Krefjast þess að faðir þeirra verði úrskurðaður látinn Árni Sæberg skrifar 16. desember 2024 12:58 Leit var hætt þar sem ekki þótti forsvaranlegt að leggja björgunarmenn í hættu. Landsbjörg Börn Lúðvíks Péturssonar, sem féll í sprungu í Grindavík fyrir rétt tæpu ári, hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að ákveðið verði með dómi að faðir þeirra sé talinn látinn. Í stefnu sem birt var í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi segir að börn Lúðvíks, sem eru fjögur og á aldrinum 16 til 27 ára, hafi bent á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprungu við Vesturhóp 29 í Grindavík 10. janúar 2024 og sé nú látinn. Lúðvík hafi starfað þann dag við jarðvegsþjöppun og við að fylla upp í sprungur í Grindavík sem þar höfðu myndast vegna jarðskjálfta. Lúðvík hafi verið við störf við á áðurnefndum stað ásamt öðrum manni sem þurft hafi að hverfa frá um stund. Þegar sá maður hafi komið aftur hafi Lúðvík verið horfinn og hafi þá sést ný sprunga á þeim stað sem Lúðvík hafði áður verið að störfum á. Leit hætt þremur sólarhringum síðar Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024. Börnin hafi kveðið leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast. Þau kveði lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa stjórnað björgunaraðgerðum og að hann hafi tekið ákvörðun um að leit skyldi hætt. Nánar um atvik, björgunarstörf og lok leitar vísi sóknaraðilar til gagna sem lögð verði fram við þingfestingu málsins. Nokkrir mánuðir í þinghald Í stefnunni segir að börnin hafi kveðist vera skylduerfingjar Lúðvíks og hafi því lögmætra hagsmuna að gæta af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn frá 10. janúar 2024. Fyrir því stefnist hér með hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verði í dómsal 302 í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík 12. mars 2025, klukkan 10. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Í stefnu sem birt var í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi segir að börn Lúðvíks, sem eru fjögur og á aldrinum 16 til 27 ára, hafi bent á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprungu við Vesturhóp 29 í Grindavík 10. janúar 2024 og sé nú látinn. Lúðvík hafi starfað þann dag við jarðvegsþjöppun og við að fylla upp í sprungur í Grindavík sem þar höfðu myndast vegna jarðskjálfta. Lúðvík hafi verið við störf við á áðurnefndum stað ásamt öðrum manni sem þurft hafi að hverfa frá um stund. Þegar sá maður hafi komið aftur hafi Lúðvík verið horfinn og hafi þá sést ný sprunga á þeim stað sem Lúðvík hafði áður verið að störfum á. Leit hætt þremur sólarhringum síðar Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024. Börnin hafi kveðið leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast. Þau kveði lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa stjórnað björgunaraðgerðum og að hann hafi tekið ákvörðun um að leit skyldi hætt. Nánar um atvik, björgunarstörf og lok leitar vísi sóknaraðilar til gagna sem lögð verði fram við þingfestingu málsins. Nokkrir mánuðir í þinghald Í stefnunni segir að börnin hafi kveðist vera skylduerfingjar Lúðvíks og hafi því lögmætra hagsmuna að gæta af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn frá 10. janúar 2024. Fyrir því stefnist hér með hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verði í dómsal 302 í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík 12. mars 2025, klukkan 10.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira