Flugferðum var aflýst innanlands í morgun og færðin hefur verið slæm, en það syrtir enn í álinn í kvöld og veðurútlit ekki sérstaklega gott næstu daga.
Þá fylgjumst við fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar nýju sem hófst í morgun. Inga Sæland tók að sjálfsögðu lagið við upphaf fundar.
Einnig kíkjum við að sjálfsögðu í skötuveislu eins og tíðkast á Þorláksmessu.
Og í íþróttapakkanum verður farið yfir þá íþróttamenn sem koma til álita í kjöri á íþróttamanni ársins sem fram fer í byrjun nýs árs.