Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 22:50 Logi Bergmann er eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og búsettur í Washington. Vísir/Samsett Logi Bergmann, fjölmiðlamaður og eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir það ólíklegt að dularfull flygildi sem skotið hafa upp kollinum í skjóli nætur í New Jersey-ríki séu í heimsókn frá öðrum hnetti. Logi er búsettur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og hefur fylgst með fréttaflutningi af þessum huldufullu fljúgandi fyrirbærum sem herjað hafa á íbúa og fengið samsærisspekúlanta til að klóra sér í kollinum. Hann segir helstu kenningar um uppruna þeirra því miður ansi hversdagslegar. „Helstu kenningarnar eru þær að þetta sé bara eitthvað fólk að fljúga drónum. Því miður. Geimverurnar eru ekki að koma og ef þær kæmu þá kæmu þær sennilega ekki í hópum og hringsóluðu bara um með öllum þessum drónahljóðum,“ segir hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bandaríkjamenn leita skýringa Fréttir af flygildunum hófu að berast um miðjan nóvember. Þau birtast gjarnan nokkur saman og þykja stór af flygildum að vera. Þau hafa skotið upp kollinum og lýst upp næturhimininn víða um ríkið. Íbúar hafa ókyrrst og leitað skýringa á ljósunum á himni. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að málið sé á þeirra borði og að það yrði tekið föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði til að mynda á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að flygildin væru mörg hver mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi Þessum ummælum hefur þó ekki tekist að kæfa niður samsæriskenningarnar sem farið hafa eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Sumir telja flygildin á vegum Írana og að þeir komi allir frá móðurskipi á Atlantshafi úti. Engin ummerki um slíkt móðurskip hefur þó fundist. Aðrir telja Kínverja, eða þá Rússa, standa að flygildaferðunum. Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið og gaf samsæriskenningasmiðum byr undir báða á samfélagsmiðlum á dögunum. „Getur þetta virkilega verið að gerast án vitundar ríkisstjórnarinnar? Ég held nú síður. Upplýsið almenning strax. Ellegar skjótið þá niður!“ skrifaði hann. Frekar hrekkjóttir áhugamannahópar en Kínverjar Ríkisstjórar fyrrverandi, bæði í New Jersey og Maryland, hafa einnig birt myndir af flygildum á flugi yfir heimili sín. Logi segir allt benda til þess að skýringin sé einföld. „Það fyrsta sem öllum dettur í hug eru Kínverjar. En einfalda skýringin er yfirleitt skýringin. Ég held að þetta sé bara að það er gaman að fljúga dróna og gaman að fljúga í hóp. Ég held að þetta sé bara fólk að stelast til að fljúga drónum,“ segir hann. „Ég held að ef geimverurnar kæmu þá væru þær klárari með þetta. Fyrst þær gætu komið hingað væru þær örugglega ósýnilegar,“ segir hann þá í kímni en bætir við að flygildunum eigi líklega bara eftir að fjölga upp úr þessu. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið mikil og hún sé líkleg til að sannfæra alla sem flygildi geta valdið til að laumast út í skjóli nætur og hrella nágranna sína. Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Logi er búsettur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og hefur fylgst með fréttaflutningi af þessum huldufullu fljúgandi fyrirbærum sem herjað hafa á íbúa og fengið samsærisspekúlanta til að klóra sér í kollinum. Hann segir helstu kenningar um uppruna þeirra því miður ansi hversdagslegar. „Helstu kenningarnar eru þær að þetta sé bara eitthvað fólk að fljúga drónum. Því miður. Geimverurnar eru ekki að koma og ef þær kæmu þá kæmu þær sennilega ekki í hópum og hringsóluðu bara um með öllum þessum drónahljóðum,“ segir hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bandaríkjamenn leita skýringa Fréttir af flygildunum hófu að berast um miðjan nóvember. Þau birtast gjarnan nokkur saman og þykja stór af flygildum að vera. Þau hafa skotið upp kollinum og lýst upp næturhimininn víða um ríkið. Íbúar hafa ókyrrst og leitað skýringa á ljósunum á himni. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að málið sé á þeirra borði og að það yrði tekið föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði til að mynda á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að flygildin væru mörg hver mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi Þessum ummælum hefur þó ekki tekist að kæfa niður samsæriskenningarnar sem farið hafa eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Sumir telja flygildin á vegum Írana og að þeir komi allir frá móðurskipi á Atlantshafi úti. Engin ummerki um slíkt móðurskip hefur þó fundist. Aðrir telja Kínverja, eða þá Rússa, standa að flygildaferðunum. Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið og gaf samsæriskenningasmiðum byr undir báða á samfélagsmiðlum á dögunum. „Getur þetta virkilega verið að gerast án vitundar ríkisstjórnarinnar? Ég held nú síður. Upplýsið almenning strax. Ellegar skjótið þá niður!“ skrifaði hann. Frekar hrekkjóttir áhugamannahópar en Kínverjar Ríkisstjórar fyrrverandi, bæði í New Jersey og Maryland, hafa einnig birt myndir af flygildum á flugi yfir heimili sín. Logi segir allt benda til þess að skýringin sé einföld. „Það fyrsta sem öllum dettur í hug eru Kínverjar. En einfalda skýringin er yfirleitt skýringin. Ég held að þetta sé bara að það er gaman að fljúga dróna og gaman að fljúga í hóp. Ég held að þetta sé bara fólk að stelast til að fljúga drónum,“ segir hann. „Ég held að ef geimverurnar kæmu þá væru þær klárari með þetta. Fyrst þær gætu komið hingað væru þær örugglega ósýnilegar,“ segir hann þá í kímni en bætir við að flygildunum eigi líklega bara eftir að fjölga upp úr þessu. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið mikil og hún sé líkleg til að sannfæra alla sem flygildi geta valdið til að laumast út í skjóli nætur og hrella nágranna sína.
Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira