Innlent

HSU svarar á­hyggju­fullum læknum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12, eins og venjulega.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12, eins og venjulega.

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum - og mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt.

Formaður hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, segir glórulaust að fara í vegferð sem miðar að inngöngu í sambandið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi komist til valda með því að ræða Evrópumálin sem minnst.

Þá förum við yfir sögulega dómsuppkvaðningu yfir Donald Trump sem sett hefur verið á dagskrá í næstu viku og ræðum við forstöðumann Hlíðarfjalls á Akureyri. Skíðasvæðið var loksins opnað í morgun í fyrsta sinn í vetur og er strax orðið pakkfullt.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 4. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×