Juventus vann þá 4-0 stórsigur á Cagliari á heimavelli sínum.
Dusan Vlahovic skoraði fyrsta markið á 44. mínútu og annað markið skoraði Teun Koopmeiners á 53. mínútu. Þriðja markið kom síðan á 80. mínútu og það skoraði Chico Conceicao.
Juventus var ekki búið að segja sitt síðasta því fjórða og síðasta markið kom á 89.mínútu og það skoraði Nicolás González.
Thiago Motta er á fyrsta tímabili með Juventus og liðið er bara í sjötta sæti í deildinni. Spurning hvort bikarinn verði þeirra vettvangur í vetur. Þeir hafa verið miklir jafntefliskóngar til þessa á leiktíðinni og Juve menn glöddust því örugglega mikið yfir sigri kvöldsins.
Juventus er reyndar enn taplaust á tímabilinu en tíu af sextán deildarleikjum liðsins hafa endað með jafntefli þar á meðal þeir fjórir síðustu.