Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 08:00 Rayan Ait-Nouri var heitt í hamsi eftir leik. Vísir/Getty Spilaborgin hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni virðist vera að falla með látum. Liðið tapaði gegn Ipswich í gær en það var fjórði tapleikur liðsins í röð. Eftir leik gerðu leikmenn liðsins sig síðan seka um slæma hegðun. Það hefur hvorki gengið né rekið hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikurnar. Liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Ipswich í gær en sigurmark Ipswich kom í uppbótartíma. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil þykir sitja í afar heitu sæti og í augum margra sérfræðinga er það aðeins tímaspursmál hvenær honum verður sagt upp störfum. Það gætu hins vegar fleiri en O´Neil verið í vandræðum. Eftir tapið gegn Ipswich í gær virtist allt fara í upplauns hjá leikmönnum Úlfanna. Varnarmaðurinn Rayan Ait-Nouri virtist eiga eitthvað vantalað við liðsfélaga sinn og þurfti reynsluboltinn Craig Dawson að halda Ait-Nouri og hreinlega bera hann út af vellinum. Proper head-loss from Ait Nouri filmed by @NathanJudah. pic.twitter.com/UhIUShzDrr https://t.co/MmL6BuuKJm— HLTCO (@HLTCO) December 14, 2024 Þá lenti framherjinn Matheus Cunha í orðaskiptum við starfslið Ipswich og sást til hans ýta í andlit öryggisvarðar á vegum Ipswich sem missti gleraugun í látunum. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil var ekki ánægður með hegðun sinna manna. „Ég veit að það er pressa á þeim í augnablikinu en að gera hlutina erfiðari fyrir okkur sjálfa er óásættanlegt. Við munum vinna með Rayan innan okkar herbúða. Hann veit án þess að ræða við mig hvað mér finnst um þetta.“ Cunha setur höndina í andlit starfsmanns Ipswich.Vísir/Getty Starfsmaður Ipswich sést hér án gleraugna eftir að Cunha ýtti í andlit hans.Vísir/Getty Craig Dawson mátti hafa sig allan við að róa Rayan Ait-Nouri niður og bar hann á endanum af velli.Vísir/Getty Wolves situr í 19. sæti ensku deildarinnar og er fjórum stigum á undan botnliði og sömuleiðis fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðið mætir Leicester um næstu helgi í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni. Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikurnar. Liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Ipswich í gær en sigurmark Ipswich kom í uppbótartíma. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil þykir sitja í afar heitu sæti og í augum margra sérfræðinga er það aðeins tímaspursmál hvenær honum verður sagt upp störfum. Það gætu hins vegar fleiri en O´Neil verið í vandræðum. Eftir tapið gegn Ipswich í gær virtist allt fara í upplauns hjá leikmönnum Úlfanna. Varnarmaðurinn Rayan Ait-Nouri virtist eiga eitthvað vantalað við liðsfélaga sinn og þurfti reynsluboltinn Craig Dawson að halda Ait-Nouri og hreinlega bera hann út af vellinum. Proper head-loss from Ait Nouri filmed by @NathanJudah. pic.twitter.com/UhIUShzDrr https://t.co/MmL6BuuKJm— HLTCO (@HLTCO) December 14, 2024 Þá lenti framherjinn Matheus Cunha í orðaskiptum við starfslið Ipswich og sást til hans ýta í andlit öryggisvarðar á vegum Ipswich sem missti gleraugun í látunum. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil var ekki ánægður með hegðun sinna manna. „Ég veit að það er pressa á þeim í augnablikinu en að gera hlutina erfiðari fyrir okkur sjálfa er óásættanlegt. Við munum vinna með Rayan innan okkar herbúða. Hann veit án þess að ræða við mig hvað mér finnst um þetta.“ Cunha setur höndina í andlit starfsmanns Ipswich.Vísir/Getty Starfsmaður Ipswich sést hér án gleraugna eftir að Cunha ýtti í andlit hans.Vísir/Getty Craig Dawson mátti hafa sig allan við að róa Rayan Ait-Nouri niður og bar hann á endanum af velli.Vísir/Getty Wolves situr í 19. sæti ensku deildarinnar og er fjórum stigum á undan botnliði og sömuleiðis fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðið mætir Leicester um næstu helgi í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni.
Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira