Alls kyns jól um allan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 25. desember 2024 20:03 Fjölbreytileg yfirferð á jólum um allan heim í kvöldfréttum. vísir Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag. Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Hópur fólks í Berlín byrjaði daginn til dæmis á að synda í Oranke vatni áður en hann hélt af stað í sálmasöng. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var komið víða við á í yfirferð um jólahöld. Hátíðarhöldin voru á svipuðum nótum í Sydney í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi skemmti sér á ströndinni í sumarsólinni, á meðan aðrir héldu hefðbundnari jól í kirkjum borgarinnar. Fyrsta jólamessan í fimm ár var haldin í frúarkirkjunni í París og kristnir í Írak héldu upp á daginn, þrátt fyrir mikinn ótta og óörugga framtíð í landinu. „Við erum hluti af Írak. En við munum yfirgefa landið ef tækifærði gefst vegna þess að ástandið hér er óstöðugt. Okkur líður eins og þeir gætu kippt undan okkur fótunum hvenær sem er. Framtíð okkar er óviss hér,“ er haft eftir Bayda Nadhim íbúa í Teleskaf. Minnihlutahópar kristinna í Pakistan héldu upp á sín jól sem og í Sýrlandi, þar sem eru miklir umbrotatímar. Samfélag kristinna stækkar ört í Peking og var jólamessan í dómkirkju borgarinnar þétt setin. Sem fyrr var hátíðlega jólamessa í Betlehem - heimafólk og aðkomumenn saman komnir til að fagna fæðingu frelsarans. Aðfangadagur var fyrsti dagur fagnaðarárs kaþólikka og voru helgar dyr Péturskirkju í Vatíkaninu opnaðar almenningi en þær eru venjulega lokaðar aðkomufólki. „Maður fyllist auðmýkt við að ganga í gegnum dyrnar að það verður að eins konar losunað þegar þú ferð í gegn er það eins og útrás, þetta er tilfinningalosun“ segir Blanca Martin pílagrími frá Bandaríkjunum, sem heimsótti Péturskirkjuna í dag. Páfinn kallaði eftir friði í Úkraínu og Súdan, og lýsti áhyggjum af stöðunni í Mið-Austurlöndum, í predikun sinni í dag. „Megi ómur hernaðar þagna í Mið-Austurlöndum. Þegar ég hugsa um jötuna í Betlehem, veðrur mér hugsað til kristinna samfélaga í Ísrael og Palestínu, sérstaklega Gasa, þar sem mannúðarástandið er grafalvarlegt,“ Jól Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Hópur fólks í Berlín byrjaði daginn til dæmis á að synda í Oranke vatni áður en hann hélt af stað í sálmasöng. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var komið víða við á í yfirferð um jólahöld. Hátíðarhöldin voru á svipuðum nótum í Sydney í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi skemmti sér á ströndinni í sumarsólinni, á meðan aðrir héldu hefðbundnari jól í kirkjum borgarinnar. Fyrsta jólamessan í fimm ár var haldin í frúarkirkjunni í París og kristnir í Írak héldu upp á daginn, þrátt fyrir mikinn ótta og óörugga framtíð í landinu. „Við erum hluti af Írak. En við munum yfirgefa landið ef tækifærði gefst vegna þess að ástandið hér er óstöðugt. Okkur líður eins og þeir gætu kippt undan okkur fótunum hvenær sem er. Framtíð okkar er óviss hér,“ er haft eftir Bayda Nadhim íbúa í Teleskaf. Minnihlutahópar kristinna í Pakistan héldu upp á sín jól sem og í Sýrlandi, þar sem eru miklir umbrotatímar. Samfélag kristinna stækkar ört í Peking og var jólamessan í dómkirkju borgarinnar þétt setin. Sem fyrr var hátíðlega jólamessa í Betlehem - heimafólk og aðkomumenn saman komnir til að fagna fæðingu frelsarans. Aðfangadagur var fyrsti dagur fagnaðarárs kaþólikka og voru helgar dyr Péturskirkju í Vatíkaninu opnaðar almenningi en þær eru venjulega lokaðar aðkomufólki. „Maður fyllist auðmýkt við að ganga í gegnum dyrnar að það verður að eins konar losunað þegar þú ferð í gegn er það eins og útrás, þetta er tilfinningalosun“ segir Blanca Martin pílagrími frá Bandaríkjunum, sem heimsótti Péturskirkjuna í dag. Páfinn kallaði eftir friði í Úkraínu og Súdan, og lýsti áhyggjum af stöðunni í Mið-Austurlöndum, í predikun sinni í dag. „Megi ómur hernaðar þagna í Mið-Austurlöndum. Þegar ég hugsa um jötuna í Betlehem, veðrur mér hugsað til kristinna samfélaga í Ísrael og Palestínu, sérstaklega Gasa, þar sem mannúðarástandið er grafalvarlegt,“
Jól Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira