107 ára gömul og dansar eins og unglamb Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2024 20:06 Þórhildur var kát og hress í dag eins og alltaf en hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, eða 107 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa. Það þykir ekki tiltökumál ef fólk nær því að vera 100 ára í dag en um 900 Íslendingar hafa náð þeim aldri en aðeins fimmtán hafa náð því að verða 107 ára og er Þórhildur sextándi Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hún er alltaf kát og hress en hún býr á Sléttuveginum í Reykjavík í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu. Þórhildur er fædd 22. desember 1917 í Biskupstungum í Miðhúsum en fjölskyldan flutti fljótlega þaðan að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1923 þar sem Þórhildur hefur búið síðan. Eiginmaður Þórhildar var Gústaf Adólf Lárusson húsasmíðameistara frá Efri – Vaðli á Barðaströnd en hann dó 2013. Þórhildur og Gústaf eignuðust sex dætur en fimm þeirra eru á lífi á aldrinum 74 til 82 ára. En hvernig er að verða orðin 107 ára? „Það er bara gott þegar heilsan er í lagi og þá er allt fínt, bara ljómandi gott,“ segir Þórhildur. Hverju þakkar þú fyrir hvað þú ert hraust og hress? „Að fara þokkalega með sig og hafa nóg að gera,“ segir hún brosandi. Þórhildur hefur alltaf haft gaman af því að dansa og hún var fljót að bjóða fréttamanni upp í dans í dag. Henni hlakkar til jólanna en þar sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan komi saman. Jólagjafirnar skipti engu máli þegar maður er orðinn 107 ára. „Já, leggja meira upp úr því að koma saman og eiga góða samveru.“ En hvað stefnir Þórhildur á að verða gömul? „110 ára, þannig að ég er að seilast í áttina,“ segir hún hlæjandi. Þórhildur ætlar að njóta jólanna með fjölskyldunni því hún segir að samveran sé það mikilvægast um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessum skilaboðum vildi Þórhildur koma á framfæri til landsmanna á 107 ára afmælisdeginum. „Vera trúr sjálfum sér og vita hvað er rétt og hvað er rangt, það er bara svoleiðis.“ Og hvað haldið þið, jólasveinn mætti óvænt í afmælið og söng að sjálfsögðu afmælissönginn með Þórhildi og gestum hennar. Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tímamót Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Það þykir ekki tiltökumál ef fólk nær því að vera 100 ára í dag en um 900 Íslendingar hafa náð þeim aldri en aðeins fimmtán hafa náð því að verða 107 ára og er Þórhildur sextándi Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hún er alltaf kát og hress en hún býr á Sléttuveginum í Reykjavík í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu. Þórhildur er fædd 22. desember 1917 í Biskupstungum í Miðhúsum en fjölskyldan flutti fljótlega þaðan að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1923 þar sem Þórhildur hefur búið síðan. Eiginmaður Þórhildar var Gústaf Adólf Lárusson húsasmíðameistara frá Efri – Vaðli á Barðaströnd en hann dó 2013. Þórhildur og Gústaf eignuðust sex dætur en fimm þeirra eru á lífi á aldrinum 74 til 82 ára. En hvernig er að verða orðin 107 ára? „Það er bara gott þegar heilsan er í lagi og þá er allt fínt, bara ljómandi gott,“ segir Þórhildur. Hverju þakkar þú fyrir hvað þú ert hraust og hress? „Að fara þokkalega með sig og hafa nóg að gera,“ segir hún brosandi. Þórhildur hefur alltaf haft gaman af því að dansa og hún var fljót að bjóða fréttamanni upp í dans í dag. Henni hlakkar til jólanna en þar sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan komi saman. Jólagjafirnar skipti engu máli þegar maður er orðinn 107 ára. „Já, leggja meira upp úr því að koma saman og eiga góða samveru.“ En hvað stefnir Þórhildur á að verða gömul? „110 ára, þannig að ég er að seilast í áttina,“ segir hún hlæjandi. Þórhildur ætlar að njóta jólanna með fjölskyldunni því hún segir að samveran sé það mikilvægast um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessum skilaboðum vildi Þórhildur koma á framfæri til landsmanna á 107 ára afmælisdeginum. „Vera trúr sjálfum sér og vita hvað er rétt og hvað er rangt, það er bara svoleiðis.“ Og hvað haldið þið, jólasveinn mætti óvænt í afmælið og söng að sjálfsögðu afmælissönginn með Þórhildi og gestum hennar.
Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tímamót Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira