Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. desember 2024 00:11 Gervigreindarmyndirnar af Frans páfa þukla á Madonna eru ansi svakalegar. Það virðist vera orðið leikur einn að búa til hálfkynferðislegar myndir af hverjum sem er með gervirgreindarforritum. Madonna vakti töluverða athygli á föstudag þegar hún birti tvær gervigreindarmyndir af sér með Frans páfa á Instagram. Ekki er hægt að lýsa myndunum öðruvísi en að páfinn sé að þukla á Madonnu. Hún birti myndirnar tvær í hringrás (e. story) sinni á Instagram. Á fyrri myndinni má sjá hinn 87 ára Frans knúsa hina 66 ára Madonnu frá hliðinni og þrýsta nefi sínu upp að andliti hennar. Við myndina skrifaði hún: „Á leið inn í helgina svona...“. Á hinni myndinni má sjá Madonnu í lífstykki og heldur Frans þar utan um mitti hennar og virðist ætla sér að kyssa hana. Við þá mynd skrifaði hún: „Það er gott að vera séð....“. Myndirnar vöktu misjöfn viðbrögð netverja. Einhverjum fannst myndirnar vera dónalegar, öðrum óhuggulegar og jafnvel ógeðslegar. Aðrir gátu ekki annað en hlegið að fíflalátunum í poppstjörnunni. Enn er beðið eftir viðbrögðum kirkjunnar. Elskar að hneyksla kirkjuna Madonna er ekki óvön því að hneyksla fólk og hefur gert það allan sinn ferill. Engan hefur hún þó hneykslan eins mikið og kaþólsku kirkjuna en það má upphaflega rekja til tónlistarmyndbandsins fyrir „Like a Prayer“ sem kom út 1989. Myndbandið sýnir Madonnu verða vitni að hópnauðgun og morði hvítra manna á hvítri konu en svartur maður er síðan handtekinn fyrir glæpinn. Þá má sjá meðlimi Ku Klux Klan brenna krossa í myndbandinu og Madonnu kyssa svartan dýrling. Myndbandið vakti svo hörð viðbrögð að Vatíkanið fordæmdi myndbandið og Jóhannes Páll II páfi hvatti fólk til að sniðganga Blond Ambition-tónleikaferðalag söngkonunnar 1990. Á sama tíma hvöttu trúarhópur til sniðgöngu á Pepsi sem höfðu notað lagið í auglýsingu sinni. Það varð til þess að fyrirtækið sleit samningi sínum við stjörnuna og tók auglýsinguna úr loftinu. Madonna fékk á endanum leyfi til að birta auglýsinguna í september 2023 og má sjá hana hér að neðan. Samband Madonnu við kaþólsku kirkjuna hélst áfram stirt. Kardínálinn Ersilio Tonino hvatti til bannfæringar Madonnu eftir að hún var með platkrossfestingu á tónleikum sínum í Róm 2006. Hún virtist þó vera tilbúin að sættast ef marka má tíst hennar frá maí 2022 þar sem hún ávarpaði Frans páfa beint. „Ég er góður kaþólikki. Ég sver það! Ég meina, ég sver ekki! Það eru liðnir nokkrir áratugir frá síðustu játningu. Væri mögulegt að hittast einn daginn til að ræða mikilvæg málefni? Ég hef verið bannfærð þrisvar sinnum. Það hljómar ekki sanngjarnt. Einlæglega Madonna“ Hello @Pontifex Francis —I’m a good Catholic. I Swear! I mean I don’t Swear! Its been a few decades since my last confession. Would it be possible to meet up one day to discuss some important matters ?I’ve been ex communicated 3 times. It doesn’t seem fair. Sincerely Madonna— Madonna (@Madonna) May 5, 2022 Frans páfi svaraði aldrei tístinu en það er spurning hvað hann segir við gervigreindarmyndunum af sér að þukla á Madonnnu. Tónlist Páfagarður Bandaríkin Trúmál Gervigreind Hollywood Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Hún birti myndirnar tvær í hringrás (e. story) sinni á Instagram. Á fyrri myndinni má sjá hinn 87 ára Frans knúsa hina 66 ára Madonnu frá hliðinni og þrýsta nefi sínu upp að andliti hennar. Við myndina skrifaði hún: „Á leið inn í helgina svona...“. Á hinni myndinni má sjá Madonnu í lífstykki og heldur Frans þar utan um mitti hennar og virðist ætla sér að kyssa hana. Við þá mynd skrifaði hún: „Það er gott að vera séð....“. Myndirnar vöktu misjöfn viðbrögð netverja. Einhverjum fannst myndirnar vera dónalegar, öðrum óhuggulegar og jafnvel ógeðslegar. Aðrir gátu ekki annað en hlegið að fíflalátunum í poppstjörnunni. Enn er beðið eftir viðbrögðum kirkjunnar. Elskar að hneyksla kirkjuna Madonna er ekki óvön því að hneyksla fólk og hefur gert það allan sinn ferill. Engan hefur hún þó hneykslan eins mikið og kaþólsku kirkjuna en það má upphaflega rekja til tónlistarmyndbandsins fyrir „Like a Prayer“ sem kom út 1989. Myndbandið sýnir Madonnu verða vitni að hópnauðgun og morði hvítra manna á hvítri konu en svartur maður er síðan handtekinn fyrir glæpinn. Þá má sjá meðlimi Ku Klux Klan brenna krossa í myndbandinu og Madonnu kyssa svartan dýrling. Myndbandið vakti svo hörð viðbrögð að Vatíkanið fordæmdi myndbandið og Jóhannes Páll II páfi hvatti fólk til að sniðganga Blond Ambition-tónleikaferðalag söngkonunnar 1990. Á sama tíma hvöttu trúarhópur til sniðgöngu á Pepsi sem höfðu notað lagið í auglýsingu sinni. Það varð til þess að fyrirtækið sleit samningi sínum við stjörnuna og tók auglýsinguna úr loftinu. Madonna fékk á endanum leyfi til að birta auglýsinguna í september 2023 og má sjá hana hér að neðan. Samband Madonnu við kaþólsku kirkjuna hélst áfram stirt. Kardínálinn Ersilio Tonino hvatti til bannfæringar Madonnu eftir að hún var með platkrossfestingu á tónleikum sínum í Róm 2006. Hún virtist þó vera tilbúin að sættast ef marka má tíst hennar frá maí 2022 þar sem hún ávarpaði Frans páfa beint. „Ég er góður kaþólikki. Ég sver það! Ég meina, ég sver ekki! Það eru liðnir nokkrir áratugir frá síðustu játningu. Væri mögulegt að hittast einn daginn til að ræða mikilvæg málefni? Ég hef verið bannfærð þrisvar sinnum. Það hljómar ekki sanngjarnt. Einlæglega Madonna“ Hello @Pontifex Francis —I’m a good Catholic. I Swear! I mean I don’t Swear! Its been a few decades since my last confession. Would it be possible to meet up one day to discuss some important matters ?I’ve been ex communicated 3 times. It doesn’t seem fair. Sincerely Madonna— Madonna (@Madonna) May 5, 2022 Frans páfi svaraði aldrei tístinu en það er spurning hvað hann segir við gervigreindarmyndunum af sér að þukla á Madonnnu.
Tónlist Páfagarður Bandaríkin Trúmál Gervigreind Hollywood Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira