Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Lovísa Arnardóttir skrifar 2. janúar 2025 14:13 Valdimar er nú bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hann hefur verið formaður bæjarráðs frá 2022 en starfað sem skólastjóri í Öldutúnsskóla síðan 2008. Aðsend Valdimar Víðisson tók við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar um áramótin af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní 2018. Bæjarstjóraskiptin eru í samræmi við samkomulag Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir sveitarstjórnarkosningar í maí 2022 um að oddviti Sjálfstæðisflokks myndi sitja í stóli bæjarstjóra til 1. janúar 2025 þegar oddviti Framsóknarflokks myndi taka við. Valdimar hefur verið formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu og tekur Rósa nú við þeirri formennsku auk þess sem hún var á dögunum kjörin til Alþingis. „Sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi þekki ég þegar vel til helstu mála sem eru efst á baugi hjá sveitarfélaginu. Það er þó margt á borði bæjarstjóra sem ég mun þurfa að setja mig nánar inn í, enda Hafnarfjarðarbær stórt sveitarfélag sem býður upp á víðtæka og fjölbreytta þjónustu við íbúa og atvinnulíf. Metnaður minn er að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar og framfara sem mörkuð hefur verið undanfarin ár,“ segir Valdimar í tilkynningu frá bænum. Valdimar er vel kunnur bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann sat sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði kjörtímabilið 2018 til 2022 og var formaður fjölskylduráðs á tímabilinu. Valdimar var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022 og hefur síðan þá verið formaður bæjarráðs. Þá var Valdimar skólastjóri Öldutúnsskóla í sextán ár eða frá árinu 2008. Hann sagði starfi sínu lausu þar til að sinna starfi sínu í bæjarstjórn. Sjá einnig: Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 „Ég viðurkenni að það eru blendnar tilfinningar við þessi tímamót í mínu lífi. Er fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni en einnig leiður yfir því að kveðja. Hef verið það heppinn að hafa náð að mynda góð tengsl við börnin ykkar og það er líklega það sem ég á eftir að sakna mest, einlægnin frá þeim, hvort sem það var í samtölum í kennslustofum, í frímínútum eða inni á skrifstofu hjá mér. Það eru óteljandi sögur sem ég á um þau samskipti og hef ég verið duglegur að deila þeim með ykkur í gegnum árin, hvort sem það er í ræðu eða riti,“ sagði Valdimar á heimasíðu skólans þegar tilkynnt var að hann hefði sagt starfi sínu lausu. Valdimar Víðisson er fæddur 10. september 1978. Hann er giftur Sigurborgu Geirdal og á einn son, tvær stjúpdætur og tvö barnabörn. Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Valdimar hefur verið formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu og tekur Rósa nú við þeirri formennsku auk þess sem hún var á dögunum kjörin til Alþingis. „Sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi þekki ég þegar vel til helstu mála sem eru efst á baugi hjá sveitarfélaginu. Það er þó margt á borði bæjarstjóra sem ég mun þurfa að setja mig nánar inn í, enda Hafnarfjarðarbær stórt sveitarfélag sem býður upp á víðtæka og fjölbreytta þjónustu við íbúa og atvinnulíf. Metnaður minn er að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar og framfara sem mörkuð hefur verið undanfarin ár,“ segir Valdimar í tilkynningu frá bænum. Valdimar er vel kunnur bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann sat sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði kjörtímabilið 2018 til 2022 og var formaður fjölskylduráðs á tímabilinu. Valdimar var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022 og hefur síðan þá verið formaður bæjarráðs. Þá var Valdimar skólastjóri Öldutúnsskóla í sextán ár eða frá árinu 2008. Hann sagði starfi sínu lausu þar til að sinna starfi sínu í bæjarstjórn. Sjá einnig: Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 „Ég viðurkenni að það eru blendnar tilfinningar við þessi tímamót í mínu lífi. Er fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni en einnig leiður yfir því að kveðja. Hef verið það heppinn að hafa náð að mynda góð tengsl við börnin ykkar og það er líklega það sem ég á eftir að sakna mest, einlægnin frá þeim, hvort sem það var í samtölum í kennslustofum, í frímínútum eða inni á skrifstofu hjá mér. Það eru óteljandi sögur sem ég á um þau samskipti og hef ég verið duglegur að deila þeim með ykkur í gegnum árin, hvort sem það er í ræðu eða riti,“ sagði Valdimar á heimasíðu skólans þegar tilkynnt var að hann hefði sagt starfi sínu lausu. Valdimar Víðisson er fæddur 10. september 1978. Hann er giftur Sigurborgu Geirdal og á einn son, tvær stjúpdætur og tvö barnabörn.
Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira