„Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 13:36 Halla Tómasdóttir flutti sitt fyrsta nýársávarp í dag, en hún var kjörin sjöundi forseti lýðveldisins á síðasta ári. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Þetta kom fram í fyrsta nýársávarpi Höllu klukkan 13 og vísaði þar til stjórnarmyndunar Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar og nýs forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Halla sagði aukna fjölbreytni góðra fyrirmynda sé mikilvæg og fjölgun leiðtoga úr hópi kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins skipti máli. „Í stjórnmálum eins og hvarvetna er þörf á aukinni mýkt og mennsku í almennum viðhorfum og leit að lausnum. Þótt slík viðhorf séu oft tengd við konur, þá eru þau óháð kyni og mikilvægt að efla þau — ekki síður meðal drengja og karla,“ sagði Halla. Sjá má nýársávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan. Trylltu öflin ekki lengur svo ýkja fjarlæg Í ávarpi sínu minntist forseti einnig á stöðuna í alþjóðamálum. Viðsjárverðir tímar væru víða um heim en að við værum friðsæl þjóð sem fylgist að mestu með úr fjarlægð og voni að þessir vágestir fari hjá garði. Hún vísaði í ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Vökuró, sem Jórunn Viðar hafi samið undurfallegt lag við. „„Langt í burt, vakir veröld stór, grimmum töfrum tryllt.“ En þessi trylltu öfl eru ekki lengur svo ýkja fjarlæg og við eigum það bæði undir sjálfum okkur og öðrum að halda álögum þeirra og áhrifum í skefjum. Vert er að spyrja hvernig Íslendingar geta best staðið fyrir og með friði í heimi sem ófriður ógnar. Hér heima þurfum við Íslendingar að takast á við ógnaröfl sem ekki setjast að samningaborði — jarðeldana á Reykjanesi. Langvarandi áraun sem á sér engin fordæmi hér á landi á síðari tímum. Ég hvet landsmenn til að horfa á sjónvarpsþættina Grindavík sem bregða ljósi á baráttu samfélags sem er að missa heimili sín og rótfestu en þjappar sér saman í gegnum stórkostlega framgöngu körfuboltaliða bæjarins. Mótlætið sem Grindvíkingar takast á við setur hversdagslegar áskoranir í nýtt samhengi,“ sagði forseti. Þakkaði fyrir traustið Fyrir hönd forsetahjónanna þakkaði Halla Íslendingum það traust sem þeim hafi verið sýnt. „Við þökkum öllu því velviljaða fólki sem hefur mætt okkur með hlýju og greitt götu okkar á liðnu ári, sent okkur kveðjur og boðið okkur velkomin á viðburði um land allt. Ég vil sérstaklega þakka unga fólkinu og börnunum sem nálgast mig oft á förnum vegi og biðja um knús. Þið bræðið hjörtu okkar og við hugsum dag hvern um það hvernig hægt er að tryggja ykkur sem besta framtíð,“ sagði Halla Tómasdóttir forseti í nýársávarpi sínu. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Tengdar fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Þetta kom fram í fyrsta nýársávarpi Höllu klukkan 13 og vísaði þar til stjórnarmyndunar Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar og nýs forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Halla sagði aukna fjölbreytni góðra fyrirmynda sé mikilvæg og fjölgun leiðtoga úr hópi kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins skipti máli. „Í stjórnmálum eins og hvarvetna er þörf á aukinni mýkt og mennsku í almennum viðhorfum og leit að lausnum. Þótt slík viðhorf séu oft tengd við konur, þá eru þau óháð kyni og mikilvægt að efla þau — ekki síður meðal drengja og karla,“ sagði Halla. Sjá má nýársávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan. Trylltu öflin ekki lengur svo ýkja fjarlæg Í ávarpi sínu minntist forseti einnig á stöðuna í alþjóðamálum. Viðsjárverðir tímar væru víða um heim en að við værum friðsæl þjóð sem fylgist að mestu með úr fjarlægð og voni að þessir vágestir fari hjá garði. Hún vísaði í ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Vökuró, sem Jórunn Viðar hafi samið undurfallegt lag við. „„Langt í burt, vakir veröld stór, grimmum töfrum tryllt.“ En þessi trylltu öfl eru ekki lengur svo ýkja fjarlæg og við eigum það bæði undir sjálfum okkur og öðrum að halda álögum þeirra og áhrifum í skefjum. Vert er að spyrja hvernig Íslendingar geta best staðið fyrir og með friði í heimi sem ófriður ógnar. Hér heima þurfum við Íslendingar að takast á við ógnaröfl sem ekki setjast að samningaborði — jarðeldana á Reykjanesi. Langvarandi áraun sem á sér engin fordæmi hér á landi á síðari tímum. Ég hvet landsmenn til að horfa á sjónvarpsþættina Grindavík sem bregða ljósi á baráttu samfélags sem er að missa heimili sín og rótfestu en þjappar sér saman í gegnum stórkostlega framgöngu körfuboltaliða bæjarins. Mótlætið sem Grindvíkingar takast á við setur hversdagslegar áskoranir í nýtt samhengi,“ sagði forseti. Þakkaði fyrir traustið Fyrir hönd forsetahjónanna þakkaði Halla Íslendingum það traust sem þeim hafi verið sýnt. „Við þökkum öllu því velviljaða fólki sem hefur mætt okkur með hlýju og greitt götu okkar á liðnu ári, sent okkur kveðjur og boðið okkur velkomin á viðburði um land allt. Ég vil sérstaklega þakka unga fólkinu og börnunum sem nálgast mig oft á förnum vegi og biðja um knús. Þið bræðið hjörtu okkar og við hugsum dag hvern um það hvernig hægt er að tryggja ykkur sem besta framtíð,“ sagði Halla Tómasdóttir forseti í nýársávarpi sínu.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Tengdar fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00