Bjerringbro-Silkeborg vann leikinn 27-22 eftir að hafa verið 13-11 yfir í hálfleik.
Guðmundur Bragi Ástþórsson fær því að kynnast bikarúrslitunum á sínu fyrsta tímabili í Danmörku. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram um sömu helgi.
Guðmundur Bragi skoraði þrjú mörk í leiknum en þau komu öll úr vítaköstum. Hann nýtti þrjú af fjórum vítum sínum.
Aðeins tveir leikmenn Bjerringbro-Silkeborg skoruðu meira en okkar maður en þeir Anders Zachariassen og Patrick Boldsen voru báðir með fjögur mörk.