„Ég er ekki að standa mig vel“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 23:02 Guardiola hefur ekki verið oft í þeirri stöðu sem hann og lið City er í þessa dagana. Vísir/Getty Pep Guardiola var ómyrkur í máli á blaðamannafundi eftir tapið gegn Manchester United í dag. Hann viðurkenndi að vera í vandræðum að finna lausnir á vandamálum City. „Áður hefði ég kannski getað reiknað með sigri í svona stöðu þegar tvær mínútur voru eftir. En í þeirri stöðu sem við erum í þá hugsaði ég aldrei um það. Við erum ekki í réttu flæði,“ sagði Pep Guardiola þjálfari Manchester City á blaðamannafundi eftir tapið gegn Manchester United í dag. Manchester City var í góðri stöðu í leiknum en tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester Untied 2-1 sigur. Guardiola tók ábyrgð eftir tapið. „Þetta er stórt félag og þegar maður tapar átta af ellefu síðustu leikjum er eitthvað af. Það er hægt að tala um leikjaniðurröðun og meiðsli. Ég er þjálfarinn og ég þarf að finna lausnirnar, ég er ekki að gera það. Ég er ekki nógu góður, ég er ekki að standa mig vel.“ „Ég er hér til að reyna og mun halda áfram að reyna“ Guardiola skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við City í nóvember og sagðist ekki getað yfirgefið félagið á erfiðum tíma. Staðan hefur versnað síðan þá og spurningar vaknað hvenær þarf að endurskoða hlutina. „Ég er hér og ég er ábyrgur. Það væri auðvelt fyrir mig að segja að við höfum tapað leiknum vegna einhvers atviks eða leikmanns en fótbolti er liðsíþrótt.“ „Ég er sannfærður um það sem ég er að segja, ég er ekki nógu góður til þess að finna leið fyrir þá að slaka á og ná ró í huganum. Mig langar það mikið. Ég er hér til að reyna það og ég mun halda áfram að reyna.“ Hann viðurkenndi að hlutirnir væru að versna hjá City. „Við þurfum augljóslega góð úrslit til að snúa við stemmningunni. Þetta er að versna og raunveruleikinn er þannig. Ég er knattspyrnustjóri þessa félags og þarf að finna lausn. Hingað til hefur það ekki tekist, það er sannleikurinn.“ Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira
„Áður hefði ég kannski getað reiknað með sigri í svona stöðu þegar tvær mínútur voru eftir. En í þeirri stöðu sem við erum í þá hugsaði ég aldrei um það. Við erum ekki í réttu flæði,“ sagði Pep Guardiola þjálfari Manchester City á blaðamannafundi eftir tapið gegn Manchester United í dag. Manchester City var í góðri stöðu í leiknum en tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester Untied 2-1 sigur. Guardiola tók ábyrgð eftir tapið. „Þetta er stórt félag og þegar maður tapar átta af ellefu síðustu leikjum er eitthvað af. Það er hægt að tala um leikjaniðurröðun og meiðsli. Ég er þjálfarinn og ég þarf að finna lausnirnar, ég er ekki að gera það. Ég er ekki nógu góður, ég er ekki að standa mig vel.“ „Ég er hér til að reyna og mun halda áfram að reyna“ Guardiola skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við City í nóvember og sagðist ekki getað yfirgefið félagið á erfiðum tíma. Staðan hefur versnað síðan þá og spurningar vaknað hvenær þarf að endurskoða hlutina. „Ég er hér og ég er ábyrgur. Það væri auðvelt fyrir mig að segja að við höfum tapað leiknum vegna einhvers atviks eða leikmanns en fótbolti er liðsíþrótt.“ „Ég er sannfærður um það sem ég er að segja, ég er ekki nógu góður til þess að finna leið fyrir þá að slaka á og ná ró í huganum. Mig langar það mikið. Ég er hér til að reyna það og ég mun halda áfram að reyna.“ Hann viðurkenndi að hlutirnir væru að versna hjá City. „Við þurfum augljóslega góð úrslit til að snúa við stemmningunni. Þetta er að versna og raunveruleikinn er þannig. Ég er knattspyrnustjóri þessa félags og þarf að finna lausn. Hingað til hefur það ekki tekist, það er sannleikurinn.“
Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira