Ósanngjarnt að börn hafi úrslitavald Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 18:49 Jóhanna Pálsdóttir er kennari við Kársnesskóla. Vísir/Samsett Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. Hún segir fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn. Snemma á þessu ári tilkynnti Kópavogsbær að Kársnesskóla yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu sem líður samkvæmt tillögu menntaviðs. Meginástæða þess hafi verið fjölgun nemenda á Kársnesi en undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið á milli 600 og 700. Fyrirséð er að enn muni þeim fjölga. Tilfinningatengsl við skólana gömlu Kársnesskóli varð til við sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001 og Jóhanna Pálsdóttir, kennari við skólann, segr það súrt að íbúar Kársness skuli ekki fá að hafa áhrif á nafngiftirnar og að Kópavogi sé íbúalýðræði greinilega ekki mikilvægt. „Í dag fá nemendur 1.-10. bekkja Kársnesskóla að velja endanlegt nafn á skólunum tveimur sem verða á Kársnesinu um ókomna tíð. Búið er að velja fimm nöfn á hvorn skóla sem voru vinsælust í nemenda- og íbúakönnun á Kársnesinu. Úr þeim nöfnum velja nú börnin, sem eru 6-15 ára gömul. Leik- og grunnskólar bæjarins eru opinberar stofnanir og mér finnst glórulaust að börn hafi úrslitavald um nöfn á þessum stofnunum,“ skrifar hún í færslu á íbúahóp Kársnesinga. Jóhanna segir það súrt að Kársnesingar með minningar af skólunum tveimur skuli ekki fá að láta sína rödd heyrast. „Við sem höfum búið hér áratugum saman og upplifðum sameiningu skólanna á sínum tíma höfum líklega miklu meiri tilfinningatengsl til þessara stofnana en þessi litlu börn,“ skrifar hún. Sjálfsagt að skólarnir fái sín upprunalegu nöfn Jóhanna segist skora á kjörna fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína um að láta börn hafa þetta mikilvæga hlutverk. „Gamlir nemendur, Sögufélag Kópavogs og margir líkt og ég geyma alls konar minningar tengdar gömlu nöfnum skólanna. Því finnst mér með ólíkindum að tæpum aldarfjórðungi eftir sameiningu skólanna hafi það ekki verið sjálfsagður hlutur að þeir fengju sín upprunalegu nöfn, sérstaklega þar sem Þinghólsskóli er enn í þeirri byggingu sem hann var byggður til á sínum tíma,“ segir Jóhanna. „Mér finnst sjálfsagt að þau hafi atkvæðarétt - en ég vil fá hann líka sem útsvarsgreiðandi og íbúi á Kársnesinu.“ Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Hún segir fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn. Snemma á þessu ári tilkynnti Kópavogsbær að Kársnesskóla yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu sem líður samkvæmt tillögu menntaviðs. Meginástæða þess hafi verið fjölgun nemenda á Kársnesi en undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið á milli 600 og 700. Fyrirséð er að enn muni þeim fjölga. Tilfinningatengsl við skólana gömlu Kársnesskóli varð til við sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001 og Jóhanna Pálsdóttir, kennari við skólann, segr það súrt að íbúar Kársness skuli ekki fá að hafa áhrif á nafngiftirnar og að Kópavogi sé íbúalýðræði greinilega ekki mikilvægt. „Í dag fá nemendur 1.-10. bekkja Kársnesskóla að velja endanlegt nafn á skólunum tveimur sem verða á Kársnesinu um ókomna tíð. Búið er að velja fimm nöfn á hvorn skóla sem voru vinsælust í nemenda- og íbúakönnun á Kársnesinu. Úr þeim nöfnum velja nú börnin, sem eru 6-15 ára gömul. Leik- og grunnskólar bæjarins eru opinberar stofnanir og mér finnst glórulaust að börn hafi úrslitavald um nöfn á þessum stofnunum,“ skrifar hún í færslu á íbúahóp Kársnesinga. Jóhanna segir það súrt að Kársnesingar með minningar af skólunum tveimur skuli ekki fá að láta sína rödd heyrast. „Við sem höfum búið hér áratugum saman og upplifðum sameiningu skólanna á sínum tíma höfum líklega miklu meiri tilfinningatengsl til þessara stofnana en þessi litlu börn,“ skrifar hún. Sjálfsagt að skólarnir fái sín upprunalegu nöfn Jóhanna segist skora á kjörna fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína um að láta börn hafa þetta mikilvæga hlutverk. „Gamlir nemendur, Sögufélag Kópavogs og margir líkt og ég geyma alls konar minningar tengdar gömlu nöfnum skólanna. Því finnst mér með ólíkindum að tæpum aldarfjórðungi eftir sameiningu skólanna hafi það ekki verið sjálfsagður hlutur að þeir fengju sín upprunalegu nöfn, sérstaklega þar sem Þinghólsskóli er enn í þeirri byggingu sem hann var byggður til á sínum tíma,“ segir Jóhanna. „Mér finnst sjálfsagt að þau hafi atkvæðarétt - en ég vil fá hann líka sem útsvarsgreiðandi og íbúi á Kársnesinu.“
Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira