Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 16:28 Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna. AP/Allison Robbert Þriggja dómara áfrýjunarnefnd í Georgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að héraðssaksóknarinn Fani Willis sé óhæf til að sækja mál gegn Donald Trump, þar sem hann og aðrir hafa verið ákærðir fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Áður hafði dómari komist að þeirri niðurstöðu að Willis þyrfti að reka saksóknarann sem hélt utan um málið vegna ástarsambands þeirra. Tveir af þremur dómurum áfrýjunarnefndarinnar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum, komust þó að þeirri niðurstöðu að ekki dugði til að segja saksóknaranum upp. Willis þyrfti að segja sig frá málinu. Þeir segja að eina leiðin til að endurvekja traust almennings á ferlinu sé að Willis komi ekki að því. Sjá einnig: Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Mikil óvissa ríkir nú um málaferlin gegn Trump og fjórtán bandamönnum hans í ríkinu en samkvæmt frétt New York Times er líklegt að ákvörðun dómaranna verði áfrýjað til æðra dómstigs, sem er Hæstiréttur Georgíu. Ákvörðunin gæti þó bundið enda á síðasta virka dómsmálið gegn Donald Trump. Trump var sakfelldur í þöggunarmálinu svokallaða í New York en ólíklegt að honum verði refsað í því máli, sökum þess að hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Þá er báðum málum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lokið án niðurstöðu. Þau mál snerust annarsvegar um árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 og hins vegar um leynileg skjöl sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu. Fani Willis er héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu sem er sú stærsta í ríkinu. Ólíklegt þykir að önnur sýsla þar hafi burði til að halda utan um málaferlin og verði málið fært gæti það ferli tekið mörg ár. Það að Trump verði aftur forseti þann 20. janúar bætir enn á flækjustigið varðandi málaferlin. Sjá einnig: Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Talsmaður Trumps sagði í yfirlýsingu vegna vendinganna að bandarískir kjósendur hafi veitt Trump umfangsmikið umboð og í leið krafist þess að látið yrði af öllum „nornaveiðum“ gegn honum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Áður hafði dómari komist að þeirri niðurstöðu að Willis þyrfti að reka saksóknarann sem hélt utan um málið vegna ástarsambands þeirra. Tveir af þremur dómurum áfrýjunarnefndarinnar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum, komust þó að þeirri niðurstöðu að ekki dugði til að segja saksóknaranum upp. Willis þyrfti að segja sig frá málinu. Þeir segja að eina leiðin til að endurvekja traust almennings á ferlinu sé að Willis komi ekki að því. Sjá einnig: Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Mikil óvissa ríkir nú um málaferlin gegn Trump og fjórtán bandamönnum hans í ríkinu en samkvæmt frétt New York Times er líklegt að ákvörðun dómaranna verði áfrýjað til æðra dómstigs, sem er Hæstiréttur Georgíu. Ákvörðunin gæti þó bundið enda á síðasta virka dómsmálið gegn Donald Trump. Trump var sakfelldur í þöggunarmálinu svokallaða í New York en ólíklegt að honum verði refsað í því máli, sökum þess að hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Þá er báðum málum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lokið án niðurstöðu. Þau mál snerust annarsvegar um árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 og hins vegar um leynileg skjöl sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu. Fani Willis er héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu sem er sú stærsta í ríkinu. Ólíklegt þykir að önnur sýsla þar hafi burði til að halda utan um málaferlin og verði málið fært gæti það ferli tekið mörg ár. Það að Trump verði aftur forseti þann 20. janúar bætir enn á flækjustigið varðandi málaferlin. Sjá einnig: Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Talsmaður Trumps sagði í yfirlýsingu vegna vendinganna að bandarískir kjósendur hafi veitt Trump umfangsmikið umboð og í leið krafist þess að látið yrði af öllum „nornaveiðum“ gegn honum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila