Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 19:27 Unnar Már Sigurbjörnsson stóð vaktina við lokunarpóst Reykjavíkurmegin Hellisheiðar í dag. Vísir/Rúnar Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina við Hellisheiðina frá því í gær, til að tryggja að ökumenn fari ekki inn á hana. Útlit er fyrir að hún verði lokuð til morguns. Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar fólki á Hellisheiði í gærkvöldi, á aðfangadagskvöld. Heiðin var lokuð en einhverjir höfðu reynt við hana, mögulega vegna misvísandi upplýsinga á skiltum. Nú hefur lokunarpóstum verið komið fyrir beggja vegna heiðarinnar. En hvernig er fyrir björgunarsveitarfólkið að standa vaktina á jóladag? „Þetta er bara eins og hina dagana. Við þurfum að vera hér og leiðbeina fólki og segja þeim hvernig staðan er, hvaða möguleikar eru í stöðunni hverju sinni,“ Unnar Már Sigurbjörnsson, meðlimur í hjálparsveit skáta í Reykjavík. Beina umferð annað Ólíklegt er að Hellisheiði og Þrengslin verði opnuð í dag, en umferð hefur meðal annars verið beint um Suðurstrandarveg. „Það er alltaf í boði að fara hann ef hann er opinn. Þannig að við bara beinum fólki þangað sem það getur farið.“ Unnar segir nokkra umferð hafa verið í hádeginu. „Og það ruddust svolítið margir bílar yfir heiðina. Hvers vegna veit ég ekki, það gæti hafa verið út af kortaforritum. Ég þekki ekki nánari deili á því en mín vakt hér hefur gengið mjög vel.“ Að æða upp á lokaða heiði er hættuspil Ekki hafi þurft að liðsinna fólki uppi á heiðinni síðan í gærkvöldi að sögn Unnars. Þrátt fyrir það varar hann við því að fólk reyni hana. „Að fara inn á lokaða heiði er hættuspil, alveg sama hvernig veðrið er hér. Veðrið hér getur verið ágætt, en snælduvitlaust uppi á heiði. Þessi litli vegarspotti hér á milli hefur mjög margt upp á að bjóða í vondu veðri.“ Og svo standa kollegar ykkar vaktina hinu megin heiðar? „Jú,jú. Manni í Þorlákshöfn og björgunarsveitin í Hveragerði standa hinu megin og passa upp á póstana sína þar.“ Flugferðum aflýst og nóg af útköllum Veðrið hefur haft áhrif víðar, en Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði hafa til að mynda verið lokaðar í dag. Björgunarsveitir víða á vestanverðu landinu hafa verið kallaðar út, í Borgarfirði, í Reykhólasveit og á Akranesi, þar sem bátur var við það að slitna frá bryggju. Að sama skapi var fjölda flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli aflýst, en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til miðnættis, með éljagangi og vindhraða upp í 30 metra á sekúndu. Aðstæður þar hafa þó skánað og farið að undirbúa flugferðir að nýju. Fylgjast má með nýjustu veðurspám á vef Veðurstofunnar, og upplýsingar um færð á vegum má fá á Umferðin.is. Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Tengdar fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. 25. desember 2024 16:34 Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. 25. desember 2024 07:32 Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. 25. desember 2024 11:42 Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. 25. desember 2024 16:57 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar fólki á Hellisheiði í gærkvöldi, á aðfangadagskvöld. Heiðin var lokuð en einhverjir höfðu reynt við hana, mögulega vegna misvísandi upplýsinga á skiltum. Nú hefur lokunarpóstum verið komið fyrir beggja vegna heiðarinnar. En hvernig er fyrir björgunarsveitarfólkið að standa vaktina á jóladag? „Þetta er bara eins og hina dagana. Við þurfum að vera hér og leiðbeina fólki og segja þeim hvernig staðan er, hvaða möguleikar eru í stöðunni hverju sinni,“ Unnar Már Sigurbjörnsson, meðlimur í hjálparsveit skáta í Reykjavík. Beina umferð annað Ólíklegt er að Hellisheiði og Þrengslin verði opnuð í dag, en umferð hefur meðal annars verið beint um Suðurstrandarveg. „Það er alltaf í boði að fara hann ef hann er opinn. Þannig að við bara beinum fólki þangað sem það getur farið.“ Unnar segir nokkra umferð hafa verið í hádeginu. „Og það ruddust svolítið margir bílar yfir heiðina. Hvers vegna veit ég ekki, það gæti hafa verið út af kortaforritum. Ég þekki ekki nánari deili á því en mín vakt hér hefur gengið mjög vel.“ Að æða upp á lokaða heiði er hættuspil Ekki hafi þurft að liðsinna fólki uppi á heiðinni síðan í gærkvöldi að sögn Unnars. Þrátt fyrir það varar hann við því að fólk reyni hana. „Að fara inn á lokaða heiði er hættuspil, alveg sama hvernig veðrið er hér. Veðrið hér getur verið ágætt, en snælduvitlaust uppi á heiði. Þessi litli vegarspotti hér á milli hefur mjög margt upp á að bjóða í vondu veðri.“ Og svo standa kollegar ykkar vaktina hinu megin heiðar? „Jú,jú. Manni í Þorlákshöfn og björgunarsveitin í Hveragerði standa hinu megin og passa upp á póstana sína þar.“ Flugferðum aflýst og nóg af útköllum Veðrið hefur haft áhrif víðar, en Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði hafa til að mynda verið lokaðar í dag. Björgunarsveitir víða á vestanverðu landinu hafa verið kallaðar út, í Borgarfirði, í Reykhólasveit og á Akranesi, þar sem bátur var við það að slitna frá bryggju. Að sama skapi var fjölda flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli aflýst, en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til miðnættis, með éljagangi og vindhraða upp í 30 metra á sekúndu. Aðstæður þar hafa þó skánað og farið að undirbúa flugferðir að nýju. Fylgjast má með nýjustu veðurspám á vef Veðurstofunnar, og upplýsingar um færð á vegum má fá á Umferðin.is.
Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Tengdar fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. 25. desember 2024 16:34 Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. 25. desember 2024 07:32 Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. 25. desember 2024 11:42 Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. 25. desember 2024 16:57 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. 25. desember 2024 16:34
Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. 25. desember 2024 07:32
Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. 25. desember 2024 11:42
Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. 25. desember 2024 16:57