Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 27. desember 2024 12:02 Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hver var krafa þings ASÍ? Í meginatriðum sú að auðlindir séu sameign þjóðarinnar og skuli vera nýttar í hennar þágu. Það felur í sér að koma á heildstæðri gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda svo sem sjávarauðlinda, orkuauðlinda, lands, vatns og ósnortinnar náttúru. Ljóst er að þetta er ekki bara skoðun Alþýðusambandsins. Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát, m.ö.o. yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur skiptinguna rangláta. Í greininni er fyrst og fremst að finna tæknilegan útúrsnúning þar sem skautað er framhjá aðalatriðum málsins. Íslenskur sjávarútvegur er nefnilega vel rekinn og býr til gríðarleg verðmæti með nýtingu á sameiginlegri auðlind. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun en jafnframt að tryggja hlutdeild almennings í þeim verðmætum. Nokkra furðu vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kjósi að gera lítið úr þessum birtingarmyndum almannaviljans með því að jafna þeim við upplýsingaóreiðu. Í greininni er ASÍ sakað um að “fara vísvitandi með ósannindi”. Þetta er alvarleg ásökun sem um leið vekur upp spurningar um afstöðu samtakanna til samfélagsins almennt og hreyfingar launafólks sérstaklega. Mikilvægar áherslur nýrrar ríkisstjórnar Því ber að fagna að nú situr ríkisstjórn sem ætlar sér að móta auðlindastefnu sem felur í sér réttlát auðlindagjöld sem að hluta munu renna til nærsamfélags og jafnframt tryggja að ákvæði verði í stjórnarskrá um að auðlindir séu í þjóðareigu. Ísland er ríkt af sameiginlegum auðlindum og stjórnmálamenn verða að bera gæfu til þess að setja almannahagsmuni í forgang við nýtingu slíkra auðlinda. Skynsöm nýting auðlinda miðar nefnilega að því að hámarka verðmætasköpun og tryggja eigandanum réttláta hlutdeild í arðinum. Auðurinn og firringin Gríðarlegur auður sjávarútvegsins hefur tryggt honum mikinn skriðþunga í samfélaginu sem öflugir aðilar fá fúlgur fjár fyrir að verja með kjafti og klóm. Málflutning SFS má hafa til marks um þá rótföstu valdastöðu sem auðurinn hefur skapað sérhagsmunaöflunum. Hann er jafnframt enn ein sönnun þess að séraðstaða af þessum toga getur á endanum leitt til eins konar firringar gagnvart umhverfi og samtíma. Alþýðusamband Íslands stundar þá pólitík eina að standa vörð um almannahagsmuni. Þing ASÍ er lýðræðisleg samkoma jafningja. Þjóðmálakönnun ASÍ, nýjung sem vakið hefur verðskuldaða athygli, birtir ekki afstöðu Alþýðusambandsins eða forystufólks stéttarfélaga. Niðurstöður þingsins og könnunarinnar eru sterkar vísbendingar um afstöðu fólksins í landinu og að sérhagsmunavarsla SFS sé næstum því ábyggilega miklum meirihluta þjóðarinnar ekki að skapi. Af því má ef til vill leiða þá niðurstöðu að almennt telji Íslendingar sjávarútveginn ekki einkamál þeirra sem honum stjórna. Og þá kann ályktunin að verða sú að málflutningur sem leiðir hjá sér augljósar staðreyndir um samfélag og nútíma sé til marks um firringu af einhverju tagi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hver var krafa þings ASÍ? Í meginatriðum sú að auðlindir séu sameign þjóðarinnar og skuli vera nýttar í hennar þágu. Það felur í sér að koma á heildstæðri gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda svo sem sjávarauðlinda, orkuauðlinda, lands, vatns og ósnortinnar náttúru. Ljóst er að þetta er ekki bara skoðun Alþýðusambandsins. Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát, m.ö.o. yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur skiptinguna rangláta. Í greininni er fyrst og fremst að finna tæknilegan útúrsnúning þar sem skautað er framhjá aðalatriðum málsins. Íslenskur sjávarútvegur er nefnilega vel rekinn og býr til gríðarleg verðmæti með nýtingu á sameiginlegri auðlind. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun en jafnframt að tryggja hlutdeild almennings í þeim verðmætum. Nokkra furðu vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kjósi að gera lítið úr þessum birtingarmyndum almannaviljans með því að jafna þeim við upplýsingaóreiðu. Í greininni er ASÍ sakað um að “fara vísvitandi með ósannindi”. Þetta er alvarleg ásökun sem um leið vekur upp spurningar um afstöðu samtakanna til samfélagsins almennt og hreyfingar launafólks sérstaklega. Mikilvægar áherslur nýrrar ríkisstjórnar Því ber að fagna að nú situr ríkisstjórn sem ætlar sér að móta auðlindastefnu sem felur í sér réttlát auðlindagjöld sem að hluta munu renna til nærsamfélags og jafnframt tryggja að ákvæði verði í stjórnarskrá um að auðlindir séu í þjóðareigu. Ísland er ríkt af sameiginlegum auðlindum og stjórnmálamenn verða að bera gæfu til þess að setja almannahagsmuni í forgang við nýtingu slíkra auðlinda. Skynsöm nýting auðlinda miðar nefnilega að því að hámarka verðmætasköpun og tryggja eigandanum réttláta hlutdeild í arðinum. Auðurinn og firringin Gríðarlegur auður sjávarútvegsins hefur tryggt honum mikinn skriðþunga í samfélaginu sem öflugir aðilar fá fúlgur fjár fyrir að verja með kjafti og klóm. Málflutning SFS má hafa til marks um þá rótföstu valdastöðu sem auðurinn hefur skapað sérhagsmunaöflunum. Hann er jafnframt enn ein sönnun þess að séraðstaða af þessum toga getur á endanum leitt til eins konar firringar gagnvart umhverfi og samtíma. Alþýðusamband Íslands stundar þá pólitík eina að standa vörð um almannahagsmuni. Þing ASÍ er lýðræðisleg samkoma jafningja. Þjóðmálakönnun ASÍ, nýjung sem vakið hefur verðskuldaða athygli, birtir ekki afstöðu Alþýðusambandsins eða forystufólks stéttarfélaga. Niðurstöður þingsins og könnunarinnar eru sterkar vísbendingar um afstöðu fólksins í landinu og að sérhagsmunavarsla SFS sé næstum því ábyggilega miklum meirihluta þjóðarinnar ekki að skapi. Af því má ef til vill leiða þá niðurstöðu að almennt telji Íslendingar sjávarútveginn ekki einkamál þeirra sem honum stjórna. Og þá kann ályktunin að verða sú að málflutningur sem leiðir hjá sér augljósar staðreyndir um samfélag og nútíma sé til marks um firringu af einhverju tagi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun