Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2024 20:31 Sigrún er sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vísir/Ragnar Dagur Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni. Líkt og greint hefur verið frá er nokkur kuldatíð í veðurkortunum, og útlit fyrir að víða nái frost tveggja stafa tölu á hitamælum. Kaldast verður til innsveita, þar sem sums staðar er spáð allt að 20 stiga frosti. Sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélagi bendir á að eigendur sumarhúsa þurfi sérstaklega að hafa varann á í kuldakastinu sem nú gengur yfir. „Það er aðallega að vatnið sé ekki að frjósa. Það er bæði í sumarhúsum, þeir einstaklingar sem eiga sumarhús, en svo erum við líka að sjá í loftræstikerfum í fyrirtækjum og öðru þvíumlíku, það á til að frjósa í svona miklu frosti,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vatnslekar tíðir í árferði sem þessu Hún hvetur fólk eindregið til að huga að eignum sínum og athuga hvort merki séu um leka eða frost í lögnum. „Ef það er frosið í sumarhúsum þá þarf að passa vel upp á þegar þiðnar aftur, þá fer vatnið oft á tíðum að flæða.“ Þá bendir Sigrún á að kuldakastinu fylgi eðlilega hálka, en ekki síður þegar því sleppir. „Það er svo mikill klaki víða, og þegar fer að hlána aftur verður undirlagið mjög hált.“ Heitavatnsleki á við húsbruna Helsta hættan sé þó frost í lögnum, sem Sigrún segir fólk oft á tíðum ekki huga að, þar semhugsunarhátturinn sé sá að þetta komi ekki fyrir það sjálft. Hún geldur varhug við því. „Það er alveg skelfilegt að lenda í vatnstjóni. Það vita þeir sem hafa á það reynt, og ég tala nú ekki um ef heita vatnið lekur. Skemmdamáttur þess er alveg gríðarlegur og í raun og veru geta hús verið eins og eftir bruna þegar heitt vatn lekur. Það skemmir allt.“ Áramótin varhugaverð Svo eru það auðvitað áramótin, sem er forvarnaflokkur út af fyrir sig. „Það er náttúrulega bara að vera vel klæddur. Það má búast við ágætis mengun frá flugeldunum og ég hvet alla til að fara eftir leiðbeiningum í hvívetna við meðhöndlun flugelda: Nota öryggisgleraugu, nota skinnhanska á hendur, þeir sem eru að meðhöndla flugeldana, og þeir sem eru að horfa á eiga líka að vera með öryggisgleraugu.“ Veður Tryggingar Slysavarnir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá er nokkur kuldatíð í veðurkortunum, og útlit fyrir að víða nái frost tveggja stafa tölu á hitamælum. Kaldast verður til innsveita, þar sem sums staðar er spáð allt að 20 stiga frosti. Sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélagi bendir á að eigendur sumarhúsa þurfi sérstaklega að hafa varann á í kuldakastinu sem nú gengur yfir. „Það er aðallega að vatnið sé ekki að frjósa. Það er bæði í sumarhúsum, þeir einstaklingar sem eiga sumarhús, en svo erum við líka að sjá í loftræstikerfum í fyrirtækjum og öðru þvíumlíku, það á til að frjósa í svona miklu frosti,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vatnslekar tíðir í árferði sem þessu Hún hvetur fólk eindregið til að huga að eignum sínum og athuga hvort merki séu um leka eða frost í lögnum. „Ef það er frosið í sumarhúsum þá þarf að passa vel upp á þegar þiðnar aftur, þá fer vatnið oft á tíðum að flæða.“ Þá bendir Sigrún á að kuldakastinu fylgi eðlilega hálka, en ekki síður þegar því sleppir. „Það er svo mikill klaki víða, og þegar fer að hlána aftur verður undirlagið mjög hált.“ Heitavatnsleki á við húsbruna Helsta hættan sé þó frost í lögnum, sem Sigrún segir fólk oft á tíðum ekki huga að, þar semhugsunarhátturinn sé sá að þetta komi ekki fyrir það sjálft. Hún geldur varhug við því. „Það er alveg skelfilegt að lenda í vatnstjóni. Það vita þeir sem hafa á það reynt, og ég tala nú ekki um ef heita vatnið lekur. Skemmdamáttur þess er alveg gríðarlegur og í raun og veru geta hús verið eins og eftir bruna þegar heitt vatn lekur. Það skemmir allt.“ Áramótin varhugaverð Svo eru það auðvitað áramótin, sem er forvarnaflokkur út af fyrir sig. „Það er náttúrulega bara að vera vel klæddur. Það má búast við ágætis mengun frá flugeldunum og ég hvet alla til að fara eftir leiðbeiningum í hvívetna við meðhöndlun flugelda: Nota öryggisgleraugu, nota skinnhanska á hendur, þeir sem eru að meðhöndla flugeldana, og þeir sem eru að horfa á eiga líka að vera með öryggisgleraugu.“
Veður Tryggingar Slysavarnir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira