Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Þar er greint frá því að tveir hafi verið handteknir í miðbænum í tveimur líkamsárásarmálum. Þá hafi þriðji maðurinn verið handtekinn vegna óláta og slagsmála í miðbænum. Einnig var maður handtekinn fyrir að veitast að lögreglumanni í sama hverfi.
Í Garðabæ var slökkviliðið kallað út vegna elds í bíl. Það slökkti eldinn og engin meiðsli urðu á fólki.
Afskipti voru höfð að manni sem hélt vöku fyrir íbúum í Grafarvogi með því að hringja dyrabjöllum. Maðurinn er sagður hafa verið eitthvað villtur og að lögreglan hafi aðstoðað hann við að finna réttan stað svo fólk fengi svefnfrið.
Í Árbæ var sextán ára gamall ökumaður stöðvaður. Honum var ekið heim til sín þar sem móðir hans tók við honum.