Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2024 17:47 Stjórn Fangavarðafélags Íslands skorar á stjórnvöld að skera ekki meira niður til Fangelsismálastofnunar. Vísir/Arnar Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. Þau segja hagræðinguna líklega valda því að ekki verði hægt að boða einstaklinga í afplánun og að líklegt sé að dómar muni fyrnast. Greint var frá því fyrr í dag að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem voru kynntar starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu tug milljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Í yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands segir að frá árinu 2009 hafi fjármagn til Fangelsismálastofnunar verið skorið niður árlega. Það sé löngu ljóst að niðurskurðurinn komi niður á lögbundinni starfsemi stofnunarinnar. Einu fangelsi hafi verið lokað og að í fyrra hafi verið veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar vegna niðurskurðar fyrri ára. Fimm og hálft stöðugildi Félagið segir að í núverandi hagræðingartillögum sé lagt til að fangavörðum verði fækkað um það sem jafngildir fimm og hálfu stöðugildi. Það muni skerða starf og öryggi í fangelsunum og þjónustuna við þau sem afplána innan þeirra. „FVFÍ hefur í nokkur ár bent á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem hafi náð hámæli á liðnu ári. Skýtur það óneitanlega skökku við að ætla að skera enn meira niður í kerfi sem er búið að þola viðvarandi undirmönnum, bresti í öryggismálum, þjálfunarmálum og óviðunandi aðbúnað starfsfólks áraraðir. Mun tilvonandi fækkun í liði fangavarða einungis auka álagið enn meir á það starfsfólk sem eftir stendur og er það nú þegar komið að þolmörkum. Ætla má að tilvonandi niðurskurður gera Fangelsismálastofnun enn erfiðara fyrir að þjóna sínum tilgangi gagnvart samfélaginu sem er að fullnusta fangelsisdóma,“ segir í yfirlýsingunni. Dómar muni fyrnast Þá segir að þetta þýði einnig að hætt verði að boða nýja fanga í afplánun á boðunarlista vegna fjárskorts. „Langur biðlisti er til staðar af einstaklingum sem bíða eftir að hefja afplánun vegna viðvarandi plássleysis í fangelsum og líkur eru á að margir fangelsisdómar fyrnist,“ segir í yfirlýsingunni. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Þau segja hagræðinguna líklega valda því að ekki verði hægt að boða einstaklinga í afplánun og að líklegt sé að dómar muni fyrnast. Greint var frá því fyrr í dag að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem voru kynntar starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu tug milljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Í yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands segir að frá árinu 2009 hafi fjármagn til Fangelsismálastofnunar verið skorið niður árlega. Það sé löngu ljóst að niðurskurðurinn komi niður á lögbundinni starfsemi stofnunarinnar. Einu fangelsi hafi verið lokað og að í fyrra hafi verið veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar vegna niðurskurðar fyrri ára. Fimm og hálft stöðugildi Félagið segir að í núverandi hagræðingartillögum sé lagt til að fangavörðum verði fækkað um það sem jafngildir fimm og hálfu stöðugildi. Það muni skerða starf og öryggi í fangelsunum og þjónustuna við þau sem afplána innan þeirra. „FVFÍ hefur í nokkur ár bent á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem hafi náð hámæli á liðnu ári. Skýtur það óneitanlega skökku við að ætla að skera enn meira niður í kerfi sem er búið að þola viðvarandi undirmönnum, bresti í öryggismálum, þjálfunarmálum og óviðunandi aðbúnað starfsfólks áraraðir. Mun tilvonandi fækkun í liði fangavarða einungis auka álagið enn meir á það starfsfólk sem eftir stendur og er það nú þegar komið að þolmörkum. Ætla má að tilvonandi niðurskurður gera Fangelsismálastofnun enn erfiðara fyrir að þjóna sínum tilgangi gagnvart samfélaginu sem er að fullnusta fangelsisdóma,“ segir í yfirlýsingunni. Dómar muni fyrnast Þá segir að þetta þýði einnig að hætt verði að boða nýja fanga í afplánun á boðunarlista vegna fjárskorts. „Langur biðlisti er til staðar af einstaklingum sem bíða eftir að hefja afplánun vegna viðvarandi plássleysis í fangelsum og líkur eru á að margir fangelsisdómar fyrnist,“ segir í yfirlýsingunni.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17