Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 07:01 Lamine Yamal og Lionel Messi komu báðir ungir inn hjá Barcelona og urðu nánast um leið algjörir lykilmenn liðsins. Getty/ Jürgen Fromme/David Ramos Lionel Messi ýtti undir samanburð sinn við Barcelona strákinn Lamine Yamal. Allt síðan að myndirnar birtust af Messi baða Yamal sem smábarn þá hefur samanburðarhjalið alltaf hækkað og hækkað. Yamal hefur síðan spilað frábærlega með Barcelona og spænska landsliðinu og hefur alla hæfileika til að ná mjög langt. Messi var spurður út í unga fótboltamenn á samkomu í höfuðstöðvum Adidas í Herzogenaurach. „Það er mjög góð kynslóð fótboltamanna að koma upp og þetta eru fótboltamenn sem eiga mörg góð ár fyrir höndum,“ sagði Messi. En hver er sá leikmaður sem Messi sér sjálfan sig í? „Ef ég yrði að velja einhvern, bæði út frá aldri og framtíð sinni, þá hef ég heyrt að menn séu að nefna Lamine Yamal. Hann er líka þessi leikmaður í mínum augum án nokkurs vafa,“ sagði Messi. „Ég er líka sammála því að þetta mun ráðast á honum sjálfum en einnig mörgum öðrum hlutum. Hann er að koma sterkur upp núna og hann á glæsta framtíð fyrir sér,“ sagði Messi. Messi er nú 37 ára gamall og enn að spila. Hann yfirgaf Barcelona árið 2021 eftir að hafa unnið 34 titla á 21 ári. Yamal er sautján ára og var kosinn bestu ungi leikmaðurinn á EM. Yamal er með fimm mörk og tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Barcelona byggði upp lið sitt í kringum Messi á sínum tíma þá er líklegt að Yamal fari fyrir liðinu á næstu árum. Messi óskar þess að það gangi vel hjá hans gamla félagi. „Ég myndi elska það að sjá Barcelona vinna spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina líka. Í það minnsta að vera með í baráttunni allt til loka á þeim árum sem þeir vinna ekki,“ sagði Messi. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Allt síðan að myndirnar birtust af Messi baða Yamal sem smábarn þá hefur samanburðarhjalið alltaf hækkað og hækkað. Yamal hefur síðan spilað frábærlega með Barcelona og spænska landsliðinu og hefur alla hæfileika til að ná mjög langt. Messi var spurður út í unga fótboltamenn á samkomu í höfuðstöðvum Adidas í Herzogenaurach. „Það er mjög góð kynslóð fótboltamanna að koma upp og þetta eru fótboltamenn sem eiga mörg góð ár fyrir höndum,“ sagði Messi. En hver er sá leikmaður sem Messi sér sjálfan sig í? „Ef ég yrði að velja einhvern, bæði út frá aldri og framtíð sinni, þá hef ég heyrt að menn séu að nefna Lamine Yamal. Hann er líka þessi leikmaður í mínum augum án nokkurs vafa,“ sagði Messi. „Ég er líka sammála því að þetta mun ráðast á honum sjálfum en einnig mörgum öðrum hlutum. Hann er að koma sterkur upp núna og hann á glæsta framtíð fyrir sér,“ sagði Messi. Messi er nú 37 ára gamall og enn að spila. Hann yfirgaf Barcelona árið 2021 eftir að hafa unnið 34 titla á 21 ári. Yamal er sautján ára og var kosinn bestu ungi leikmaðurinn á EM. Yamal er með fimm mörk og tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Barcelona byggði upp lið sitt í kringum Messi á sínum tíma þá er líklegt að Yamal fari fyrir liðinu á næstu árum. Messi óskar þess að það gangi vel hjá hans gamla félagi. „Ég myndi elska það að sjá Barcelona vinna spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina líka. Í það minnsta að vera með í baráttunni allt til loka á þeim árum sem þeir vinna ekki,“ sagði Messi. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira