Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 12:35 Innbrotum í reiðhjólaverslanir hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlend glæpagengi greiði Íslendingum fyrir slíkan verknað í von um að koma þeim út fyrir landssteinanna. Vísir/Samsett Brotist var inn í íþróttavöruverslunina Sportís í Skeifunni í nótt og varningi stolið fyrir tæplega tvær milljónir króna. Hlynur Skúli Skúlason, sölustjóri Sportís, segir að sítt eigið hjól hafi verið tekið ófrjálsri hendi sem var í verslunarrýminu. Um er að ræða grænt hjól af gerðinni Pivot Shuttle LT Team. Á heimasíðu framleiðandans er nýtt slíkt hjól falt fyrir fimmtán þúsund Bandaríkjadali sem jafngilda rétt rúmum tveimur milljónum íslenskra króna. Hjólahvíslarinn kominn í málið Auk þess tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Ránið átti sér stað um fjögurleytið í nótt en auk hjólsins tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Lögreglu gert viðvart skömmu síðar sem kom á vettvang og tók skýrslu. Færslu sem Hlynur Skúli birti á Facebook til að lýsa eftir hjólinu hefur verið dreift víða um miðilinn og af færslum á hópnum Hjóladót tapað, fundið eða stolið og fleira má sjá að Bjartmar Leósson, betur þekktur sem hjólahvíslarinn, er kominn í málið. „Ef að hann finnur ekki hjólið þá held ég að það finni það enginn,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Faraldur innbrota í hjólreiðaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu eins og Stöð 2 og Vísir hafa fjallað um. Lögreglan hefur sagt að algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og að dæmi séu um að reynt sé svo að senda þýfið úr landi. Undanfarna mánuði hefur verið brotist inn í verslanir Púkans, Pelaton, Arnarins, Kríunnar og TRI í tvígang. Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. 24. september 2024 20:00 Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Hlynur Skúli Skúlason, sölustjóri Sportís, segir að sítt eigið hjól hafi verið tekið ófrjálsri hendi sem var í verslunarrýminu. Um er að ræða grænt hjól af gerðinni Pivot Shuttle LT Team. Á heimasíðu framleiðandans er nýtt slíkt hjól falt fyrir fimmtán þúsund Bandaríkjadali sem jafngilda rétt rúmum tveimur milljónum íslenskra króna. Hjólahvíslarinn kominn í málið Auk þess tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Ránið átti sér stað um fjögurleytið í nótt en auk hjólsins tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Lögreglu gert viðvart skömmu síðar sem kom á vettvang og tók skýrslu. Færslu sem Hlynur Skúli birti á Facebook til að lýsa eftir hjólinu hefur verið dreift víða um miðilinn og af færslum á hópnum Hjóladót tapað, fundið eða stolið og fleira má sjá að Bjartmar Leósson, betur þekktur sem hjólahvíslarinn, er kominn í málið. „Ef að hann finnur ekki hjólið þá held ég að það finni það enginn,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Faraldur innbrota í hjólreiðaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu eins og Stöð 2 og Vísir hafa fjallað um. Lögreglan hefur sagt að algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og að dæmi séu um að reynt sé svo að senda þýfið úr landi. Undanfarna mánuði hefur verið brotist inn í verslanir Púkans, Pelaton, Arnarins, Kríunnar og TRI í tvígang.
Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. 24. september 2024 20:00 Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. 24. september 2024 20:00
Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27