Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 12:30 Litlu munaði að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri á jólamarkaðnum í Magdeburg þegar maður ók þar inn í mannfjöldann og varð fimm manns að bana. Getty/Marco Steinbrenner Þýska handknattleiksdeildin hefur nú samþykkt að heimaleik Magdeburgar við Erlangen, sem fara átti fram annan í jólum, verði frestað um ótilgreindan tíma vegna grimmdarverkanna á jólamarkaðnum í Magdeburg. Áður hafði leik liðsins við Eisenach, sem fara átti fram í gær, verið frestað. Þetta þýðir að Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar ekki fleiri leiki með Magdeburg á þessu ári, og raunar ekki aftur fyrr en í febrúar, eftir að heimsmeistaramótinu lýkur í Króatíu. Áður var ljóst að Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki meira með liðinu á þessu ári, vegna meiðsla. Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans, Rannveig Bjarnadóttir, hefðu verið á jólamarkaðnum þegar maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á markaðnum. Fimm manns létust í árásinni og 200 slösuðust, og ljóst að mikil sorg ríkir í Magdeburg þar sem um 240.000 manns búa. „Að okkar mati er þetta ekki rétti tíminn til þess að halda stóra viðburði, svo skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Magdeburg. Í borg með 240.000 íbúum þá tengjast sennilega allir með einhverjum hætti hinum látnu, slösuðu eða þeim sem nú hlúa að þeim. Þetta hefur áhrif á okkar stuðningsfólk, okkar lið og okkar starfsfólk,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburgarliðsins. „Ég tel að fólkið í Magdeburg sé enn í áfalli. Núna er fólk að syrgja hina látnu og styðja við þá sem slösuðust, og að þakka þeim sem komu til bjargar. Við erum sammála borgaryfirvöldum um að það væri óábyrgt að binda öryggisstarfsfólk við handboltaleik í ljósi fjölda minningarathafna og samkoma í dag og næstu daga,“ sagði Schmedt en bætti við að félagið væri meðvitað um hlutverk sitt sem sameiningartákn. Núna þyrfti hins vegar fólk að fá tíma og frið. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr utanríkisráðherra, benti á í Silfrinu á laugardag kemur sonur hennar því óvenju snemma heim í jólafrí en Gísli og félagar í landsliðinu hefja svo brátt æfingar fyrir heimsmeistaramótið. Allur landsliðshópurinn byrjar formlega æfingar 2. janúar áður en haldið verður svo í vináttulandsleiki við Svía ytra, 9. og 11. janúar, en fyrsti leikur á HM er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Áður hafði leik liðsins við Eisenach, sem fara átti fram í gær, verið frestað. Þetta þýðir að Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar ekki fleiri leiki með Magdeburg á þessu ári, og raunar ekki aftur fyrr en í febrúar, eftir að heimsmeistaramótinu lýkur í Króatíu. Áður var ljóst að Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki meira með liðinu á þessu ári, vegna meiðsla. Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans, Rannveig Bjarnadóttir, hefðu verið á jólamarkaðnum þegar maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á markaðnum. Fimm manns létust í árásinni og 200 slösuðust, og ljóst að mikil sorg ríkir í Magdeburg þar sem um 240.000 manns búa. „Að okkar mati er þetta ekki rétti tíminn til þess að halda stóra viðburði, svo skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Magdeburg. Í borg með 240.000 íbúum þá tengjast sennilega allir með einhverjum hætti hinum látnu, slösuðu eða þeim sem nú hlúa að þeim. Þetta hefur áhrif á okkar stuðningsfólk, okkar lið og okkar starfsfólk,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburgarliðsins. „Ég tel að fólkið í Magdeburg sé enn í áfalli. Núna er fólk að syrgja hina látnu og styðja við þá sem slösuðust, og að þakka þeim sem komu til bjargar. Við erum sammála borgaryfirvöldum um að það væri óábyrgt að binda öryggisstarfsfólk við handboltaleik í ljósi fjölda minningarathafna og samkoma í dag og næstu daga,“ sagði Schmedt en bætti við að félagið væri meðvitað um hlutverk sitt sem sameiningartákn. Núna þyrfti hins vegar fólk að fá tíma og frið. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr utanríkisráðherra, benti á í Silfrinu á laugardag kemur sonur hennar því óvenju snemma heim í jólafrí en Gísli og félagar í landsliðinu hefja svo brátt æfingar fyrir heimsmeistaramótið. Allur landsliðshópurinn byrjar formlega æfingar 2. janúar áður en haldið verður svo í vináttulandsleiki við Svía ytra, 9. og 11. janúar, en fyrsti leikur á HM er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira