Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 16:23 Gríðarlegt magn fíkniefna fannst í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. janúar. Þeir eru sakaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla lagði hald á mikið magn fíkniefna í byrjun október. Í byrjun október voru þrír karlmenn handteknir eftir að lögregla lagði hald á „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem geymd voru í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Um var að ræða tæp þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Mennirnir þrír hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 3. október en var það þann 20. desember framlengt um mánuð, til 20. janúar 2025. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar. Lögregla frétti af miklu magni fíkniefna í skrifstofurýminu. Fóru þeir á staðinn og skiptu efninu út fyrir gerviefni en ásamt því voru settar upp upptökuvélar. Á þeim upptökum sáust mennirnir þrír koma og sækja efnin. Tveir þeirra tóku fíkniefnin með sér í eina bifreið en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni á annarri bifreið. Voru bílarnir tveir keyrðir í sitt hvora áttina. Í kjölfarið handtók lögregla mennina. Við húsleit á heimili fannst einnig umtalsvert magn fíkniefna. Mennirnir þrír neituðu allir sök en í fjórðu skýrslutöku breytti einn þeirra fyrri framburði sínum og sagðist eiga öll fíkniefnin. Hann hefði beðið hina mennina um að geyma og fela efnin fyrir sig. Á upptökum lögreglu sjást allir mennirnir ná í fíkniefnin í skrifstofuhúsnæðinu, falda upp á fölsku lofti. Lögregla telur ljóst að allir þrír hafi vitað af rýminu og hvað þar væri að finna. Rannsókn málsins er lokið. Héraðssaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur mönnunum. Fíkniefnabrot Kópavogur Lögreglumál Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Í byrjun október voru þrír karlmenn handteknir eftir að lögregla lagði hald á „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem geymd voru í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Um var að ræða tæp þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Mennirnir þrír hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 3. október en var það þann 20. desember framlengt um mánuð, til 20. janúar 2025. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar. Lögregla frétti af miklu magni fíkniefna í skrifstofurýminu. Fóru þeir á staðinn og skiptu efninu út fyrir gerviefni en ásamt því voru settar upp upptökuvélar. Á þeim upptökum sáust mennirnir þrír koma og sækja efnin. Tveir þeirra tóku fíkniefnin með sér í eina bifreið en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni á annarri bifreið. Voru bílarnir tveir keyrðir í sitt hvora áttina. Í kjölfarið handtók lögregla mennina. Við húsleit á heimili fannst einnig umtalsvert magn fíkniefna. Mennirnir þrír neituðu allir sök en í fjórðu skýrslutöku breytti einn þeirra fyrri framburði sínum og sagðist eiga öll fíkniefnin. Hann hefði beðið hina mennina um að geyma og fela efnin fyrir sig. Á upptökum lögreglu sjást allir mennirnir ná í fíkniefnin í skrifstofuhúsnæðinu, falda upp á fölsku lofti. Lögregla telur ljóst að allir þrír hafi vitað af rýminu og hvað þar væri að finna. Rannsókn málsins er lokið. Héraðssaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur mönnunum.
Fíkniefnabrot Kópavogur Lögreglumál Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira