Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2024 11:01 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og gripdeild. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru sem varðaði heimilisofbeldi þar sem brotið sem málið varðaði var fyrnt, en atvikið sem það mál varðaði átti sér stað í mars 2022. Manninum var gefið að sök að ógna lífi og heilsu barnsmóður sinnar og þáverandi sambýliskonu með því að ýta henni um íbúð þeirra þannig hún lenti á húsgöngum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að halda og þrýsta fast um handleggi konunnar, og taka hana hálstaki. Í ákærunni segir að konan hafi síðan flúið inn á baðherbergi og læst á eftir sér, en þá hafi maðurinn brotið upp hurðina. Maðurinn neitaði sök. Hann sagði að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra um notkun á bíl þeirra. Þau hefðu ýtt við hvoru öðru og hún farið inn á bað og ekki viljað ræða við hann. Hann hafi svo slegið með flötum lófa á baðherbergishurðina. Í skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir að atvikið átti sér stað sagðist hann hafa „rétt komið við“ baðherbergishurðina og hún hrokkið upp og losnað. Brotið fyrnt Framburður mannsins þótti stöðugur í málinu og líka framburður konunnar, en fram kemur að frásögn hennar hafi fengið nokkurn stuðning í göngum málsins, líkt og í vottorði læknis. Því var framburður hennar lagður til grundvallar. Þó þótti ekki hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði tekið konuna hálstaki. Maðurinn var ákærður fyrir brot samkvæmt 218. grein b almennra hegningarlaga, sem varðar brot í nánu sambandi. Að mati dómsins var því ekki hægt að líta svo á að konan hefði hlotið stórfellt líkams- eða heilsutjón af háttsemi mannsins og því var niðurstaða dómsins að brotið varðaði fyrstu málsgrein 217. greinar sömu laga. Brot samkvæmt umræddri grein eru í mesta lagi eins árs fangelsi, en slík brot fyrnast á tveimur árum. Ákæra málsins var gefin út þegar rétt rúm tvö ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Því var niðurstaðan sú að brotið væri fyrnt. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir önnur brot. Þar á meðal fyrir gripdeild fyrir að dæla eldsneyti 26 sinnum á bíl sinn, samtals fyrir tæplega 260 þúsund krónur, og ekið á brott án þess að borga. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Manninum var gefið að sök að ógna lífi og heilsu barnsmóður sinnar og þáverandi sambýliskonu með því að ýta henni um íbúð þeirra þannig hún lenti á húsgöngum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að halda og þrýsta fast um handleggi konunnar, og taka hana hálstaki. Í ákærunni segir að konan hafi síðan flúið inn á baðherbergi og læst á eftir sér, en þá hafi maðurinn brotið upp hurðina. Maðurinn neitaði sök. Hann sagði að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra um notkun á bíl þeirra. Þau hefðu ýtt við hvoru öðru og hún farið inn á bað og ekki viljað ræða við hann. Hann hafi svo slegið með flötum lófa á baðherbergishurðina. Í skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir að atvikið átti sér stað sagðist hann hafa „rétt komið við“ baðherbergishurðina og hún hrokkið upp og losnað. Brotið fyrnt Framburður mannsins þótti stöðugur í málinu og líka framburður konunnar, en fram kemur að frásögn hennar hafi fengið nokkurn stuðning í göngum málsins, líkt og í vottorði læknis. Því var framburður hennar lagður til grundvallar. Þó þótti ekki hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði tekið konuna hálstaki. Maðurinn var ákærður fyrir brot samkvæmt 218. grein b almennra hegningarlaga, sem varðar brot í nánu sambandi. Að mati dómsins var því ekki hægt að líta svo á að konan hefði hlotið stórfellt líkams- eða heilsutjón af háttsemi mannsins og því var niðurstaða dómsins að brotið varðaði fyrstu málsgrein 217. greinar sömu laga. Brot samkvæmt umræddri grein eru í mesta lagi eins árs fangelsi, en slík brot fyrnast á tveimur árum. Ákæra málsins var gefin út þegar rétt rúm tvö ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Því var niðurstaðan sú að brotið væri fyrnt. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir önnur brot. Þar á meðal fyrir gripdeild fyrir að dæla eldsneyti 26 sinnum á bíl sinn, samtals fyrir tæplega 260 þúsund krónur, og ekið á brott án þess að borga. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira