Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar 20. desember 2024 07:01 Skattar og gjöld eru órjúfanlegur hluti af samfélagslegri umræðu, sérstaklega þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Atvinnugreinar eins og fiskveiðar og fiskeldi, sem báðar byggjast á auðlindum sjávar, eru dæmi um mikilvægar stoðir hagkerfisins þar sem gjaldtaka kemur reglulega til umræðu. Þrátt fyrir að fiskeldi sé ung atvinnugrein á Íslandi hafa umsvifin aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Vöxturinn hefur leitt til aukinnar umræðu um gjaldtöku af greininni. Margir virðast þó ekki hafa fulla innsýn í hvernig gjaldtöku af fiskeldi er háttað í raun – eða jafnvel gera sér ekki grein fyrir að slík gjaldtaka sé yfirhöfuð til staðar. Þetta er miður, þar sem gjaldtakan hefur bein áhrif á þróun og framtíð greinarinnar sem enn er á uppbyggingarstigi. 2308% hækkun Í almennri umræðu eru ýmis orð notuð um auðlindagjald af fiskeldi í sjó, svo sem fiskeldisgjald, framleiðslugjald eða verðmætagjald. Þessi orðnotkun leiðir oft til misskilnings og rangra fullyrðinga um að ekkert auðlindagjald sé greitt af fiskeldi í sjó á Íslandi, andstætt því sem tíðkast í Noregi. Raunin er hins vegar sú að auðlindagjald hefur verið innheimt af fiskeldi í sjó hérlendis frá árinu 2020 á grundvelli sérstakra laga. Samkvæmt frumvarpi til laganna er gjaldtakan sérstaklega studd þeim rökum að hún grundvallist á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til fiskeldis í sjó njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Af lögum og öðrum lögskýringargögnum má öllum vera ljóst að gjaldinu er ætlað að vera gjald fyrir afnot af auðlind, þ.e. auðlindagjald. Fiskistofa birti nýverið ákvörðun um fjárhæð gjaldsins fyrir árið 2025. Gjaldið verður að þessu sinni 45,03 krónur á hvert framleitt kíló af laxi, sem jafngildir 19% hækkun frá fyrra ári. Þegar gjaldið var fyrst lagt á árið 2020 var það 1,87 krónur á hvert kíló og því hefur gjaldið hækkað um 2308% - tvöþúsundþrjúhundruðogátta- prósent á fimm árum. Hækkunin skýrist að hluta til af því að gjaldið var upphaflega innleitt í stighækkandi þrepum fram til ársins 2026. Á síðasta ári voru þó gerðar tvær breytingar á gjaldinu: Annars vegar var viðmiðunartímabili breytt og hins vegar hækkaði gjaldhlutfallið úr 3,5% í 4,3%. Breytingarnar leiddu til þess að gjaldið er í dag langtum hærra en upphaflega var ráðgert. Án þessara breytinga hefði gjaldið hækkað um 68% milli áranna 2023 og 2024, en raunhækkun varð þess í stað 106%. Þessa þróun má sjá betur á mynd 1: Reikniforsendur auðlindagjalds Útreikningur á auðlindagjaldi af fiskeldi fyrir árið 2025 byggist á margfeldisreikningi sem tekur mið af nokkrum þáttum: 1) Lögákveðnu gjaldhlutfalli, sem er 4,3% af hverju framleiddu kílói. 2) Stighækkandi gjaldtöku sem kemur að fullu til álagningar árið 2026. Gjaldhlutfall vegna ársins 2025 nemur 6/7 af fullri gjaldtöku. 3) Alþjóðlegu markaðsverði á ferskum laxi sem metið er út frá verðvísitölu sem byggist á afmörkuðum viðskiptum með ferskan lax í Noregi síðasta ár. 4) Meðalgengi evru. Að teknu tilliti til þessara þátta fæst niðurstaðan 45,03 krónur fyrir hvert framleitt kíló af laxi árið 2025. Útreikning má betur sjá á neðangreindri skýringarmynd. Auðlindarentuskattur Stundum er auðlindagjaldi eða auðlindaskatti ruglað saman við annað hugtak, auðlindarentu. Auðlindarenta er flókið hugtak og er ekki hlaupið að því að koma auga á hana í einstaka atvinnugreinum, eins og framkvæmdastjóri SFS bendir á í nýlegri grein um þrífætt svín. Í einföldu máli má segja að svokölluð auðlindarenta tengist eiginleikum auðlindarinnar sjálfrar og er ekki bein afleiðing virðisaukandi vinnu, fjárfestinga eða nýsköpunar. Í Noregi er notast við skattalega umgjörð, þar sem reynt er að leggja mat á og skattleggja auðlindarentu á atvinnugreinar sem hagnýta auðlindir, svo sem fiskeldi og olíuframleiðslu. Fiskveiðar eru að vísu ekki skattlagðar sérstaklega í Noregi líkt og hér á landi, heldur njóta þvert á móti ríkulegra styrkja frá hinu opinbera. Sérstök skattlagning á fiskeldi í Noregi er enn fremur nýtilkomin. Áform voru fyrst kynnt til sögunnar árið 2022 og skatturinn var fyrst lagður á vegna ársins 2023. Aðferðafræðin hefur verið mikið til umræðu og greiningar í Noregi, en síðustu tvö ár hafa einkennst af óvissu um raunveruleg áhrif þessa nýja skatts á norsk fyrirtæki. Skatturinn virkar þannig að lagður er 25% viðbótartekjuskattur á þann hagnað sem verður til í þeim hluta virðiskeðju fiskeldis sem fer fram í sjó. Aðrir hlutar virðiskeðjunnar, sem nýta ekki sjávarauðlindina, eru undanskildir skattinum. Á það meðal annars við um hrognaframleiðslu, seiðaframleiðslu, vinnslu, flutninga, markaðssetningu og sölu. Eðli málsins samkvæmt eru norsk eldisfyrirtæki mismikið samþætt og rekstrarskilyrði þeirra ólík sem veldur því að auðlindarentuskattur hefur misþung áhrif á heildarskattbyrði þeirra. Sé horft til áhrifa skattheimtunnar á alla virðiskeðjuna hefur verið áætlað að skattbyrði sé á bilinu 10% til 18%. Þess ber þó að geta að stór hluti norskra fiskeldisfyrirtækja er alfarið undanþeginn skattheimtunni vegna frítekjumarks, sem nemur 70 milljónum norskra króna, eða um einum milljarði íslenskra króna. Fiskeldisskatturinn í Noregi er skýrt dæmi um það hversu erfitt getur verið að meta meinta auðlindarentu, sérstaklega hjá stærri og lóðrétt samþættum fyrirtækjum. Of snemma eða of seint? Ísland, Noregur og Færeyjar eru einu löndin í heiminum sem leggja sérstaka skatta og gjöld á fiskeldi fyrir nýtingu auðlindar. Í öllum þremur löndunum hefur skattlagning á fiskeldi í sjó verið mikið til umræðu og breytingartillögur síðustu ára eru fjölmargar. Einn reginmunur er þó á skattheimtu á fiskeldi í löndunum þremur. Bæði í Noregi og Færeyjum fékk fiskeldi tækifæri til að ná fótfestu áður en gripið var til sértækrar skattheimtu. Framleiðslumagn þar hefur náð ákveðnum lágmarksþröskuldi sem nauðsynlegur er til að ná stærðarhagkvæmni til að tryggja samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum. Á Íslandi er staðan hins vegar önnur. Greinin er enn í uppbyggingar- og fjárfestingarfasa og er á mikilvægum tímamótum í framþróun sinni. Á slíkum tímamótum þarf að skoða vandlega hvernig best sé að liðka til fyrir vexti og verðmætasköpun í greininni. Það felur meðal annars í sér að meta hvaða áhrif álögur hafa á greinina, samanborið við það sem gengur og gerist í samkeppnislöndum eins og Noregi og Færeyjum. Skilvirkni lagaumgjarðar, hvatar til fjárfestinga og stuðningur við nýsköpun skipta einnig lykilmáli til að tryggja að íslenskt fiskeldi geti vaxið og orðið sjálfbært til lengri tíma litið. Vel útfærðar ákvarðanir nú geta lagt grunninn að sjálfbærri og samkeppnishæfri atvinnugrein sem skilar miklum verðmætum til samfélagsins. Það krefst þó þess að jafnvægi sé náð á milli vaxtarmöguleika greinarinnar og réttlátrar gjaldtöku, þar sem bæði er horft til hagkvæmni og sanngirni. Spurningin sem blasir við er því þessi: Hvernig geta Íslendingar best tryggt ábyrgan vöxt fiskeldis án þess að hefta framþróun greinarinnar með ótímabærum álögum? Þessi spurning kallar á dýpri umræðu um hlutverk stjórnvalda, stefnumótun og hvernig skapa má framtíðarsýn sem byggist bæði á skynsemi og langtímahugsun. Samtalið þarf að snúast um annað og meira en bara skattlagningu. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skattar og gjöld eru órjúfanlegur hluti af samfélagslegri umræðu, sérstaklega þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Atvinnugreinar eins og fiskveiðar og fiskeldi, sem báðar byggjast á auðlindum sjávar, eru dæmi um mikilvægar stoðir hagkerfisins þar sem gjaldtaka kemur reglulega til umræðu. Þrátt fyrir að fiskeldi sé ung atvinnugrein á Íslandi hafa umsvifin aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Vöxturinn hefur leitt til aukinnar umræðu um gjaldtöku af greininni. Margir virðast þó ekki hafa fulla innsýn í hvernig gjaldtöku af fiskeldi er háttað í raun – eða jafnvel gera sér ekki grein fyrir að slík gjaldtaka sé yfirhöfuð til staðar. Þetta er miður, þar sem gjaldtakan hefur bein áhrif á þróun og framtíð greinarinnar sem enn er á uppbyggingarstigi. 2308% hækkun Í almennri umræðu eru ýmis orð notuð um auðlindagjald af fiskeldi í sjó, svo sem fiskeldisgjald, framleiðslugjald eða verðmætagjald. Þessi orðnotkun leiðir oft til misskilnings og rangra fullyrðinga um að ekkert auðlindagjald sé greitt af fiskeldi í sjó á Íslandi, andstætt því sem tíðkast í Noregi. Raunin er hins vegar sú að auðlindagjald hefur verið innheimt af fiskeldi í sjó hérlendis frá árinu 2020 á grundvelli sérstakra laga. Samkvæmt frumvarpi til laganna er gjaldtakan sérstaklega studd þeim rökum að hún grundvallist á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til fiskeldis í sjó njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Af lögum og öðrum lögskýringargögnum má öllum vera ljóst að gjaldinu er ætlað að vera gjald fyrir afnot af auðlind, þ.e. auðlindagjald. Fiskistofa birti nýverið ákvörðun um fjárhæð gjaldsins fyrir árið 2025. Gjaldið verður að þessu sinni 45,03 krónur á hvert framleitt kíló af laxi, sem jafngildir 19% hækkun frá fyrra ári. Þegar gjaldið var fyrst lagt á árið 2020 var það 1,87 krónur á hvert kíló og því hefur gjaldið hækkað um 2308% - tvöþúsundþrjúhundruðogátta- prósent á fimm árum. Hækkunin skýrist að hluta til af því að gjaldið var upphaflega innleitt í stighækkandi þrepum fram til ársins 2026. Á síðasta ári voru þó gerðar tvær breytingar á gjaldinu: Annars vegar var viðmiðunartímabili breytt og hins vegar hækkaði gjaldhlutfallið úr 3,5% í 4,3%. Breytingarnar leiddu til þess að gjaldið er í dag langtum hærra en upphaflega var ráðgert. Án þessara breytinga hefði gjaldið hækkað um 68% milli áranna 2023 og 2024, en raunhækkun varð þess í stað 106%. Þessa þróun má sjá betur á mynd 1: Reikniforsendur auðlindagjalds Útreikningur á auðlindagjaldi af fiskeldi fyrir árið 2025 byggist á margfeldisreikningi sem tekur mið af nokkrum þáttum: 1) Lögákveðnu gjaldhlutfalli, sem er 4,3% af hverju framleiddu kílói. 2) Stighækkandi gjaldtöku sem kemur að fullu til álagningar árið 2026. Gjaldhlutfall vegna ársins 2025 nemur 6/7 af fullri gjaldtöku. 3) Alþjóðlegu markaðsverði á ferskum laxi sem metið er út frá verðvísitölu sem byggist á afmörkuðum viðskiptum með ferskan lax í Noregi síðasta ár. 4) Meðalgengi evru. Að teknu tilliti til þessara þátta fæst niðurstaðan 45,03 krónur fyrir hvert framleitt kíló af laxi árið 2025. Útreikning má betur sjá á neðangreindri skýringarmynd. Auðlindarentuskattur Stundum er auðlindagjaldi eða auðlindaskatti ruglað saman við annað hugtak, auðlindarentu. Auðlindarenta er flókið hugtak og er ekki hlaupið að því að koma auga á hana í einstaka atvinnugreinum, eins og framkvæmdastjóri SFS bendir á í nýlegri grein um þrífætt svín. Í einföldu máli má segja að svokölluð auðlindarenta tengist eiginleikum auðlindarinnar sjálfrar og er ekki bein afleiðing virðisaukandi vinnu, fjárfestinga eða nýsköpunar. Í Noregi er notast við skattalega umgjörð, þar sem reynt er að leggja mat á og skattleggja auðlindarentu á atvinnugreinar sem hagnýta auðlindir, svo sem fiskeldi og olíuframleiðslu. Fiskveiðar eru að vísu ekki skattlagðar sérstaklega í Noregi líkt og hér á landi, heldur njóta þvert á móti ríkulegra styrkja frá hinu opinbera. Sérstök skattlagning á fiskeldi í Noregi er enn fremur nýtilkomin. Áform voru fyrst kynnt til sögunnar árið 2022 og skatturinn var fyrst lagður á vegna ársins 2023. Aðferðafræðin hefur verið mikið til umræðu og greiningar í Noregi, en síðustu tvö ár hafa einkennst af óvissu um raunveruleg áhrif þessa nýja skatts á norsk fyrirtæki. Skatturinn virkar þannig að lagður er 25% viðbótartekjuskattur á þann hagnað sem verður til í þeim hluta virðiskeðju fiskeldis sem fer fram í sjó. Aðrir hlutar virðiskeðjunnar, sem nýta ekki sjávarauðlindina, eru undanskildir skattinum. Á það meðal annars við um hrognaframleiðslu, seiðaframleiðslu, vinnslu, flutninga, markaðssetningu og sölu. Eðli málsins samkvæmt eru norsk eldisfyrirtæki mismikið samþætt og rekstrarskilyrði þeirra ólík sem veldur því að auðlindarentuskattur hefur misþung áhrif á heildarskattbyrði þeirra. Sé horft til áhrifa skattheimtunnar á alla virðiskeðjuna hefur verið áætlað að skattbyrði sé á bilinu 10% til 18%. Þess ber þó að geta að stór hluti norskra fiskeldisfyrirtækja er alfarið undanþeginn skattheimtunni vegna frítekjumarks, sem nemur 70 milljónum norskra króna, eða um einum milljarði íslenskra króna. Fiskeldisskatturinn í Noregi er skýrt dæmi um það hversu erfitt getur verið að meta meinta auðlindarentu, sérstaklega hjá stærri og lóðrétt samþættum fyrirtækjum. Of snemma eða of seint? Ísland, Noregur og Færeyjar eru einu löndin í heiminum sem leggja sérstaka skatta og gjöld á fiskeldi fyrir nýtingu auðlindar. Í öllum þremur löndunum hefur skattlagning á fiskeldi í sjó verið mikið til umræðu og breytingartillögur síðustu ára eru fjölmargar. Einn reginmunur er þó á skattheimtu á fiskeldi í löndunum þremur. Bæði í Noregi og Færeyjum fékk fiskeldi tækifæri til að ná fótfestu áður en gripið var til sértækrar skattheimtu. Framleiðslumagn þar hefur náð ákveðnum lágmarksþröskuldi sem nauðsynlegur er til að ná stærðarhagkvæmni til að tryggja samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum. Á Íslandi er staðan hins vegar önnur. Greinin er enn í uppbyggingar- og fjárfestingarfasa og er á mikilvægum tímamótum í framþróun sinni. Á slíkum tímamótum þarf að skoða vandlega hvernig best sé að liðka til fyrir vexti og verðmætasköpun í greininni. Það felur meðal annars í sér að meta hvaða áhrif álögur hafa á greinina, samanborið við það sem gengur og gerist í samkeppnislöndum eins og Noregi og Færeyjum. Skilvirkni lagaumgjarðar, hvatar til fjárfestinga og stuðningur við nýsköpun skipta einnig lykilmáli til að tryggja að íslenskt fiskeldi geti vaxið og orðið sjálfbært til lengri tíma litið. Vel útfærðar ákvarðanir nú geta lagt grunninn að sjálfbærri og samkeppnishæfri atvinnugrein sem skilar miklum verðmætum til samfélagsins. Það krefst þó þess að jafnvægi sé náð á milli vaxtarmöguleika greinarinnar og réttlátrar gjaldtöku, þar sem bæði er horft til hagkvæmni og sanngirni. Spurningin sem blasir við er því þessi: Hvernig geta Íslendingar best tryggt ábyrgan vöxt fiskeldis án þess að hefta framþróun greinarinnar með ótímabærum álögum? Þessi spurning kallar á dýpri umræðu um hlutverk stjórnvalda, stefnumótun og hvernig skapa má framtíðarsýn sem byggist bæði á skynsemi og langtímahugsun. Samtalið þarf að snúast um annað og meira en bara skattlagningu. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun