Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 18. desember 2024 09:32 Í svartasta skammdeginu höldum við upp á jólin. Fyrir suma eru þau trúarhátíð, fyrir aðra ljósahátíð. Það skiptir í rauninni ekki máli hvort er, því jólin eiga að miðla hamingju og kærleika, segir einhvers staðar, áreiðanlega á góðum stað. Við reynum öll að uppfylla jóladrauminn, sem flestir hafa þó ólíka sýn á. Útfærslan er svo eftir smekk og behag. Ég vil byrja, áður en ég fer að tala um fatlað fólk og öryrkja, að segja hvað við hvað við Ísleningar getum eið stoltir af velferðarkrfinu okkar, bæði, mennta- og heilbrigðiskerfum. Efnahgsleg misskipting en foreldrar stóðu sína plikt Ef ég fjalla fyrst örstutt um menntakerfið þá vil ég byrja á sjálfri mér. Ég átti kost á mjög góðri grunnmenntun og hef sömuleiðis átt kost á fjölbreyttu háskólanámi. Ég lærði fyrst til kennarans og kenndi í nokkur ár og þau ár mótuðu mig mikið. Ég hef því verið beggja vegna borðsins, reyndi sjálf hversu viðamikið og krefjandi kennarahlutverkið er og blæs því á kenningar Viðskiptaráðs. Ég kenndi 6-7 ára börnum fyrir tæpum 30 árum og kynntist kjörum foreldra þeirra.Trúið mér, að allir foreldrarnir sem ég kynntist vildu standa sína plikt þegar kom að námi barna sinna án tillits til síns efnahags. Misskipting í samfélaginu var ljós öllum þeim sem vildu vita í skólunum almennt. Og ef eitthvað er þá hefur efnahagsleg misskipting og stéttaskiptingin aukist í samfélaginu frá þessum tíma. En þegar öllu var á botninn hvolft þá voru allir foreldrar að reyna sitt besta, óháð tekjum. Góð reynsla af heilbrigðiskerfinu Næst ætla ég að fjalla um heilbrigðiskerfið en þar hef ég verið stórnotandi frá síðan ég var 18 ára og tel mig hafa hafa þar góða reynslu. Ég hef hitt og kynnst urmul af frábærum læknum, geðlæknum, sálfræðingum, taugalæknum, flinkum sjúkraþjálfurum, félagsráðgöfum, námsráðgjöfum og svo má lengi telja. Auðvitað kemur fyrir að starfsfólk heilbrigðiskerfisins eigi misjafna daga en heilt yfir hef ég fengið mjög góða þjónustu auk þess sem hún er gjaldfrí, þökk sé sköttunum, okkar félagslega jöfnunartæki. Og þrátt fyrir allt og allt, þegar öllu er á botninn hvolft, að heilbrgiðisstarfsfólk að reyna að gera sitt besta. Það eru ekki allir að besta sig „í örorkukerfinu“ Og þá að öryrkjum en þeim hef nokkrum kynnst á lífsleiðinni. Þetta er fólk sem ber harm sinn í hljóði, á sér fáa málsvara og í lífsbaráttu sinni allri hefur ekki hátt. Mér kemur líka til hugar þegar síbyljan um öryrkja byrjar ljóð, Davíðs Stefánssonar en ég birti hér tvö erindi. Konan sem kyndir ofninn minn. Ég veit, að hún á sorgir,en segir aldrei neittþó sé hún dauðaþreytt,hendur hennar sótugarog hárið illa greitt.Hún fer að engu óð,er öllum mönnum góðog vinnur verk sín hljóð.Sumir skrifa í öskunaöll sín bestu ljóð. Ég veit, að þessi konaer vinafá og snauðaf veraldlegum auð,að launin, sem hún fær,eru last og daglegt brauð.En oftast er það sá,sem allir kvelja og smá,sem mesta mildi á.-Fáir njóta eldanna,sem fyrstir kveikja þá. Ég bað mömmu oft að syngja þetta fyrir mig fyrir svefninn. „Konan sem er svo fátæk og allir eru svo vondir við” sagði barnið ég. Í dag, þegar ég les þetta ljóð yfir, finnst mér stundum að þar sé að finna anda þess og veruleika sem öryrkjar búa við – en vðhorfið breytist svo aðeins ef notuð eru orðin fólk með fötlun og verður jákvæðara. Og þegar kemur að „öryrkjakerfinu” – þá segi ég sem notandi í því í 25 ár – að þegar öllu er á botninn er hvolft þá getur „öryrkjakerfið” verið betra, sérstaklega fjárhagslega en þar eru alltof margar gloppur. Það er sama hvernig maður sveiflar sér í núverandi kerfi þá fær maður alltaf sömu niðurstöðu, sem að meðaltali er um 300 þúsund kr. í ráðstöfunartekjur vegna fáranlega lágra skerðingarviðmiða. Nú á nýtt örorkukerfi að taka gildi 1. september 2025 og verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út, vonandi eru bara allir þar gera besta. En ekkert um það fyrr en þá! Ég vil þó hrósa Tryggingastofnun ríkis, TR, fyrir sífellt betra viðmót við viðskiptavini sína og með þessu áframhaldi stefnir hún hraðbyri í að verða þjónustustofnun í stað kerfiskassa. Að lokum óska ég ykkur öllum hamingjuríkra og ekki síst kærleiksríka jóla (Það er nú oft sagt að kærleikurinn kosti ekki neitt en hamingjuna er ef til vill dálítið erfiðara að finna!) Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í svartasta skammdeginu höldum við upp á jólin. Fyrir suma eru þau trúarhátíð, fyrir aðra ljósahátíð. Það skiptir í rauninni ekki máli hvort er, því jólin eiga að miðla hamingju og kærleika, segir einhvers staðar, áreiðanlega á góðum stað. Við reynum öll að uppfylla jóladrauminn, sem flestir hafa þó ólíka sýn á. Útfærslan er svo eftir smekk og behag. Ég vil byrja, áður en ég fer að tala um fatlað fólk og öryrkja, að segja hvað við hvað við Ísleningar getum eið stoltir af velferðarkrfinu okkar, bæði, mennta- og heilbrigðiskerfum. Efnahgsleg misskipting en foreldrar stóðu sína plikt Ef ég fjalla fyrst örstutt um menntakerfið þá vil ég byrja á sjálfri mér. Ég átti kost á mjög góðri grunnmenntun og hef sömuleiðis átt kost á fjölbreyttu háskólanámi. Ég lærði fyrst til kennarans og kenndi í nokkur ár og þau ár mótuðu mig mikið. Ég hef því verið beggja vegna borðsins, reyndi sjálf hversu viðamikið og krefjandi kennarahlutverkið er og blæs því á kenningar Viðskiptaráðs. Ég kenndi 6-7 ára börnum fyrir tæpum 30 árum og kynntist kjörum foreldra þeirra.Trúið mér, að allir foreldrarnir sem ég kynntist vildu standa sína plikt þegar kom að námi barna sinna án tillits til síns efnahags. Misskipting í samfélaginu var ljós öllum þeim sem vildu vita í skólunum almennt. Og ef eitthvað er þá hefur efnahagsleg misskipting og stéttaskiptingin aukist í samfélaginu frá þessum tíma. En þegar öllu var á botninn hvolft þá voru allir foreldrar að reyna sitt besta, óháð tekjum. Góð reynsla af heilbrigðiskerfinu Næst ætla ég að fjalla um heilbrigðiskerfið en þar hef ég verið stórnotandi frá síðan ég var 18 ára og tel mig hafa hafa þar góða reynslu. Ég hef hitt og kynnst urmul af frábærum læknum, geðlæknum, sálfræðingum, taugalæknum, flinkum sjúkraþjálfurum, félagsráðgöfum, námsráðgjöfum og svo má lengi telja. Auðvitað kemur fyrir að starfsfólk heilbrigðiskerfisins eigi misjafna daga en heilt yfir hef ég fengið mjög góða þjónustu auk þess sem hún er gjaldfrí, þökk sé sköttunum, okkar félagslega jöfnunartæki. Og þrátt fyrir allt og allt, þegar öllu er á botninn hvolft, að heilbrgiðisstarfsfólk að reyna að gera sitt besta. Það eru ekki allir að besta sig „í örorkukerfinu“ Og þá að öryrkjum en þeim hef nokkrum kynnst á lífsleiðinni. Þetta er fólk sem ber harm sinn í hljóði, á sér fáa málsvara og í lífsbaráttu sinni allri hefur ekki hátt. Mér kemur líka til hugar þegar síbyljan um öryrkja byrjar ljóð, Davíðs Stefánssonar en ég birti hér tvö erindi. Konan sem kyndir ofninn minn. Ég veit, að hún á sorgir,en segir aldrei neittþó sé hún dauðaþreytt,hendur hennar sótugarog hárið illa greitt.Hún fer að engu óð,er öllum mönnum góðog vinnur verk sín hljóð.Sumir skrifa í öskunaöll sín bestu ljóð. Ég veit, að þessi konaer vinafá og snauðaf veraldlegum auð,að launin, sem hún fær,eru last og daglegt brauð.En oftast er það sá,sem allir kvelja og smá,sem mesta mildi á.-Fáir njóta eldanna,sem fyrstir kveikja þá. Ég bað mömmu oft að syngja þetta fyrir mig fyrir svefninn. „Konan sem er svo fátæk og allir eru svo vondir við” sagði barnið ég. Í dag, þegar ég les þetta ljóð yfir, finnst mér stundum að þar sé að finna anda þess og veruleika sem öryrkjar búa við – en vðhorfið breytist svo aðeins ef notuð eru orðin fólk með fötlun og verður jákvæðara. Og þegar kemur að „öryrkjakerfinu” – þá segi ég sem notandi í því í 25 ár – að þegar öllu er á botninn er hvolft þá getur „öryrkjakerfið” verið betra, sérstaklega fjárhagslega en þar eru alltof margar gloppur. Það er sama hvernig maður sveiflar sér í núverandi kerfi þá fær maður alltaf sömu niðurstöðu, sem að meðaltali er um 300 þúsund kr. í ráðstöfunartekjur vegna fáranlega lágra skerðingarviðmiða. Nú á nýtt örorkukerfi að taka gildi 1. september 2025 og verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út, vonandi eru bara allir þar gera besta. En ekkert um það fyrr en þá! Ég vil þó hrósa Tryggingastofnun ríkis, TR, fyrir sífellt betra viðmót við viðskiptavini sína og með þessu áframhaldi stefnir hún hraðbyri í að verða þjónustustofnun í stað kerfiskassa. Að lokum óska ég ykkur öllum hamingjuríkra og ekki síst kærleiksríka jóla (Það er nú oft sagt að kærleikurinn kosti ekki neitt en hamingjuna er ef til vill dálítið erfiðara að finna!) Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar