Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar 18. desember 2024 08:30 Almenn umræða um orkuskort á Íslandi er að aukast verulega. Jarðhræringar á Reykjanesi og sögulega lág vatnsstaða í lónum Landsvirkjunar hafa meðal annars undirstrikað þá staðreynd að skortur er á raforku í landinu. Við lifum óvenjulega tíma í þessum efnum og ástæða er til að íhuga hvernig best skuli brugðist við stöðunni. Raforkuöryggi almennings þarf að tryggja betur Þegar raforkumarkaður var gefinn frjáls árið 2003 var orkuöryggishlutverk Landsvirkjunar afnumið. Fyrirtækinu bar ekki lengur skylda til að tryggja almenningi orku. Þetta var í takti við þróun erlendis og ekki óeðlilegt. Lagasetning sem á að tryggja nægt framboð raforku til almennings og smærri fyrirtækja með almennari hætti hefur þó setið á hakanum hérlendis, öfugt við mörg önnur lönd sem við berum okkur saman við. Umræða um orkuöryggi hefur þó skotið upp kollinum af og til. Árið 2022 vann starfshópur tillögur fyrir ráðherra um framboðsskyldu á alla orkuframleiðendur. Það þýðir að raforkuframleiðendur yrðu skyldugir til að bjóða orku inn á almennan markað í réttu hlutfalli við heildarframleiðslu sína. Tökum dæmi: Framleiðandi sem framleiðir samtals 1% af allri orku í landinu yrði að tryggja 1% af raforkuþörf almennra raforkunotenda. Þessi einfalda aðferð myndi tryggja orkuöryggi almennings til framtíðar. Það er miður að þessi framboðsskylda hafi enn ekki náð fram að ganga. Án framboðsskyldu má til dæmis stofna nýtt fyrirtæki í vindorkuframleiðslu sem eingöngu selur orku til stórnotenda. Landsvirkjun uppfyllir ekki slíka framboðsskyldu til almennings í dag, þótt hún sé á góðri leið með það, en HS Orka gerir það ríkulega og Orka Náttúrunnar einnig. Raforkumarkaðir að þróast Þar sem frjálsir raforkumarkaðir eru til staðar leika þeir víða stórt hlutverk í að tryggja raforkuöryggi. Í lögum um Landsnet er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hefur heimild til stofnunar raforkumarkaðar, enda sé skipulagður markaður forsenda heilbrigðra viðskipta. Hér hefur verið brotalöm á framkvæmd. Stofna átti raforkumarkaðinn ISBAS árið 2008 en því var frestað þar sem ekki þótti skynsamlegt að stofna raforkukauphöll í miðju efnahagshruni. Á eftirhrunsárunum var gerð tilraun og þá stóð til að Landsvirkjun yrði viðskiptavaki sem bæði keypti og seldi orku á markaði. Það gekk ekki eftir. Á árinu 2024 hefur orðið mikil breyting á þessu. Í stað þess að enginn markaður sé til staðar hafa tvö félög sem reka raforkumarkað hafið starfsemi, Vonarskarð og ELMA, dótturfyrirtæki Landsnets. Markaður hefur verið virkur og hafa flestir raforkuframleiðendur tekið þátt í honum bæði sem kaupendur og seljendur. Að undanförnu hefur Landsvirkjun einnig verið að kaupa orku. Við kaupin er hægt að minnka framleiðslu á móti og geyma vatnsforðann lengur í miðlunarlónum. Markaðurinn stuðlar þannig að því að miðlunargeta Landsvirkjunar nýtist betur. Stórnotendur hluti af lausninni Ítrekað hefur verið gefið í skyn í umræðu um raforkumál að heildsölufyrirtæki raforku kaupi orku af markaði og selji áfram til stórnotenda. Það sé freistandi því þeir borgi betur en almenningur. Orka „leki” þannig á milli „markaða”. Því er haldið fram að vegna þessa freistnivanda sé Landsvirkjun í vandræðum þar sem kaupendum, sem kaupa orkuna af Landsvirkjun, sé ekki treystandi. Einmitt hið gagnstæða er reynsla okkar hjá HS Orku. HS Orka hefur átt í góðu samstarfi við stórnotendur og samið um minnkaða sölu eða endurkaup þegar þörf er á því. Stórnotendur eru ekki vandinn í þessu samhengi heldur hluti af lausninni. Það er þó mikilvægt, þegar kreppir að og raforkuöryggi almennings er ógnað, að hlutlaus aðili eins og Landsnet eða Orkustofnun gegni nýju lögboðnu hlutverki um að stýra endurkaupum frá stórnotendum til almennings. Þetta hlutverk má ekki vera á forsendum orkufyrirtækja. Lausnin liggur á borðinu Í dag vofir orkuskortur yfir landinu sem bitnað getur á almenningi, heimilum og smáum fyrirtækjum. Mögulega hefur skortur á formlegum raforkuvettvangi komið okkur í þær ógöngur sem við erum í dag því opinbert markaðsverð hefur vantað sem hvati til að byggja nýjar virkjanir. Til skamms tíma er framboðsskylda ein tillaga að lausn og hún liggur á borði stjórnvalda. Höfundur er sérfræðingur í orkuviðskiptum hjá HS Orku og var fulltrúi í starfshópi um raforkuöryggi á heildsölumarkaði. Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Almenn umræða um orkuskort á Íslandi er að aukast verulega. Jarðhræringar á Reykjanesi og sögulega lág vatnsstaða í lónum Landsvirkjunar hafa meðal annars undirstrikað þá staðreynd að skortur er á raforku í landinu. Við lifum óvenjulega tíma í þessum efnum og ástæða er til að íhuga hvernig best skuli brugðist við stöðunni. Raforkuöryggi almennings þarf að tryggja betur Þegar raforkumarkaður var gefinn frjáls árið 2003 var orkuöryggishlutverk Landsvirkjunar afnumið. Fyrirtækinu bar ekki lengur skylda til að tryggja almenningi orku. Þetta var í takti við þróun erlendis og ekki óeðlilegt. Lagasetning sem á að tryggja nægt framboð raforku til almennings og smærri fyrirtækja með almennari hætti hefur þó setið á hakanum hérlendis, öfugt við mörg önnur lönd sem við berum okkur saman við. Umræða um orkuöryggi hefur þó skotið upp kollinum af og til. Árið 2022 vann starfshópur tillögur fyrir ráðherra um framboðsskyldu á alla orkuframleiðendur. Það þýðir að raforkuframleiðendur yrðu skyldugir til að bjóða orku inn á almennan markað í réttu hlutfalli við heildarframleiðslu sína. Tökum dæmi: Framleiðandi sem framleiðir samtals 1% af allri orku í landinu yrði að tryggja 1% af raforkuþörf almennra raforkunotenda. Þessi einfalda aðferð myndi tryggja orkuöryggi almennings til framtíðar. Það er miður að þessi framboðsskylda hafi enn ekki náð fram að ganga. Án framboðsskyldu má til dæmis stofna nýtt fyrirtæki í vindorkuframleiðslu sem eingöngu selur orku til stórnotenda. Landsvirkjun uppfyllir ekki slíka framboðsskyldu til almennings í dag, þótt hún sé á góðri leið með það, en HS Orka gerir það ríkulega og Orka Náttúrunnar einnig. Raforkumarkaðir að þróast Þar sem frjálsir raforkumarkaðir eru til staðar leika þeir víða stórt hlutverk í að tryggja raforkuöryggi. Í lögum um Landsnet er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hefur heimild til stofnunar raforkumarkaðar, enda sé skipulagður markaður forsenda heilbrigðra viðskipta. Hér hefur verið brotalöm á framkvæmd. Stofna átti raforkumarkaðinn ISBAS árið 2008 en því var frestað þar sem ekki þótti skynsamlegt að stofna raforkukauphöll í miðju efnahagshruni. Á eftirhrunsárunum var gerð tilraun og þá stóð til að Landsvirkjun yrði viðskiptavaki sem bæði keypti og seldi orku á markaði. Það gekk ekki eftir. Á árinu 2024 hefur orðið mikil breyting á þessu. Í stað þess að enginn markaður sé til staðar hafa tvö félög sem reka raforkumarkað hafið starfsemi, Vonarskarð og ELMA, dótturfyrirtæki Landsnets. Markaður hefur verið virkur og hafa flestir raforkuframleiðendur tekið þátt í honum bæði sem kaupendur og seljendur. Að undanförnu hefur Landsvirkjun einnig verið að kaupa orku. Við kaupin er hægt að minnka framleiðslu á móti og geyma vatnsforðann lengur í miðlunarlónum. Markaðurinn stuðlar þannig að því að miðlunargeta Landsvirkjunar nýtist betur. Stórnotendur hluti af lausninni Ítrekað hefur verið gefið í skyn í umræðu um raforkumál að heildsölufyrirtæki raforku kaupi orku af markaði og selji áfram til stórnotenda. Það sé freistandi því þeir borgi betur en almenningur. Orka „leki” þannig á milli „markaða”. Því er haldið fram að vegna þessa freistnivanda sé Landsvirkjun í vandræðum þar sem kaupendum, sem kaupa orkuna af Landsvirkjun, sé ekki treystandi. Einmitt hið gagnstæða er reynsla okkar hjá HS Orku. HS Orka hefur átt í góðu samstarfi við stórnotendur og samið um minnkaða sölu eða endurkaup þegar þörf er á því. Stórnotendur eru ekki vandinn í þessu samhengi heldur hluti af lausninni. Það er þó mikilvægt, þegar kreppir að og raforkuöryggi almennings er ógnað, að hlutlaus aðili eins og Landsnet eða Orkustofnun gegni nýju lögboðnu hlutverki um að stýra endurkaupum frá stórnotendum til almennings. Þetta hlutverk má ekki vera á forsendum orkufyrirtækja. Lausnin liggur á borðinu Í dag vofir orkuskortur yfir landinu sem bitnað getur á almenningi, heimilum og smáum fyrirtækjum. Mögulega hefur skortur á formlegum raforkuvettvangi komið okkur í þær ógöngur sem við erum í dag því opinbert markaðsverð hefur vantað sem hvati til að byggja nýjar virkjanir. Til skamms tíma er framboðsskylda ein tillaga að lausn og hún liggur á borði stjórnvalda. Höfundur er sérfræðingur í orkuviðskiptum hjá HS Orku og var fulltrúi í starfshópi um raforkuöryggi á heildsölumarkaði. Greinin hefur verið uppfærð.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar