Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2024 09:22 Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vísir/Egill Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli leigusala þar sem hann fór fram á bætur vegna leigjanda íbúðar og skemmda sem hafi orðið á íbúðinni á leigutíma. Málinu var vísað frá með vísun í Vínarsamninginn um stjórnmálasamband þar sem það var erlent sendiráð sem leigði íbúðina fyrir starfsmann sendiráðsins og kærunefndin mat það sem svo að hún hefði ekki lögsögu í málinu. Leigusalinn fór fram á að viðurkennt yrði að sendiráðinu bæri að greiða reikninginn, samtals upp á 636 þúsund krónur. Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vildi hann meina að leigjandinn hafi brotið gegn leigusamningi þar sem ástand íbúðarinnar hafi við lok leigutímans verið ófullnægjandi. Samningur hafði upphaflega verið gerður um leigu á íbúðinni frá maí 2023 til maí 2026 en leigutímanum lauk í janúarlok síðastliðinn samkvæmt samkomulagi. Nefndin ákvað að vísa málinu frá með vísun í Vínarsamninginn frá 1961, en samkvæmt honum njóta sendiráðssvæði friðhelgi, þar með talið íbúð forstöðumanns sendiráðs. Í samningnum segir að einkaheimili sendierindreka njóti sömu friðhelgi. Nefndin vísaði sömuleiðis í dóm Hæstiréttar frá árinu 1995 en taldi ekki unnt að líta öðruvísi á en að hún hafi ekki lögsögu yfir rétti eða skyldum erlendra sendiráða. Því yrði að vísa málinu frá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Leigumarkaður Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Sjá meira
Málinu var vísað frá með vísun í Vínarsamninginn um stjórnmálasamband þar sem það var erlent sendiráð sem leigði íbúðina fyrir starfsmann sendiráðsins og kærunefndin mat það sem svo að hún hefði ekki lögsögu í málinu. Leigusalinn fór fram á að viðurkennt yrði að sendiráðinu bæri að greiða reikninginn, samtals upp á 636 þúsund krónur. Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vildi hann meina að leigjandinn hafi brotið gegn leigusamningi þar sem ástand íbúðarinnar hafi við lok leigutímans verið ófullnægjandi. Samningur hafði upphaflega verið gerður um leigu á íbúðinni frá maí 2023 til maí 2026 en leigutímanum lauk í janúarlok síðastliðinn samkvæmt samkomulagi. Nefndin ákvað að vísa málinu frá með vísun í Vínarsamninginn frá 1961, en samkvæmt honum njóta sendiráðssvæði friðhelgi, þar með talið íbúð forstöðumanns sendiráðs. Í samningnum segir að einkaheimili sendierindreka njóti sömu friðhelgi. Nefndin vísaði sömuleiðis í dóm Hæstiréttar frá árinu 1995 en taldi ekki unnt að líta öðruvísi á en að hún hafi ekki lögsögu yfir rétti eða skyldum erlendra sendiráða. Því yrði að vísa málinu frá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Leigumarkaður Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Sjá meira