjavík Efnahagsbrot Félagasamtök Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
DV greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins en hann hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ari Hermóður var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna og viðhaft bókhaldsbrellur til að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað. Ari Hermóður var framkvæmdastjóri SVFR frá árinu 2014 til 2019. Ara var meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 900 þúsund krónur með því að gefa út kreditreikning vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Þannig greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu. Þá dró hann sér rúmlega 100 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars 2020 til að skoða málið. Í skýrslu teymisins var Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Vísir fjallaði ítarlega um stöðu mála hjá SVFR í desember 2020 þar sem voru uppi voru ólík sjónarmið um hvernig ætti að bregðast við og sömuleiðis hvernig brugðist hefði verið við eldri ábendingum um mögulegt misferli. Ari Hermóður hafði ekki heyrt af niðurstöðu skýrslunnar þegar Vísir ræddi við hann í desember 2020. Það kom honum í opna skjöldu að hafa ekki verið kallaður til og gefinn kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. Hann þyrfti að ráðfæra sig við lögfræðing því ásakanirnar kæmu honnm mjög á óvart. Hann kannaðist ekki við að hafa farið frjálslega með veiðileyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“
Dómsmál Stangveiði Reykjavík Efnahagsbrot Félagasamtök Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira