Sport

Conor McGregor og Logan Paul fá jafn­mikið borgað fyrir bar­dagann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Við höfum mikið séð mikið af Conor McGregor í borgaralegum klæðum síðustu ár en nú gætum við loksins séð hann aftur í keppnisgallanum á þessu ári.
Við höfum mikið séð mikið af Conor McGregor í borgaralegum klæðum síðustu ár en nú gætum við loksins séð hann aftur í keppnisgallanum á þessu ári. Getty/Williams Paul

Conor McGregor og Logan Paul hafa samþykkt að mætast í hnefaleikahringnum á þessu ári en aðeins UFC getur komið í veg fyrir það að af bardaganum verði.

Hinn 36 ára gamli McGregor ætlar ekki að reyna að snúa hinn 29 ára gamla Paul heldur keppa þeir í hnefaleikum.

Það er líklegt að met falli gangi allt upp hjá þeim félögum því peningarnir munu streyma inn.

Samkvæmt frétt hjá MacLife vefnum þá munu þeir báðir frá 250 milljónir hvor fyrir bardagann. Aldrei áður hafa menn fengið meira í sinn hlut fyrir einn bardaga.

Þetta gera meira en 34,8 milljarða í íslenskum krónum.

UFC getur enn komið í veg fyrir bardagann því McGregor er enn á samningi þar.

McGregor var einu sinni tekjuhæsti bardagamaður heims en hann hefur ekki keppt síðan hann fótbrotnaði í bardaga á móti Dustin Poirier árið 2021.

Youtube stjarnan Logan Paul hefur keppt áður í hnefaleikahringnum þar á meðal á móti Floyd Mayweather.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×