„Það versta stendur yfir áramótin“ Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 29. desember 2024 19:42 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. „Þetta er bara heiðarlegur vetrarkuldi, þetta er engan fimbulkulda að sjá,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Reikna megi með sjö til tíu stiga frosti við sjávarsíðuna næstu daga en allt að tuttugu stiga frosti inn til landsins. „Kosturinn við það er að það er hægur vindur, það er enginn blástur með þessu. Þannig að snjórinn helst,“ segir Einar. Útlit sé fyrir að kuldinn vari fram á nýja árið, jafnvel út fyrstu viku janúarmánaðar. „En það versta stendur yfir áramótin, frá gamlársdegi og fram á 2. janúar.“ Frost mælist sem stendur tíu stig í höfuðborginni. „Það er talsvert frost komið inn til landsins, við sjáum það bæði á Suðurlandi og í Borgarfirði. Það er ennþá dálítill strekkingur á Norðausturlandi,“ segir Einar og spáir því að þar mælist kuldinn mestur. „Þetta er eins og við eigum von á, við fengum svona kuldakast fyrir tveimur árum á þessum árstíma og þar var kaldara og meira og verra.“ Hvernig mun viðra til flugelda á gamlárskvöld? „Það verður léttskýjað eiginlega um land allt, nema á Norðausturlandi þar sem gengur á með smá éljum. En þetta snýst voðalega mikið um vindinn. Það verður tíu stiga frost hér í bænum. Mér sýnist á öllu að það verði rétt gola af austri sem ætti að blanda reyknum. Ef ekki er hætt við því að reykurinn svælist niður og það verði hér slæm loftgæði.“ Veður Áramót Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Sjá meira
„Þetta er bara heiðarlegur vetrarkuldi, þetta er engan fimbulkulda að sjá,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Reikna megi með sjö til tíu stiga frosti við sjávarsíðuna næstu daga en allt að tuttugu stiga frosti inn til landsins. „Kosturinn við það er að það er hægur vindur, það er enginn blástur með þessu. Þannig að snjórinn helst,“ segir Einar. Útlit sé fyrir að kuldinn vari fram á nýja árið, jafnvel út fyrstu viku janúarmánaðar. „En það versta stendur yfir áramótin, frá gamlársdegi og fram á 2. janúar.“ Frost mælist sem stendur tíu stig í höfuðborginni. „Það er talsvert frost komið inn til landsins, við sjáum það bæði á Suðurlandi og í Borgarfirði. Það er ennþá dálítill strekkingur á Norðausturlandi,“ segir Einar og spáir því að þar mælist kuldinn mestur. „Þetta er eins og við eigum von á, við fengum svona kuldakast fyrir tveimur árum á þessum árstíma og þar var kaldara og meira og verra.“ Hvernig mun viðra til flugelda á gamlárskvöld? „Það verður léttskýjað eiginlega um land allt, nema á Norðausturlandi þar sem gengur á með smá éljum. En þetta snýst voðalega mikið um vindinn. Það verður tíu stiga frost hér í bænum. Mér sýnist á öllu að það verði rétt gola af austri sem ætti að blanda reyknum. Ef ekki er hætt við því að reykurinn svælist niður og það verði hér slæm loftgæði.“
Veður Áramót Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Sjá meira