Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 19. desember 2024 12:01 Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði. Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum? Af hverju vilja þau fjármagna þennan áróður? Þar fyrir utan er framsetning Viðskiptaráðs á kjörum þessa fólks röng og felur í sér samanburð á eplum og appelsínum. Mér er það til efs að nokkur sem hefur þekkingu á vinnumarkaði myndi reyna að tala fyrir slíkri „greiningu.“ Þetta eru einmitt þau störf sem hvað erfiðast er að manna vegna skorts á starfsfólki. Mannekla er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að félagslegu kerfunum en þær áskoranir eru ekki fyrir hendi í vel launuðum störfum. Í allri umræðu um opinbera vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa í huga að rúmlega 70% þeirra sem þar starfa eru konur. Við vitum að kvennastéttirnar eru ekki ofaldar af kjörum sínum heldur búa þær þvert á móti við launamisrétti þar sem hið opinbera veitir sér afslátt af störfum þeirra. Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar. Styttingu vinnuvikunnar hjá hinu opinbera, og þar með stóru kvennastéttunum, var ekki síst ætlað að vera skref í átt að því að jafna leikinn á milli þeirra sem njóta sveigjanleika í störfum og þeirra sem gera það ekki. Sömuleiðis til að stemma stigu við álaginu sem einkennir störf þeirra sem starfa í nánum persónulegum samskiptum við börn, sjúklinga og aldraða. Jöfnun launa milli markaða Þær stéttir á opinberum vinnumarkaði sem almennt búa við mun lægri laun en stéttir á almennum vinnumarkaði (að teknu tilliti til heildarkjara) eru stéttir sem eiga það sameiginlegt að störfin sem starfsfólk hefur sérhæft sig til eru nær eingöngu á opinberum vinnumarkaði. Þannig hefur ítarleg og áralöng greiningarvinna í starfshópi um jöfnun launa milli markaða leitt í ljós að meginástæða launamunar milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins á rót sína í vanmati á virði kvennastétta sem endurspeglast í lægri launum, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagsþjónustu. Þar eru störfin sem minnst munu breytast í framtíðinni. Í flestum þeirra er mannekla nú þegar og til framtíðar mun þurfa fleiri til að sinna þeim vegna m.a. breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Ekki síst af þeirri ástæðu er löngu komið gott af því að strákarnir hjá Viðskiptaráði og forstjórar aðildarfyrirtækja þeirra – sem eru með mánaðarlaun sem samsvara nánast árslaunum fjölda kvennastétta - beri á torg gamaldags, karllæg og óupplýst viðhorf sín til starfa og launa kvennastétta. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaramál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði. Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum? Af hverju vilja þau fjármagna þennan áróður? Þar fyrir utan er framsetning Viðskiptaráðs á kjörum þessa fólks röng og felur í sér samanburð á eplum og appelsínum. Mér er það til efs að nokkur sem hefur þekkingu á vinnumarkaði myndi reyna að tala fyrir slíkri „greiningu.“ Þetta eru einmitt þau störf sem hvað erfiðast er að manna vegna skorts á starfsfólki. Mannekla er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að félagslegu kerfunum en þær áskoranir eru ekki fyrir hendi í vel launuðum störfum. Í allri umræðu um opinbera vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa í huga að rúmlega 70% þeirra sem þar starfa eru konur. Við vitum að kvennastéttirnar eru ekki ofaldar af kjörum sínum heldur búa þær þvert á móti við launamisrétti þar sem hið opinbera veitir sér afslátt af störfum þeirra. Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar. Styttingu vinnuvikunnar hjá hinu opinbera, og þar með stóru kvennastéttunum, var ekki síst ætlað að vera skref í átt að því að jafna leikinn á milli þeirra sem njóta sveigjanleika í störfum og þeirra sem gera það ekki. Sömuleiðis til að stemma stigu við álaginu sem einkennir störf þeirra sem starfa í nánum persónulegum samskiptum við börn, sjúklinga og aldraða. Jöfnun launa milli markaða Þær stéttir á opinberum vinnumarkaði sem almennt búa við mun lægri laun en stéttir á almennum vinnumarkaði (að teknu tilliti til heildarkjara) eru stéttir sem eiga það sameiginlegt að störfin sem starfsfólk hefur sérhæft sig til eru nær eingöngu á opinberum vinnumarkaði. Þannig hefur ítarleg og áralöng greiningarvinna í starfshópi um jöfnun launa milli markaða leitt í ljós að meginástæða launamunar milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins á rót sína í vanmati á virði kvennastétta sem endurspeglast í lægri launum, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagsþjónustu. Þar eru störfin sem minnst munu breytast í framtíðinni. Í flestum þeirra er mannekla nú þegar og til framtíðar mun þurfa fleiri til að sinna þeim vegna m.a. breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Ekki síst af þeirri ástæðu er löngu komið gott af því að strákarnir hjá Viðskiptaráði og forstjórar aðildarfyrirtækja þeirra – sem eru með mánaðarlaun sem samsvara nánast árslaunum fjölda kvennastétta - beri á torg gamaldags, karllæg og óupplýst viðhorf sín til starfa og launa kvennastétta. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar