Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 17:30 Írinn Conor McGregor ætlar að berjast aftur í MMA en fyrst er það hnefaleikabardagi á Indlandi. Getty/ Jeff Bottari Conor McGregor ætlar sér að snúa aftur í MMA búrið í næstu framtíð en næst á dagskrá hjá honum er hins vegar hnefaleikabardagi við YouTube stjörnuna Logan Paul. McGregor er fyrrum tvöfaldur meistari í UFC og einn allra vinsælasti bardagamaður heims. Það er því mikill áhugi á hvað hann gerir næst eftir erfiða mánuði upp á síðkastið, bæði innan og utan búrsins. McGregor hafði samþykkt að berjast við Michael Chandler á UFC 303 í júní en varð að hætta við bardagann vegna meiðsla. Á dögunum var hann dæmdur sekur fyrir kynferðisbrot gegn konu í einkamáli sem hún höfðaði gegn honum fyrir dómstól í Dublin. McGregor sagði konuna hafa veitt samþykki sitt og að hann ætli að áfrýja dómnum. McGregor notaði samfélagsmiðla sína í dag til að segja frá næsta bardaga. „Orðrómur um að bardaga við [Ilia] Topurio er falskur,“ skrifaði Conor McGregor á samfélagsmiðilinn X. „Ég er byrjaður í viðræðum við Ambani fjölskylduna um að berjast við Logan Paul í hnefaleikabardaga á Indlandi. Ég hef samþykkt að taka þátt í honum. Ég mun síðan í framhaldinu leitast eftir endurkomu í búrið,“ skrifaði McGregor. Logan Paul er YouTube stjarna og áhrifavaldur. Hann hefur barist fjórum sinnum í hnefaleikum og einn þeirra tapaði hann á móti KSI. Þeir skildu jafnir í hinum bardaga sínum. Paul gerði einnig jafntefli við Floyd Mayweather og vann síðan MMA bardagamanninn Dillon Danis. Logan Paul hefur samt að undanförnu skapað sér stærra nafn í fjölbragðaglímuheiminum þar sem hann vann bandaríska meistaramótið í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by LADbible (@ladbible) MMA Box Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
McGregor er fyrrum tvöfaldur meistari í UFC og einn allra vinsælasti bardagamaður heims. Það er því mikill áhugi á hvað hann gerir næst eftir erfiða mánuði upp á síðkastið, bæði innan og utan búrsins. McGregor hafði samþykkt að berjast við Michael Chandler á UFC 303 í júní en varð að hætta við bardagann vegna meiðsla. Á dögunum var hann dæmdur sekur fyrir kynferðisbrot gegn konu í einkamáli sem hún höfðaði gegn honum fyrir dómstól í Dublin. McGregor sagði konuna hafa veitt samþykki sitt og að hann ætli að áfrýja dómnum. McGregor notaði samfélagsmiðla sína í dag til að segja frá næsta bardaga. „Orðrómur um að bardaga við [Ilia] Topurio er falskur,“ skrifaði Conor McGregor á samfélagsmiðilinn X. „Ég er byrjaður í viðræðum við Ambani fjölskylduna um að berjast við Logan Paul í hnefaleikabardaga á Indlandi. Ég hef samþykkt að taka þátt í honum. Ég mun síðan í framhaldinu leitast eftir endurkomu í búrið,“ skrifaði McGregor. Logan Paul er YouTube stjarna og áhrifavaldur. Hann hefur barist fjórum sinnum í hnefaleikum og einn þeirra tapaði hann á móti KSI. Þeir skildu jafnir í hinum bardaga sínum. Paul gerði einnig jafntefli við Floyd Mayweather og vann síðan MMA bardagamanninn Dillon Danis. Logan Paul hefur samt að undanförnu skapað sér stærra nafn í fjölbragðaglímuheiminum þar sem hann vann bandaríska meistaramótið í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by LADbible (@ladbible)
MMA Box Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira