Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2024 11:01 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og gripdeild. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru sem varðaði heimilisofbeldi þar sem brotið sem málið varðaði var fyrnt, en atvikið sem það mál varðaði átti sér stað í mars 2022. Manninum var gefið að sök að ógna lífi og heilsu barnsmóður sinnar og þáverandi sambýliskonu með því að ýta henni um íbúð þeirra þannig hún lenti á húsgöngum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að halda og þrýsta fast um handleggi konunnar, og taka hana hálstaki. Í ákærunni segir að konan hafi síðan flúið inn á baðherbergi og læst á eftir sér, en þá hafi maðurinn brotið upp hurðina. Maðurinn neitaði sök. Hann sagði að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra um notkun á bíl þeirra. Þau hefðu ýtt við hvoru öðru og hún farið inn á bað og ekki viljað ræða við hann. Hann hafi svo slegið með flötum lófa á baðherbergishurðina. Í skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir að atvikið átti sér stað sagðist hann hafa „rétt komið við“ baðherbergishurðina og hún hrokkið upp og losnað. Brotið fyrnt Framburður mannsins þótti stöðugur í málinu og líka framburður konunnar, en fram kemur að frásögn hennar hafi fengið nokkurn stuðning í göngum málsins, líkt og í vottorði læknis. Því var framburður hennar lagður til grundvallar. Þó þótti ekki hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði tekið konuna hálstaki. Maðurinn var ákærður fyrir brot samkvæmt 218. grein b almennra hegningarlaga, sem varðar brot í nánu sambandi. Að mati dómsins var því ekki hægt að líta svo á að konan hefði hlotið stórfellt líkams- eða heilsutjón af háttsemi mannsins og því var niðurstaða dómsins að brotið varðaði fyrstu málsgrein 217. greinar sömu laga. Brot samkvæmt umræddri grein eru í mesta lagi eins árs fangelsi, en slík brot fyrnast á tveimur árum. Ákæra málsins var gefin út þegar rétt rúm tvö ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Því var niðurstaðan sú að brotið væri fyrnt. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir önnur brot. Þar á meðal fyrir gripdeild fyrir að dæla eldsneyti 26 sinnum á bíl sinn, samtals fyrir tæplega 260 þúsund krónur, og ekið á brott án þess að borga. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Manninum var gefið að sök að ógna lífi og heilsu barnsmóður sinnar og þáverandi sambýliskonu með því að ýta henni um íbúð þeirra þannig hún lenti á húsgöngum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að halda og þrýsta fast um handleggi konunnar, og taka hana hálstaki. Í ákærunni segir að konan hafi síðan flúið inn á baðherbergi og læst á eftir sér, en þá hafi maðurinn brotið upp hurðina. Maðurinn neitaði sök. Hann sagði að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra um notkun á bíl þeirra. Þau hefðu ýtt við hvoru öðru og hún farið inn á bað og ekki viljað ræða við hann. Hann hafi svo slegið með flötum lófa á baðherbergishurðina. Í skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir að atvikið átti sér stað sagðist hann hafa „rétt komið við“ baðherbergishurðina og hún hrokkið upp og losnað. Brotið fyrnt Framburður mannsins þótti stöðugur í málinu og líka framburður konunnar, en fram kemur að frásögn hennar hafi fengið nokkurn stuðning í göngum málsins, líkt og í vottorði læknis. Því var framburður hennar lagður til grundvallar. Þó þótti ekki hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði tekið konuna hálstaki. Maðurinn var ákærður fyrir brot samkvæmt 218. grein b almennra hegningarlaga, sem varðar brot í nánu sambandi. Að mati dómsins var því ekki hægt að líta svo á að konan hefði hlotið stórfellt líkams- eða heilsutjón af háttsemi mannsins og því var niðurstaða dómsins að brotið varðaði fyrstu málsgrein 217. greinar sömu laga. Brot samkvæmt umræddri grein eru í mesta lagi eins árs fangelsi, en slík brot fyrnast á tveimur árum. Ákæra málsins var gefin út þegar rétt rúm tvö ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Því var niðurstaðan sú að brotið væri fyrnt. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir önnur brot. Þar á meðal fyrir gripdeild fyrir að dæla eldsneyti 26 sinnum á bíl sinn, samtals fyrir tæplega 260 þúsund krónur, og ekið á brott án þess að borga. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira