Handbolti

Díana Dögg öflug í sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Díana Dögg í landsleik gegn Frökkum.
Díana Dögg í landsleik gegn Frökkum. Vísir/EPA

Díana Dögg Magnúsdóttir átti góðan leik þegar Blomberg-Lippe vann átta marka sigur á Göppingen í efstu deild kvenna í þýska handboltanum, lokatölur 34-22. Þá skoraði Sandra Erlingsdóttir eitt mark í tíu marka útisigri Metzingen á Bensheim-Auerbach.

Díana Dögg skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu í sigri dagsins. Með sigrinum er Blomberg-Lippe komið upp í 5. sæti með 13 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Dortmund.

Sigur Metzingen kom á óvart þar sem liðið var á útivelli og Bensheim-Auerbach er ofar í deildinni. Það var ekki að sjá, lokatölur 24-34.

Metzingen er í 7. sæti með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×