Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2024 09:02 Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið sem hann hefur verið viðloðandi síðan 2001, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari. getty/Andrea Kareth Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. Þórir tók við norska landsliðinu 2009 og stýrði því í fimmtán ár. Undir hans stjórn vann Noregur ellefu gullverðlaun á tuttugu stórmótum, þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM í gær stakk Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, niður penna á Facebook og fjallaði um kynni sín af Þóri og hvernig hefur verið að fjalla um hann undanfarin fimmtán ár. „Frá því ég tók viðtal við hann fyrst í eigin persónu, eftir að hann vann Ólympíugull í London 2012, hefur hann alltaf komið mér fyrir sjónir sem yfirvegaður, klár og þolinmóður maður,“ skrifar Þorkell. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson við störf á HM 2023 í handbolta karla.vísir/vilhelm Hann lýsir því jafnframt hversu liðlegur Þórir hefur verið í öllum samskiptum við íslenska fjölmiðlamenn. Hann taki alltaf vel í beiðnir þeirra um viðtöl og sé boðinn og búinn að veita þau. Þorkell tekur einnig skemmtilegt dæmi frá Ólympíuleikunum í sumar um sveigjanleika Þóris. „Á Ólympíuleikunum í sumar fór ég með lest frá París yfir til Lille til að fylgjast með úrslitaleik Noregs og Frakklands í þeim tilgangi að taka svo viðtal við Þóri eftir leik. Norska sambandið og starfsfólk á vellinum í Lille var mjög liðlegt við mig og sendi Þóri til mín í viðtal um leið og hann hafði lokið sér af í norska sjónvarpinu. Þar tók ég gott viðtal við Þóri, sem þó reyndist hljóðlaust og þar með ónýtt,“ skrifar Þorkell. Ruðningur, dómari!getty/Andrea Kareth „Þá voru góð ráð dýr. Ég vissi þó að hann ætti að fara á blaðamannafund á efstu hæð í því völundarhúsi sem leikvangurinn í Lille er, og því dreif ég mig þangað í þeirri von að geta sannfært Þóri um að ég fengi að taka annað viðtal við hann. Þegar hann kom inn í salinn gekk ég í áttina til hans og hann spurði mig strax hvort það væri ekki allt í lagi. Ég sagði sem var að viðtalið sem ég hefði tekið við hann hefði verið hljóðlaust, en áður en ég náði að biðja hann um annað viðtal, hafði hann á sinn rólega hátt spurt hvort við ættum þá ekki bara að reyna aftur eftir blaðamannafundinn. Það gekk eftir og allt gekk að óskum. Svona umburðarlyndi er ekki sjálfsagt.“ Pistil Þorkels um Þóri má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Frá því ég hóf störf sem íþróttafréttamaður á RÚV vorið 2009 hefur mjög margt breyst. Eitt af því sem hefur þó alls ekkert breyst er það að í desember hefur Þórir Hergeirsson stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta á stórmóti. Ég lýsti undanúrslitaleik með Noregi á HM 2009 og hef svo síðan þá lýst einhverjum leikjum með norska liðinu á öllum stórmótum síðan nema á HM 2011 og 2013 þegar Stöð 2 var með sýningarréttinn. Það hefur því verið hluti af aðventunni sextán ár í röð að fylgjast með Þóri í eldlínunni með sitt lið. Við Íslendingar erum jú gjarnir á að hengja okkur á samlanda okkar sem gera það gott og hrífast með árangri þeirra hvort sem er í íþróttum, listum eða viðskiptalífi. En ég bara varð að skrifa nokkur orð um Þóri, því frá því ég tók viðtal við hann fyrst í eigin persónu, eftir að hann vann Ólympíugull í London 2012, hefur hann alltaf komið mér fyrir sjónir sem yfirvegaður, klár og þolinmóður maður. Hann tók mér vel þegar ég spurði hann árið 2013 hvort ég mætti heimsækja hann til Noregs til að vinna um hann sjónvarpsinnslag, en ég hafði þá fengið blaðamannastyrk frá Norðurlandaráði til að fjalla um norskan kvennahandbolta. Þórir var svo auðvitað búinn að flagga íslenska fánanum þegar við Hreiðar Þór Björnsson kvikmyndatökumaður renndum í hlað heima hjá honum í Klepp haustið 2013. Þórir hefur alltaf gefið sér tíma til að svara símtölum og viðtalsbeiðnum íslenskra íþróttafréttamanna. Mér er minnisstætt á HM í fyrra eftir að ég hafði lýst leik Noregs og Grænlands í Stafangri þar sem við Ívar Benediktsson sátum í sama rými og blaðamannafundur eftir leikinn hafði verið. Þórir notaði stærstan hluta fundarins í það að hrósa Grænlendingum, sem þó höfðu steinlegið fyrir norska liðinu. Á meðan fundinum stóð hafði Þórir tekið eftir okkur Ívari og kom rakleiðis til okkar eftir fundinn til að spjalla þó við hefðum ekkert verið að falast sérstaklega eftir því, þar sem við töldum ástæðulaust að trufla hann. Í spjallinu kom vel í ljós hve vel hann fylgist með á Íslandi því Þórir hrósaði meðal annars fréttavef Ívars, handbolti.is, verðskuldað. Á Ólympíuleikunum í sumar fór ég með lest frá París yfir til Lille til að fylgjast með úrslitaleik Noregs og Frakklands í þeim tilgangi að taka svo viðtal við Þóri eftir leik. Norska sambandið og starfsfólk á vellinum í Lille var mjög liðlegt við mig og sendi Þóri til mín í viðtal um leið og hann hafði lokið sér af í norska sjónvarpinu. Þar tók ég gott viðtal við Þóri, sem þó reyndist hljóðlaust og þar með ónýtt. Þá voru góð ráð dýr. Ég vissi þó að hann ætti að fara á blaðamannafund á efstu hæð í því völundarhúsi sem leikvangurinn í Lille er, og því dreif ég mig þangað í þeirri von að geta sannfært Þóri um að ég fengi að taka annað viðtal við hann. Þegar hann kom inn í salinn gekk ég í áttina til hans og hann spurði mig strax hvort það væri ekki allt í lagi. Ég sagði sem var að viðtalið sem ég hefði tekið við hann hefði verið hljóðlaust, en áður en ég náði að biðja hann um annað viðtal, hafði hann á sinn rólega hátt spurt hvort við ættum þá ekki bara að reyna aftur eftir blaðamannafundinn. Það gekk eftir og allt gekk að óskum. Svona umburðarlyndi er ekki sjálfsagt. Í Innsbruck í Austurríki fyrr í þessum mánuði fengum við Óskar Nikulásson svo að hitta hann á liðshóteli norska liðsins til að taka við hann viðtal. Eftir að það hafði staðið yfir í fimmtán mínútur veifaði blaðafulltrúi norska sambandsins mér til marks um að nú væri tíminn sem ég hefði á þrotum. Þórir tók líka eftir því og kom í kjölfarið með lengsta svar sitt í viðtalinu, líklega bara til að geta talað aðeins meiri íslensku. Hann fór svo í kjölfarið í viðtal við Gunnar Egil á Mogganum en hélt svo spjallinu áfram við okkur um daginn og veginn, þannig á endanum nennti norski blaðafulltrúinn ekki að vakta Þóri lengur og fór bara sína leið. Það er auðvelt að samgleðjast manni eins og Þóri fyrir sinn glæsilega þjálfaraferil með norska landsliðið. Sem aðalþjálfari stýrði hann Noregi á 20 stórmótum, vann verðlaun á 17 þeirra, þar af 11 gullverðlaun. Á þessum þremur mótum sem hann skilaði ekki verðlaunum endaði Noregur aldrei neðar en í 5. sæti. Um leið og ég óska Þóri til hamingju með viðeigandi endi í kvöld á þessa 16 ára samfelldu sigurgöngu sína með norska landsliðið, er skrítið til þess að hugsa að hafa ekki taugar til Noregs á næstu aðventu. Sem betur fer er íslenska landsliðið í mikilli framför og gæti vel komist í milliriðlakeppni HM á næsta ári. EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Þórir tók við norska landsliðinu 2009 og stýrði því í fimmtán ár. Undir hans stjórn vann Noregur ellefu gullverðlaun á tuttugu stórmótum, þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM í gær stakk Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, niður penna á Facebook og fjallaði um kynni sín af Þóri og hvernig hefur verið að fjalla um hann undanfarin fimmtán ár. „Frá því ég tók viðtal við hann fyrst í eigin persónu, eftir að hann vann Ólympíugull í London 2012, hefur hann alltaf komið mér fyrir sjónir sem yfirvegaður, klár og þolinmóður maður,“ skrifar Þorkell. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson við störf á HM 2023 í handbolta karla.vísir/vilhelm Hann lýsir því jafnframt hversu liðlegur Þórir hefur verið í öllum samskiptum við íslenska fjölmiðlamenn. Hann taki alltaf vel í beiðnir þeirra um viðtöl og sé boðinn og búinn að veita þau. Þorkell tekur einnig skemmtilegt dæmi frá Ólympíuleikunum í sumar um sveigjanleika Þóris. „Á Ólympíuleikunum í sumar fór ég með lest frá París yfir til Lille til að fylgjast með úrslitaleik Noregs og Frakklands í þeim tilgangi að taka svo viðtal við Þóri eftir leik. Norska sambandið og starfsfólk á vellinum í Lille var mjög liðlegt við mig og sendi Þóri til mín í viðtal um leið og hann hafði lokið sér af í norska sjónvarpinu. Þar tók ég gott viðtal við Þóri, sem þó reyndist hljóðlaust og þar með ónýtt,“ skrifar Þorkell. Ruðningur, dómari!getty/Andrea Kareth „Þá voru góð ráð dýr. Ég vissi þó að hann ætti að fara á blaðamannafund á efstu hæð í því völundarhúsi sem leikvangurinn í Lille er, og því dreif ég mig þangað í þeirri von að geta sannfært Þóri um að ég fengi að taka annað viðtal við hann. Þegar hann kom inn í salinn gekk ég í áttina til hans og hann spurði mig strax hvort það væri ekki allt í lagi. Ég sagði sem var að viðtalið sem ég hefði tekið við hann hefði verið hljóðlaust, en áður en ég náði að biðja hann um annað viðtal, hafði hann á sinn rólega hátt spurt hvort við ættum þá ekki bara að reyna aftur eftir blaðamannafundinn. Það gekk eftir og allt gekk að óskum. Svona umburðarlyndi er ekki sjálfsagt.“ Pistil Þorkels um Þóri má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Frá því ég hóf störf sem íþróttafréttamaður á RÚV vorið 2009 hefur mjög margt breyst. Eitt af því sem hefur þó alls ekkert breyst er það að í desember hefur Þórir Hergeirsson stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta á stórmóti. Ég lýsti undanúrslitaleik með Noregi á HM 2009 og hef svo síðan þá lýst einhverjum leikjum með norska liðinu á öllum stórmótum síðan nema á HM 2011 og 2013 þegar Stöð 2 var með sýningarréttinn. Það hefur því verið hluti af aðventunni sextán ár í röð að fylgjast með Þóri í eldlínunni með sitt lið. Við Íslendingar erum jú gjarnir á að hengja okkur á samlanda okkar sem gera það gott og hrífast með árangri þeirra hvort sem er í íþróttum, listum eða viðskiptalífi. En ég bara varð að skrifa nokkur orð um Þóri, því frá því ég tók viðtal við hann fyrst í eigin persónu, eftir að hann vann Ólympíugull í London 2012, hefur hann alltaf komið mér fyrir sjónir sem yfirvegaður, klár og þolinmóður maður. Hann tók mér vel þegar ég spurði hann árið 2013 hvort ég mætti heimsækja hann til Noregs til að vinna um hann sjónvarpsinnslag, en ég hafði þá fengið blaðamannastyrk frá Norðurlandaráði til að fjalla um norskan kvennahandbolta. Þórir var svo auðvitað búinn að flagga íslenska fánanum þegar við Hreiðar Þór Björnsson kvikmyndatökumaður renndum í hlað heima hjá honum í Klepp haustið 2013. Þórir hefur alltaf gefið sér tíma til að svara símtölum og viðtalsbeiðnum íslenskra íþróttafréttamanna. Mér er minnisstætt á HM í fyrra eftir að ég hafði lýst leik Noregs og Grænlands í Stafangri þar sem við Ívar Benediktsson sátum í sama rými og blaðamannafundur eftir leikinn hafði verið. Þórir notaði stærstan hluta fundarins í það að hrósa Grænlendingum, sem þó höfðu steinlegið fyrir norska liðinu. Á meðan fundinum stóð hafði Þórir tekið eftir okkur Ívari og kom rakleiðis til okkar eftir fundinn til að spjalla þó við hefðum ekkert verið að falast sérstaklega eftir því, þar sem við töldum ástæðulaust að trufla hann. Í spjallinu kom vel í ljós hve vel hann fylgist með á Íslandi því Þórir hrósaði meðal annars fréttavef Ívars, handbolti.is, verðskuldað. Á Ólympíuleikunum í sumar fór ég með lest frá París yfir til Lille til að fylgjast með úrslitaleik Noregs og Frakklands í þeim tilgangi að taka svo viðtal við Þóri eftir leik. Norska sambandið og starfsfólk á vellinum í Lille var mjög liðlegt við mig og sendi Þóri til mín í viðtal um leið og hann hafði lokið sér af í norska sjónvarpinu. Þar tók ég gott viðtal við Þóri, sem þó reyndist hljóðlaust og þar með ónýtt. Þá voru góð ráð dýr. Ég vissi þó að hann ætti að fara á blaðamannafund á efstu hæð í því völundarhúsi sem leikvangurinn í Lille er, og því dreif ég mig þangað í þeirri von að geta sannfært Þóri um að ég fengi að taka annað viðtal við hann. Þegar hann kom inn í salinn gekk ég í áttina til hans og hann spurði mig strax hvort það væri ekki allt í lagi. Ég sagði sem var að viðtalið sem ég hefði tekið við hann hefði verið hljóðlaust, en áður en ég náði að biðja hann um annað viðtal, hafði hann á sinn rólega hátt spurt hvort við ættum þá ekki bara að reyna aftur eftir blaðamannafundinn. Það gekk eftir og allt gekk að óskum. Svona umburðarlyndi er ekki sjálfsagt. Í Innsbruck í Austurríki fyrr í þessum mánuði fengum við Óskar Nikulásson svo að hitta hann á liðshóteli norska liðsins til að taka við hann viðtal. Eftir að það hafði staðið yfir í fimmtán mínútur veifaði blaðafulltrúi norska sambandsins mér til marks um að nú væri tíminn sem ég hefði á þrotum. Þórir tók líka eftir því og kom í kjölfarið með lengsta svar sitt í viðtalinu, líklega bara til að geta talað aðeins meiri íslensku. Hann fór svo í kjölfarið í viðtal við Gunnar Egil á Mogganum en hélt svo spjallinu áfram við okkur um daginn og veginn, þannig á endanum nennti norski blaðafulltrúinn ekki að vakta Þóri lengur og fór bara sína leið. Það er auðvelt að samgleðjast manni eins og Þóri fyrir sinn glæsilega þjálfaraferil með norska landsliðið. Sem aðalþjálfari stýrði hann Noregi á 20 stórmótum, vann verðlaun á 17 þeirra, þar af 11 gullverðlaun. Á þessum þremur mótum sem hann skilaði ekki verðlaunum endaði Noregur aldrei neðar en í 5. sæti. Um leið og ég óska Þóri til hamingju með viðeigandi endi í kvöld á þessa 16 ára samfelldu sigurgöngu sína með norska landsliðið, er skrítið til þess að hugsa að hafa ekki taugar til Noregs á næstu aðventu. Sem betur fer er íslenska landsliðið í mikilli framför og gæti vel komist í milliriðlakeppni HM á næsta ári.
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27