Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 14:16 Upphaflega stóð til að framkvæmdir myndu hefjast vorið 2023 ,en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Nú lítur út fyrir að þær hefjist í fyrsta lagi 2031. Vísir/Vilhelm Ekki verður hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar Reykjavíkur fyrr en í fyrsta lagi árið 2031. Upphaflega stóð til að endurbætur hæfust vorið 2023 og átti þeim að vera lokið 2025. Fram kemur í nýju svari skrifstofu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurhönnun á sundlaugarbakka innilaugarinnar. Í svarinu segir að að undanförnu hafi verið í vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar, VA arkitekta og Minjastofnun um betri útfærslu á laugarbökkum Sundhallarinnar. „Sú vinna hefur skilað sér í lausn sem fellur betur að þeim athugasemdum sem fram hafa komið, þó án þess að gefa afslátt á öryggismálum. Samkvæmt langtímafjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar, verður ekki hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar fyrr en árið 2031. Frekari útfærsla og endanleg hönnun bíður því þess tíma,“ segir í svarinu. Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar á innilauginni, enda er Sundhöll Reykjavíkur eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Þá Stendur til að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið væri að samþykkja byggingarleyfisumsókn. Ekki að finna í fimm ára plani Í Græna planinu svokallaða, sem finna á má vef borgarinnar, er sérstaklega fjallað um framkvæmdirnar sem fela í sér endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug sem komið sé til ára sinna. Upphaflega hafi staðið til að hefja framkvæmdir vorið 2023, en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Þar segir svo að um síðustu áramót hafi verið vonast er til að haustið 2024 yrðu framkvæmdir byrjaðar og að þær myndi standa yfir allt árið 2025 og hluta árs 2026. Ekkert er minnst á endurbæturnar í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025–2029, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Framkvæmdir hefjst því í fyrsta lagi 2031. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Fram kemur í nýju svari skrifstofu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurhönnun á sundlaugarbakka innilaugarinnar. Í svarinu segir að að undanförnu hafi verið í vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar, VA arkitekta og Minjastofnun um betri útfærslu á laugarbökkum Sundhallarinnar. „Sú vinna hefur skilað sér í lausn sem fellur betur að þeim athugasemdum sem fram hafa komið, þó án þess að gefa afslátt á öryggismálum. Samkvæmt langtímafjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar, verður ekki hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar fyrr en árið 2031. Frekari útfærsla og endanleg hönnun bíður því þess tíma,“ segir í svarinu. Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar á innilauginni, enda er Sundhöll Reykjavíkur eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Þá Stendur til að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið væri að samþykkja byggingarleyfisumsókn. Ekki að finna í fimm ára plani Í Græna planinu svokallaða, sem finna á má vef borgarinnar, er sérstaklega fjallað um framkvæmdirnar sem fela í sér endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug sem komið sé til ára sinna. Upphaflega hafi staðið til að hefja framkvæmdir vorið 2023, en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Þar segir svo að um síðustu áramót hafi verið vonast er til að haustið 2024 yrðu framkvæmdir byrjaðar og að þær myndi standa yfir allt árið 2025 og hluta árs 2026. Ekkert er minnst á endurbæturnar í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025–2029, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Framkvæmdir hefjst því í fyrsta lagi 2031.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira