Sport

Agnes Kel­eti látin eftir ótrú­legt lífs­hlaup

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agnes Keleti hefði orðið 104 ára eftir nokkra daga.
Agnes Keleti hefði orðið 104 ára eftir nokkra daga. Vísir/Getty Images

Hin ungverska Agnes Keleti er látin 103 ára að aldri. Hún lifði af helför nasista í síðari heimsstyrjöldinni og vann síðar meir til tíu verðlauna á Ólympíuleikunum.

Keleti vann til fimm gullverðlauna á ferli sínum. Það fyrsta kom í Helsinki árið 1952 en hin fjögur í Melbourne fjórum árum síðar. Þar var hin 35 ára gamla Keleti elsta fimleikakonan til að vinna til gullverðlauna. 

Hún var fædd í Búdapest árið 1921 og vann sinn frysta landstitil árið 1940 en var síðar sama ár bönnuð frá öllum íþróttaviðburðum í heimalandinu þar sem var af gyðingaættum.

Samkvæmt Ólympíunefnd Ungverjalands tókst Keleti að sleppa frá dauðasveitum nasista með því að fela sig í litlu þorpi suður af Búdapest. Bjargaði það henni að vera með fölsuð skilríki. Faðir hennar og þónokkrir ættingjar voru teknir af lífi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz.

Keleti lést á spítala í Búdapest. Hún hefði orðið 104 ára gömul þann 9. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×