Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Við ræðum við formann Landverndar, sem segir margt í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar benda til meiri skynsemi en verið hefur, til að mynda í orkumálum.
Maðurinn, sem grunaður er um að hafa drepið fimm og slasað mörg hundruð með því að aka bíl inn á jólamarkað í Magdeburg, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gefin hefur verið út ákæra á hendur honum.
Gul viðvörun er í gildi fyrir Þorláksmessu og það verður leiðindaveður á aðfangadag.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.