Hin íslenska fálkaorða er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er einstaklingum, bæði íslenskum og erlendum, en forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní.

Að neðan má sjá lista yfir þau sem voru sæmd fálkaorðunni fyrr í dag:
- Bala Murughan Kamallakharan, frumkvöðull og framkvæmdastjóri, fyrir störf í þágu íslenskra nýsköpunarfyrirtækja
- Brian Pilkington myndlistarmaður fyrir framlag til myndskreytinga og barnabókmennta
- Edvarð Júlíus Sólnes, prófessor emeritus í umhverfis- og byggingarverkfræði, fyrir brautryðjendastörf á sviði jarðskjálftavarna og umhverfisverndar
- Geirlaug Þorvaldsdóttir hóteleigandi fyrir framlag til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar
- Glódís Perla Viggósdóttir knattspyrnukona fyrir afreksárangur í knattspyrnu
- Íris Inga Grönfeldt íþróttafræðingur fyrir framlag til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð
- Jón Þór Hannesson framleiðandi, hljóðmeistari og kvikmyndagerðarmaður fyrir brautryðjendastarf í kvikmyndagerð
- Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála
- Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri fyrir frumkvöðlastarf í þágu menningar- og ferðamála í heimsbyggð
- Magnea Jóhanna Matthíasdóttir, rithöfundur og þýðandi, fyrir framlag til þýðinga og ritstarfa
- Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri fyrir að skapa úrræði sem bætir aðgengi að stuðningi og ráðgjöf fyrir ungt fólk á Íslandi
- Sólveig Þorsteinsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, fyrir brautryðjandastörf við upbbyggingu bókasafna og landsaðgengis að rafrænum gagnaveitum
- Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur fyrir framlag til plöntukynbóta í þágu landbúnaðar, skógræktar, garðyrkju og líftækniiðnaðar
- Þórir Hergeirsson handboltaþjálfari fyrir afreksferil í þjálfun og framlag til handbolta kvenna
Í orðunefnd embættis forseta Íslands eiga nú sæti:
- Kristín Ingólfsdóttir, fv. háskólarektor, formaður
- Bogi Ágústsson fréttamaður
- Drífa Hjartardóttir, fv. alþingismaður
- Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari
- Sigríður Snævarr, fv. sendiherra