Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 14:16 Upphaflega stóð til að framkvæmdir myndu hefjast vorið 2023 ,en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Nú lítur út fyrir að þær hefjist í fyrsta lagi 2031. Vísir/Vilhelm Ekki verður hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar Reykjavíkur fyrr en í fyrsta lagi árið 2031. Upphaflega stóð til að endurbætur hæfust vorið 2023 og átti þeim að vera lokið 2025. Fram kemur í nýju svari skrifstofu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurhönnun á sundlaugarbakka innilaugarinnar. Í svarinu segir að að undanförnu hafi verið í vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar, VA arkitekta og Minjastofnun um betri útfærslu á laugarbökkum Sundhallarinnar. „Sú vinna hefur skilað sér í lausn sem fellur betur að þeim athugasemdum sem fram hafa komið, þó án þess að gefa afslátt á öryggismálum. Samkvæmt langtímafjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar, verður ekki hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar fyrr en árið 2031. Frekari útfærsla og endanleg hönnun bíður því þess tíma,“ segir í svarinu. Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar á innilauginni, enda er Sundhöll Reykjavíkur eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Þá Stendur til að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið væri að samþykkja byggingarleyfisumsókn. Ekki að finna í fimm ára plani Í Græna planinu svokallaða, sem finna á má vef borgarinnar, er sérstaklega fjallað um framkvæmdirnar sem fela í sér endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug sem komið sé til ára sinna. Upphaflega hafi staðið til að hefja framkvæmdir vorið 2023, en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Þar segir svo að um síðustu áramót hafi verið vonast er til að haustið 2024 yrðu framkvæmdir byrjaðar og að þær myndi standa yfir allt árið 2025 og hluta árs 2026. Ekkert er minnst á endurbæturnar í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025–2029, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Framkvæmdir hefjst því í fyrsta lagi 2031. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Fram kemur í nýju svari skrifstofu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurhönnun á sundlaugarbakka innilaugarinnar. Í svarinu segir að að undanförnu hafi verið í vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar, VA arkitekta og Minjastofnun um betri útfærslu á laugarbökkum Sundhallarinnar. „Sú vinna hefur skilað sér í lausn sem fellur betur að þeim athugasemdum sem fram hafa komið, þó án þess að gefa afslátt á öryggismálum. Samkvæmt langtímafjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar, verður ekki hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar fyrr en árið 2031. Frekari útfærsla og endanleg hönnun bíður því þess tíma,“ segir í svarinu. Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar á innilauginni, enda er Sundhöll Reykjavíkur eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Þá Stendur til að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið væri að samþykkja byggingarleyfisumsókn. Ekki að finna í fimm ára plani Í Græna planinu svokallaða, sem finna á má vef borgarinnar, er sérstaklega fjallað um framkvæmdirnar sem fela í sér endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug sem komið sé til ára sinna. Upphaflega hafi staðið til að hefja framkvæmdir vorið 2023, en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Þar segir svo að um síðustu áramót hafi verið vonast er til að haustið 2024 yrðu framkvæmdir byrjaðar og að þær myndi standa yfir allt árið 2025 og hluta árs 2026. Ekkert er minnst á endurbæturnar í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025–2029, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Framkvæmdir hefjst því í fyrsta lagi 2031.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira