„Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 10:02 Þórir Hergeirsson fær að ljúka tíma sínum sem þjálfari Noregs með úrslitaleik, eftir frábæra frammistöðu liðsins til þessa á EM. EPA-EFE/MAX SLOVENCIK „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki tölu á hve margir úrslitaleikirnir eru orðnir,“ sagði Þórir Hergeirsson við NRK í gærkvöld, eftir að hafa stýrt Noregi til öruggs sigurs á Ungverjum í undanúrslitum EM kvenna í handbolta. Þar með er ljóst að síðasti leikur Noregs undir stjórn Þóris verður úrslitaleikur EM, gegn Danmörku á morgun klukkan 17. Það er vel við hæfi enda hafa Þórir og norska liðið nánast verið fastagestir í úrslitum stórmóta, og Noregur unnið tíu meistaratitla í þrettán úrslitaleikjum á fimmtán árum með Þóri sem þjálfara. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þórir sé nú á sínu síðasta stórmóti með norska liðinu og hann er vel meðvitaður um það, líkt og leikmenn, að á sunnudaginn taka við mikil tímamót. Ljóst er að á þeim tímamótum bætast enn ein verðlaunin í safnið, eftir frábæra frammistöðu Noregs á EM til þessa og afar sannfærandi 30-22 sigur gegn Ungverjum. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stoltur af þessum hópi. Ég verð eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur, en allt á sér sinn tíma,“ sagði Þórir við NRK. Auk þess að hafa verið aðalþjálfari Noregs í fimmtán ár var Þórir áður aðstoðarþjálfari norska liðsins frá árinu 2001, svo Þórir hefur tekið virkan þátt í velgengni liðsins í tæpan aldarfjórðung, og upplifað marga frábæra sigurleiki eins og í gær. „Hann finnur sjálfsagt eftirsjá eftir svona leiki en ég hef trú á því að hann muni með tímanum líka finna að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Henny Reistad, ein helsta stjarna norska liðsins, sem skoraði sjö mörk í gær. Sorglegt en glaðar yfir öllum leikjunum með Þóri Þær Reistad og markvörðurinn Katrine Lunde voru eins og oft áður í stórum hlutverkum í gær, og norska liðið hefur spjarað sig frábærlega þrátt fyrir að kanónur á borð við Noru Mörk og Stine Oftedal hafi dottið út eftir Ólympíumeistaratitilinn í sumar. „Mér finnst við hafa átt stórkostlegt stórmót og það er æðislegt að geta endað það á úrslitaleik. Auðvitað er líka sorglegt að það verði síðasti leikur Þóris en við erum glaðar yfir öllum leikjunum sem við höfum átt með honum,“ sagði markvörðurinn reynslumikli Lunde. Hún hefur áður lýst því hve þakklát hún er Þóri sem gaf henni leyfi fyrr á mótinu til að ferðast heim og fljúga dóttur sinni til pabba síns í Serbíu. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Þar með er ljóst að síðasti leikur Noregs undir stjórn Þóris verður úrslitaleikur EM, gegn Danmörku á morgun klukkan 17. Það er vel við hæfi enda hafa Þórir og norska liðið nánast verið fastagestir í úrslitum stórmóta, og Noregur unnið tíu meistaratitla í þrettán úrslitaleikjum á fimmtán árum með Þóri sem þjálfara. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þórir sé nú á sínu síðasta stórmóti með norska liðinu og hann er vel meðvitaður um það, líkt og leikmenn, að á sunnudaginn taka við mikil tímamót. Ljóst er að á þeim tímamótum bætast enn ein verðlaunin í safnið, eftir frábæra frammistöðu Noregs á EM til þessa og afar sannfærandi 30-22 sigur gegn Ungverjum. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stoltur af þessum hópi. Ég verð eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur, en allt á sér sinn tíma,“ sagði Þórir við NRK. Auk þess að hafa verið aðalþjálfari Noregs í fimmtán ár var Þórir áður aðstoðarþjálfari norska liðsins frá árinu 2001, svo Þórir hefur tekið virkan þátt í velgengni liðsins í tæpan aldarfjórðung, og upplifað marga frábæra sigurleiki eins og í gær. „Hann finnur sjálfsagt eftirsjá eftir svona leiki en ég hef trú á því að hann muni með tímanum líka finna að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Henny Reistad, ein helsta stjarna norska liðsins, sem skoraði sjö mörk í gær. Sorglegt en glaðar yfir öllum leikjunum með Þóri Þær Reistad og markvörðurinn Katrine Lunde voru eins og oft áður í stórum hlutverkum í gær, og norska liðið hefur spjarað sig frábærlega þrátt fyrir að kanónur á borð við Noru Mörk og Stine Oftedal hafi dottið út eftir Ólympíumeistaratitilinn í sumar. „Mér finnst við hafa átt stórkostlegt stórmót og það er æðislegt að geta endað það á úrslitaleik. Auðvitað er líka sorglegt að það verði síðasti leikur Þóris en við erum glaðar yfir öllum leikjunum sem við höfum átt með honum,“ sagði markvörðurinn reynslumikli Lunde. Hún hefur áður lýst því hve þakklát hún er Þóri sem gaf henni leyfi fyrr á mótinu til að ferðast heim og fljúga dóttur sinni til pabba síns í Serbíu.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira