Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 13:50 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag, gamlársdag, símafund með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Um er að ræða fyrsta símtalið sem Þorgerður tekur í nýju embætti við erlendan samstarfsmann sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Í símtalinu ítrekaði Þorgerður Katrín stuðning Íslands við Úkraínu í varnarbaráttunni gegn árásarstríði Rússa sem staðið hefur yfir í að verða þrjú ár. Þau ræddu stöðuna í Úkraínu og ekki síst þær miklu áskoranir sem árásir Rússa á orkuinnviði hafa í för með sér yfir köldustu mánuðina,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt hafi þau rætt samstarf Íslands og Úkraínu á alþjóðavettvangi, framkvæmd bæði Úkraínustefnu Íslands sem var samþykkt á Alþingi í vor og tvíhliða samnings landanna um stuðning. „Úkraínska þjóðin hefur sýnt ótrúlegt hugrekki og þrautseigju í varnarbaráttu sinni gegn innrásarliði Rússa og nauðsynlegt er að styðja þau með öllum tiltækum ráðum. Grimmdarleg framganga Rússlands hefur valdið úkraínsku þjóðinni gríðarlegum hörmungum og er um leið stærsta ógnin við öryggi Evrópu, þar með talið Íslands. Sem lýðræðisríki eigum við tilvist okkar undir virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldisrétti ríkja til að taka ákvarðanir um eigin örlög. Ísland getur því með engu móti staðið aðgerðarlaust hjá,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag símafund með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu.stjórnarráðið Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Inga segir Ásthildi Lóu grjótharða og hún komi aftur Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Í símtalinu ítrekaði Þorgerður Katrín stuðning Íslands við Úkraínu í varnarbaráttunni gegn árásarstríði Rússa sem staðið hefur yfir í að verða þrjú ár. Þau ræddu stöðuna í Úkraínu og ekki síst þær miklu áskoranir sem árásir Rússa á orkuinnviði hafa í för með sér yfir köldustu mánuðina,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt hafi þau rætt samstarf Íslands og Úkraínu á alþjóðavettvangi, framkvæmd bæði Úkraínustefnu Íslands sem var samþykkt á Alþingi í vor og tvíhliða samnings landanna um stuðning. „Úkraínska þjóðin hefur sýnt ótrúlegt hugrekki og þrautseigju í varnarbaráttu sinni gegn innrásarliði Rússa og nauðsynlegt er að styðja þau með öllum tiltækum ráðum. Grimmdarleg framganga Rússlands hefur valdið úkraínsku þjóðinni gríðarlegum hörmungum og er um leið stærsta ógnin við öryggi Evrópu, þar með talið Íslands. Sem lýðræðisríki eigum við tilvist okkar undir virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldisrétti ríkja til að taka ákvarðanir um eigin örlög. Ísland getur því með engu móti staðið aðgerðarlaust hjá,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag símafund með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu.stjórnarráðið
Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Inga segir Ásthildi Lóu grjótharða og hún komi aftur Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Sjá meira