Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 08:26 Lögregla girti af svæði í kringum anddyri Trump-hótelsins í Las Vegas þar sem Tesla Cybertruck sprakk að morgni nýársdags. AP/Ty O'Neil Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. Sjö særðust lítillega þegar Tesla Cybertruck, framúrstefnulegur rafjeppi, sprakk fyrir utan inngang Trump International-hótelsins í Las Vegas á nýársdag. Lögregla segir að flugeldum og eldsneytisgeimum hafi verið troðið aftan í bifreiðina. Bifreiðin var leigð í gegnum snjallforrit í Colorado-ríki, þarnæstaríki til austurs við Nevada. Upptökur úr öryggismyndavélum við hleðslustöðvar sýna að bifreiðinni var ekið inn í Las Vegas klukkan 7:30 að staðartíma í gærmorgun. Um klukkustund síðar var henni ekið að anddyri Trump-hótelsins þar sem hún sprakk nokkrum sekúndum síðar. Lögregla hefur ekki gert nafn mannsins sem leigði bifreiðina opinbert þar sem hún á eftir að fullvissa sig um að það sé sami maður og lést í sprengingunni. Enn hafði ekki tekist að ná líkamsleifum ökumannsins út úr bifreiðinni síðdegis í gær. „Meginmarkmið okkar er að tryggja að við berum rétt kennsl á þann grunaða í þessum atburði. Eftir það er annað markmið okkar að skera úr um hvort að þetta hafi verið hryðjuverk eða ekki,“ sagði Jeremy Schwartz, starfandi yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Las Vegas. Skoða möguleg tengsl við New Orleans eða pólitík Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að maður ók bifreið inn í hóp fólks í New Orleans. Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásina sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla telur að ökumaðurinn hafi ekki verið einn að verki og fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams fannst í bifreiðinni. „Við erum algerlega að rannsaka hvort einhver tengsl séu við það sem gerðist í New Orleans og aðrar árásir sem hafa átt sér stað í heiminum. Við útilokum ekki neitt,“ sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri, um sprenginguna í Las Vegas. Tesla-rafbílaframleiðandinn er í eigu Elons Musk, suðurafrísks auðkýfings, sem jós fé í kosningabaráttu Trumps og er orðinn einn helsti ráðgjafi verðandi forsetans. McMahill sagði fréttamönnum að lögregla skoðaði hvort að sprengingin tengdist stjórnmálum. Tesla Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Sjö særðust lítillega þegar Tesla Cybertruck, framúrstefnulegur rafjeppi, sprakk fyrir utan inngang Trump International-hótelsins í Las Vegas á nýársdag. Lögregla segir að flugeldum og eldsneytisgeimum hafi verið troðið aftan í bifreiðina. Bifreiðin var leigð í gegnum snjallforrit í Colorado-ríki, þarnæstaríki til austurs við Nevada. Upptökur úr öryggismyndavélum við hleðslustöðvar sýna að bifreiðinni var ekið inn í Las Vegas klukkan 7:30 að staðartíma í gærmorgun. Um klukkustund síðar var henni ekið að anddyri Trump-hótelsins þar sem hún sprakk nokkrum sekúndum síðar. Lögregla hefur ekki gert nafn mannsins sem leigði bifreiðina opinbert þar sem hún á eftir að fullvissa sig um að það sé sami maður og lést í sprengingunni. Enn hafði ekki tekist að ná líkamsleifum ökumannsins út úr bifreiðinni síðdegis í gær. „Meginmarkmið okkar er að tryggja að við berum rétt kennsl á þann grunaða í þessum atburði. Eftir það er annað markmið okkar að skera úr um hvort að þetta hafi verið hryðjuverk eða ekki,“ sagði Jeremy Schwartz, starfandi yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Las Vegas. Skoða möguleg tengsl við New Orleans eða pólitík Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að maður ók bifreið inn í hóp fólks í New Orleans. Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásina sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla telur að ökumaðurinn hafi ekki verið einn að verki og fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams fannst í bifreiðinni. „Við erum algerlega að rannsaka hvort einhver tengsl séu við það sem gerðist í New Orleans og aðrar árásir sem hafa átt sér stað í heiminum. Við útilokum ekki neitt,“ sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri, um sprenginguna í Las Vegas. Tesla-rafbílaframleiðandinn er í eigu Elons Musk, suðurafrísks auðkýfings, sem jós fé í kosningabaráttu Trumps og er orðinn einn helsti ráðgjafi verðandi forsetans. McMahill sagði fréttamönnum að lögregla skoðaði hvort að sprengingin tengdist stjórnmálum.
Tesla Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila